Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. maí 2025 11:22 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Vilhelm Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Gera ráð fyrir auknum kvóta Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þá segir að á fiskveiðiárinu sé ráðherra heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða til viðbótar við núverandi aflamagn til strandveiða á fiskveiðiárinu 2024/2025. „Viðbótaraflamagn skal dragast frá því aflamagni sem dregið verður frá heildaraflamarki skv. 3. mgr. 8. gr. og lækka árlega og skal að fullu fært til baka eigi síðar en á fiskveiðiárinu 2028/2029. Ef til kemur viðbótaraflamagn fiskveiðiárið 2024/2025 skal ráðherra lækka viðbótarráðstöfunina.“ Lagt er til að ráðherra verði veitt heimild til að flytja milli ára aflamagn sem kæmi til úthlutunar á komandi árum innan 5,3 prósent kerfisins. Hið svokallaða 5,3 prósent kerfi er sá hluti kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðarflokkana strandveiðar, almennan byggðakvóta, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Í frumvarpinu segir að við mat ráðherra á því hversu mikið aflamagn verði flutt milli ára til veiða á yfirstandandi fiskveiðiári beri að gæta þess að ráðstöfunin verði ekki verulega umfram ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, og gangi auk þess ekki gegn meginmarkmiðum fiskveiðistjórnunarkerfisins um sjálfbærar fiskveiðar. Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði.Vísir/Arnar Þá segir að frumvarpið hafi þau áhrif á þá sem stunda strandveiðar að þeir hafi meira svigrúm til að nýta þá 48 daga sem strandveiðitímabilið markast við. „Má því áætla að frumvarpið stuðli að því að útgerð til strandveiða verði stunduð á ábyrgari hátt og tryggi þar með frekar öryggi þeirra er stunda veiðarnar, auk þess að aflamagn dreifist betur yfir tímabilið og milli landshluta.“ Svipta skip veiðileyfinu verði brotið gegn reglum um eignarhald Í frumvarpinu er einnig lagt til að þrátt fyrir 24. gr. laga um stjórn fiskveiða og 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, skuli Fiskistofa svipta skip leyfi til strandveiða ef brotið er gegn ákvæðum laga og reglugerða um skilyrðu um eignarhald lögaðila, eignarhald strandveiðibáta og lögskráningu. Samkvæmt reglugerð frá 2024 um strandveiðar er einungis heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, eisntaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip. Um borð í hverri strandveiðiferð skuli vera einn einstaklingur sem er lögskráður á skipið og á að lágmarki beint eða óbeint í gegnum lögaðila, meira en 50 prósent eignarhlut í skipinu. „Brjóti leyfishafi gegn framangreindum ákvæðum reglugerðarinnar skal Fiskistofa svipta viðkomandi skip leyfi til strandveiða. Í þessum tilvikum er þá ekki beitt áminningu, heldur er sviptingu leyfis vegna framangreindra brota beitt.“ „Þá verði Fiskistofu einnig skylt að svipta skip leyfi til strandveiða fyrir ítrekuð brot gegn ákvæðum laga og reglugerða um það aflamagn sem heimilt er að draga í hverri veiðiferð.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5. maí 2025 23:58 Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Ríkisstjórnin þarf að þrefalda aflaheimildir til strandveiðisjómanna ætli hún sér að standa við loforð úr stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar. 24. apríl 2025 20:40 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Gera ráð fyrir auknum kvóta Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þá segir að á fiskveiðiárinu sé ráðherra heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða til viðbótar við núverandi aflamagn til strandveiða á fiskveiðiárinu 2024/2025. „Viðbótaraflamagn skal dragast frá því aflamagni sem dregið verður frá heildaraflamarki skv. 3. mgr. 8. gr. og lækka árlega og skal að fullu fært til baka eigi síðar en á fiskveiðiárinu 2028/2029. Ef til kemur viðbótaraflamagn fiskveiðiárið 2024/2025 skal ráðherra lækka viðbótarráðstöfunina.“ Lagt er til að ráðherra verði veitt heimild til að flytja milli ára aflamagn sem kæmi til úthlutunar á komandi árum innan 5,3 prósent kerfisins. Hið svokallaða 5,3 prósent kerfi er sá hluti kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðarflokkana strandveiðar, almennan byggðakvóta, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Í frumvarpinu segir að við mat ráðherra á því hversu mikið aflamagn verði flutt milli ára til veiða á yfirstandandi fiskveiðiári beri að gæta þess að ráðstöfunin verði ekki verulega umfram ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, og gangi auk þess ekki gegn meginmarkmiðum fiskveiðistjórnunarkerfisins um sjálfbærar fiskveiðar. Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði.Vísir/Arnar Þá segir að frumvarpið hafi þau áhrif á þá sem stunda strandveiðar að þeir hafi meira svigrúm til að nýta þá 48 daga sem strandveiðitímabilið markast við. „Má því áætla að frumvarpið stuðli að því að útgerð til strandveiða verði stunduð á ábyrgari hátt og tryggi þar með frekar öryggi þeirra er stunda veiðarnar, auk þess að aflamagn dreifist betur yfir tímabilið og milli landshluta.“ Svipta skip veiðileyfinu verði brotið gegn reglum um eignarhald Í frumvarpinu er einnig lagt til að þrátt fyrir 24. gr. laga um stjórn fiskveiða og 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, skuli Fiskistofa svipta skip leyfi til strandveiða ef brotið er gegn ákvæðum laga og reglugerða um skilyrðu um eignarhald lögaðila, eignarhald strandveiðibáta og lögskráningu. Samkvæmt reglugerð frá 2024 um strandveiðar er einungis heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, eisntaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip. Um borð í hverri strandveiðiferð skuli vera einn einstaklingur sem er lögskráður á skipið og á að lágmarki beint eða óbeint í gegnum lögaðila, meira en 50 prósent eignarhlut í skipinu. „Brjóti leyfishafi gegn framangreindum ákvæðum reglugerðarinnar skal Fiskistofa svipta viðkomandi skip leyfi til strandveiða. Í þessum tilvikum er þá ekki beitt áminningu, heldur er sviptingu leyfis vegna framangreindra brota beitt.“ „Þá verði Fiskistofu einnig skylt að svipta skip leyfi til strandveiða fyrir ítrekuð brot gegn ákvæðum laga og reglugerða um það aflamagn sem heimilt er að draga í hverri veiðiferð.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5. maí 2025 23:58 Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Ríkisstjórnin þarf að þrefalda aflaheimildir til strandveiðisjómanna ætli hún sér að standa við loforð úr stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar. 24. apríl 2025 20:40 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5. maí 2025 23:58
Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Ríkisstjórnin þarf að þrefalda aflaheimildir til strandveiðisjómanna ætli hún sér að standa við loforð úr stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar. 24. apríl 2025 20:40
Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31