„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2025 22:48 Ásthildur Helgadóttir lék 69 A-landsleiki á sínum tíma fyrir Íslands hönd. Vísir/Ívar Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. Ísland lauk leik á EM í gær eftir 4-3 tap fyrir Noregi. Allir þrír leikirnir töpuðust og það í veikasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun FIFA. Landsliðið hefur eftir því sætt gagnrýni og einnig þjálfarinn vegna stefnuleysis og skorts á framþróun. Ásthildur Helgadóttir lék á sínum tíma 69 landsleiki fyrir Íslands hönd og kallaði sjálf eftir naflaskoðun hjá KSÍ hvað kvennafótbolta varðar fyrir tveimur árum síðan en síðan þá hefur ekkert gerst að hennar mati. „Mér finnst þróunin kannski ekki hafa verið eins og við vorum að vona. Þetta, ef ég sletti, „indentity“, eða það sem einkennir liðið, mér finnst það vanta. Góður varnarleikur, barist um hvern bolta, vinna okkar návígi. Mér finnst þetta kannski vanta.“ „Mér finnst það þurfa að sjást svolítið, hvernig viljum við spila, hver eru okkar einkenni. Mér finnst þetta kannski svolítið vanta í liðið okkar í dag.“ Fyrir liggur að forysta KSÍ mun taka stöðufund með þjálfarateymi liðsins og meta stöðu þess upp á framhaldið. Verkefnið sé þó stærra og mikilvægt sé að hafa leikmenn liðsins með í ráðum. „Ég held við þurfum að spyrja okkur þeirra spurninga hvort að við séum að dragast aftur úr. Ég hef verið hrædd um það undanfarin ár að við séum að dragast aftur úr. Við þurfum aðeins að skoða hvað hinir eru að gera í kringum okkur með fjármagn og uppbyggingu á yngri liðum og náttúrulega deildinni hérna heima.“ „Ég held að við þurfum að skoða þetta svolítið heildstætt. Setjast niður með Glódísi, sambandið setjist niður með henni og leikmönnunum eftir mótið. Ekki aðeins þjálfarateyminu. Bara taka gott samtal og skoða hvað er hægt að gera betur. Viðtalið við Ásthildi í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásthildur Helgadóttir um landsliðið EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í gær eftir 4-3 tap fyrir Noregi. Allir þrír leikirnir töpuðust og það í veikasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun FIFA. Landsliðið hefur eftir því sætt gagnrýni og einnig þjálfarinn vegna stefnuleysis og skorts á framþróun. Ásthildur Helgadóttir lék á sínum tíma 69 landsleiki fyrir Íslands hönd og kallaði sjálf eftir naflaskoðun hjá KSÍ hvað kvennafótbolta varðar fyrir tveimur árum síðan en síðan þá hefur ekkert gerst að hennar mati. „Mér finnst þróunin kannski ekki hafa verið eins og við vorum að vona. Þetta, ef ég sletti, „indentity“, eða það sem einkennir liðið, mér finnst það vanta. Góður varnarleikur, barist um hvern bolta, vinna okkar návígi. Mér finnst þetta kannski vanta.“ „Mér finnst það þurfa að sjást svolítið, hvernig viljum við spila, hver eru okkar einkenni. Mér finnst þetta kannski svolítið vanta í liðið okkar í dag.“ Fyrir liggur að forysta KSÍ mun taka stöðufund með þjálfarateymi liðsins og meta stöðu þess upp á framhaldið. Verkefnið sé þó stærra og mikilvægt sé að hafa leikmenn liðsins með í ráðum. „Ég held við þurfum að spyrja okkur þeirra spurninga hvort að við séum að dragast aftur úr. Ég hef verið hrædd um það undanfarin ár að við séum að dragast aftur úr. Við þurfum aðeins að skoða hvað hinir eru að gera í kringum okkur með fjármagn og uppbyggingu á yngri liðum og náttúrulega deildinni hérna heima.“ „Ég held að við þurfum að skoða þetta svolítið heildstætt. Setjast niður með Glódísi, sambandið setjist niður með henni og leikmönnunum eftir mótið. Ekki aðeins þjálfarateyminu. Bara taka gott samtal og skoða hvað er hægt að gera betur. Viðtalið við Ásthildi í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásthildur Helgadóttir um landsliðið
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira