Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Agnar Már Másson skrifar 14. júlí 2025 18:57 Þessir ferðamenn voru sennilega ekki að elta sólina þegar þeir lögðu sér leið til Íslands. Sú gula lét þó sjá sig. Visir/Lýður Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. Fáheyrð hitabylgja hefur leikið við landsmenn um nánast allt land í dag og hitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Í Reykjavík fór hitinn í fyrsta sinn á þessu ári yfir 20 gráður þegar hitinn mældist 20,8 á Veðurstofuhæð, að því er stofnunin greinir frá. Hitin náði ekki slíkum hæðum í höfuðborginni fyrrasumar, sem var það kaldasta í rúmlega þrjátíu ár, en sumarið 2024 var meðalhitinn þar 9,1 stig. Hitinn náði reyndar 20 gráðum árið 2023. En þær rúmu tuttugu gráður eiga ekki í roð í mesta hita dagsins, sem mældist um 29,5 stig á Hjarðarlandi, sem er nýtt staðarmet. Víða um land fór hitinn yfir 26–27°C og dagshitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Á stöðum eins og Þingvöllum, Skálholti, Kálfhóli og Bræðratunguvegi mældist hitinn yfir 28°C, sem er óvenjulegt jafnvel að sumri og er til marks um hve mikil hlýindi voru í dag. Hitinn fór yfir 28 stig á eftirfarandi stöðvum: Hjarðarland: 29,5°C (staðarmet) Bræðratunguvegur: 28,7°C Lyngdalsheiði: 28,3°C Skálholt: 28,3°C Kálfhóll: 28,0°C Auk þess fór hitinn yfir 27°C á stöðum eins og Þingvöllum, Mörk á Landi, Öræfum og Ásbyrgi og dagshitamet féllu þar einnig. Athygli vekur að á mörgum stöðvum var munurinn á nýju meti og fyrra meti óvenju mikill, sums staðar yfir 8°C. Slík stökk eru sjaldséð og sýna vel hve hlýtt var í dag. Áfram má búast við hægviðri eða hafgolu. Víða verður bjart eða léttskýjað, en þokubakkar gætu leitað að norður- og norðvesturströndinni. Síðdegis má reikna með stöku skúrum sunnanlands.Hiti verður á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. Veður Reykjavík Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Sjá meira
Fáheyrð hitabylgja hefur leikið við landsmenn um nánast allt land í dag og hitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Í Reykjavík fór hitinn í fyrsta sinn á þessu ári yfir 20 gráður þegar hitinn mældist 20,8 á Veðurstofuhæð, að því er stofnunin greinir frá. Hitin náði ekki slíkum hæðum í höfuðborginni fyrrasumar, sem var það kaldasta í rúmlega þrjátíu ár, en sumarið 2024 var meðalhitinn þar 9,1 stig. Hitinn náði reyndar 20 gráðum árið 2023. En þær rúmu tuttugu gráður eiga ekki í roð í mesta hita dagsins, sem mældist um 29,5 stig á Hjarðarlandi, sem er nýtt staðarmet. Víða um land fór hitinn yfir 26–27°C og dagshitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Á stöðum eins og Þingvöllum, Skálholti, Kálfhóli og Bræðratunguvegi mældist hitinn yfir 28°C, sem er óvenjulegt jafnvel að sumri og er til marks um hve mikil hlýindi voru í dag. Hitinn fór yfir 28 stig á eftirfarandi stöðvum: Hjarðarland: 29,5°C (staðarmet) Bræðratunguvegur: 28,7°C Lyngdalsheiði: 28,3°C Skálholt: 28,3°C Kálfhóll: 28,0°C Auk þess fór hitinn yfir 27°C á stöðum eins og Þingvöllum, Mörk á Landi, Öræfum og Ásbyrgi og dagshitamet féllu þar einnig. Athygli vekur að á mörgum stöðvum var munurinn á nýju meti og fyrra meti óvenju mikill, sums staðar yfir 8°C. Slík stökk eru sjaldséð og sýna vel hve hlýtt var í dag. Áfram má búast við hægviðri eða hafgolu. Víða verður bjart eða léttskýjað, en þokubakkar gætu leitað að norður- og norðvesturströndinni. Síðdegis má reikna með stöku skúrum sunnanlands.Hiti verður á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn.
Veður Reykjavík Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Sjá meira