Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Magnús Jochum Pálsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 12. júlí 2025 22:30 Börnin eru kampakát á sumarnámskeiðinu í Hússtjórnarskólanum. Þrátt fyrir að hefðbundið skólastarf sé ekki í gangi í Hússtjórnarskólanum yfir sumartímann er nóg um að vera í skólanum um þessar mundir þar sem börnum er kennt að sauma út, baka og elda. Fréttastofa kíkti við í Hússtjórnarskólann við Sólvallagötu þar sem ungir krakkar eru á námskeiði þar sem þau læra meðal annars að sauma út, baka og elda. Hugmynd að námskeiðum barna í skólanum vaknaði árið 2023 og fóru fyrstu námskeiðin fram ári seinna. Námskeiðin eru fyrir börn á öllum aldri og segir umsjónarmaður að áhuginn sé mikill. „Við leggjum aðaláherslu á matreiðsluna og handavinnu og það er mismunandi handavinna eftir aldri. Við reynum að miða þetta að því sem er áhugi fyrir,“ segir Kristín Lára Torfadóttir, Hún segir mikilvægt að halda gildum Hússtjórnarskólans á lofti. „Mér finnst það algjörlega og ég elska að vinna hérna. Það er alltaf æðisleg stemning og börnunum finnst gaman og mér finnst þetta góð gildi sem vert er að kenna,“ segir Kristín. „Allt gaman“ Þegar fréttastofa kíkti í heimsókn voru nemendur úr yngsta hópi í óðaönn að sauma. Fyrr um morguninn höfðu þau verið í eldhúsinu. „Við erum búin að læra til dæmis að sauma, elda og taka til,“ segir Sólveig. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu öllu? „Mér finnst bara allt, mér finnst bara allt gaman,“ segir Katrín. Krakkarnir sauma út. Strákarnir voru ekki síður áhugasamir og munaði ekki um að segja frá matreiðslunni á sama tíma og þeir saumuðu. „Stundum þá er einhver matur eins og í dag þá vorum við að gera kjötbollur og skinkuhorn. Okkar hópur var að gera kjötbollur og hinn hópurinn var að gera skinkuhorn,“ segir Kári Berg. Strákunum finnst gaman að sauma. Eruð þið svolítið góðir bakarar? „Já, við erum alveg dálítið góðir,“ segja Kári Berg og Birnir Blær í kór. Fréttamaður fékk svo kennslustund í saumaskap en stelpurnar voru ekki alveg sannfærðar um hæfileikana og fannst hann heldur hægur. „Svo telur þú bara hérna, einn tveir og stingur bara þar ofan í. Þá ertu komin með kross.“ Börn og uppeldi Frístund barna Skóla- og menntamál Krakkar Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Fréttastofa kíkti við í Hússtjórnarskólann við Sólvallagötu þar sem ungir krakkar eru á námskeiði þar sem þau læra meðal annars að sauma út, baka og elda. Hugmynd að námskeiðum barna í skólanum vaknaði árið 2023 og fóru fyrstu námskeiðin fram ári seinna. Námskeiðin eru fyrir börn á öllum aldri og segir umsjónarmaður að áhuginn sé mikill. „Við leggjum aðaláherslu á matreiðsluna og handavinnu og það er mismunandi handavinna eftir aldri. Við reynum að miða þetta að því sem er áhugi fyrir,“ segir Kristín Lára Torfadóttir, Hún segir mikilvægt að halda gildum Hússtjórnarskólans á lofti. „Mér finnst það algjörlega og ég elska að vinna hérna. Það er alltaf æðisleg stemning og börnunum finnst gaman og mér finnst þetta góð gildi sem vert er að kenna,“ segir Kristín. „Allt gaman“ Þegar fréttastofa kíkti í heimsókn voru nemendur úr yngsta hópi í óðaönn að sauma. Fyrr um morguninn höfðu þau verið í eldhúsinu. „Við erum búin að læra til dæmis að sauma, elda og taka til,“ segir Sólveig. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu öllu? „Mér finnst bara allt, mér finnst bara allt gaman,“ segir Katrín. Krakkarnir sauma út. Strákarnir voru ekki síður áhugasamir og munaði ekki um að segja frá matreiðslunni á sama tíma og þeir saumuðu. „Stundum þá er einhver matur eins og í dag þá vorum við að gera kjötbollur og skinkuhorn. Okkar hópur var að gera kjötbollur og hinn hópurinn var að gera skinkuhorn,“ segir Kári Berg. Strákunum finnst gaman að sauma. Eruð þið svolítið góðir bakarar? „Já, við erum alveg dálítið góðir,“ segja Kári Berg og Birnir Blær í kór. Fréttamaður fékk svo kennslustund í saumaskap en stelpurnar voru ekki alveg sannfærðar um hæfileikana og fannst hann heldur hægur. „Svo telur þú bara hérna, einn tveir og stingur bara þar ofan í. Þá ertu komin með kross.“
Börn og uppeldi Frístund barna Skóla- og menntamál Krakkar Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira