Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 09:03 Þorsteinn Halldórsson og Þóra Björg Helgadóttir. Hann vill halda áfram og hún vill ekki að hann haldi áfram. Getty/Manuel Winterberger/Vísir/Vilhelm Besti markvörður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi er hörð á því að hún vill sjá nýjan þjálfara hjá liðinu. Henni hugnast það ekki að Þorsteinn Halldórsson fái að halda áfram en framtíð landsliðsins var rædd í Besta sætinu. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Eftir þrjá tapleiki í röð og sjö mörk fengin á sig er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á þessu móti. Íslenska liðið var mögulega í léttasta riðlinum en fékk ekki eitt stig. Einkennislaust lið sem reynir tvennt en slakt í báðu Aðspurðar um identity, eða einkennismerki og leikaðferð liðsins, var fátt um svör hjá sérfræðingurinum. „Það er erfitt að benda á það. Ég veit það ekki,“ sagði Ásta Eir. „Ég get ekki svarað þessu,“ sagði Þóra. Fyrir einhverjum árum, þegar Þóra var í liðinu, var það sterkur varnarleikur og barátta. Minna sé af því í dag og erfitt að sjá hvaða leiðir liðið reynir að fara í dag. Önnur lið, líkt og andstæðingar Íslands í Finnlandi og Sviss séu skýrari í sínum leik. Finnland hafi þróað sinn leik upp yngri landsliðin og vilji halda betur í bolta sem gangi vel. Sviss spili skyndisóknabolta sem henti leikmönnum þess liðs. En íslenska liðið viti ekki eins vel hvað það sé, reyni bæði og útkoman að liðið er slakt í báðu. „Við erum að reyna bæði, en hvorugt er að takast. Sem er smá sorglegt,“ segir Ásta. Þögn í salnum Þjálfarinn ber ábyrgð á spilamennsku liðsins og framtíð Þorsteins Halldórssonar í starfi hefur verið til umræði í vikunni. „Það getur vel verið að Steini haldi áfram og þá þarf bara að setjast niður og fara hressilega yfir málin,“ sagði Ásta og það var bókstaflega þögn í salnum. „Hvað eru þetta orðin sex ár,“ sagði Þóra. „Nei ekki svo mikið. Hann tók við rétt fyrir EM 2022,“ svaraði Ásta. Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni í janúar 2021. Þetta eru því orðin fjögur og hálft ár. „Mér finnst það nægur tími til að sjá jákvæða þróun hjá liðinu sem mér finnst við ekki vera að sjá. Ég mun gráta í koddann ef það verður raunin [að hann haldi áfram],“ sagði Þóra. Á að vera með félagslið „Ekkert gegn honum. Ég held bara að hann eigi að vera með félagslið,“ sagði Þóra. Já hann er frábær félagsliðaþjálfari,“ sagði Ásta sem lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki. Blikar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og tvisvar bikarmeistarar undir hans stjórn. „Mér finnst þetta vera tvær ólíkar íþróttir, að vera landsliðsþjálfari eða félagsliðaþjálfari,“ sagði Þóra. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Besta sætið KSÍ Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Eftir þrjá tapleiki í röð og sjö mörk fengin á sig er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á þessu móti. Íslenska liðið var mögulega í léttasta riðlinum en fékk ekki eitt stig. Einkennislaust lið sem reynir tvennt en slakt í báðu Aðspurðar um identity, eða einkennismerki og leikaðferð liðsins, var fátt um svör hjá sérfræðingurinum. „Það er erfitt að benda á það. Ég veit það ekki,“ sagði Ásta Eir. „Ég get ekki svarað þessu,“ sagði Þóra. Fyrir einhverjum árum, þegar Þóra var í liðinu, var það sterkur varnarleikur og barátta. Minna sé af því í dag og erfitt að sjá hvaða leiðir liðið reynir að fara í dag. Önnur lið, líkt og andstæðingar Íslands í Finnlandi og Sviss séu skýrari í sínum leik. Finnland hafi þróað sinn leik upp yngri landsliðin og vilji halda betur í bolta sem gangi vel. Sviss spili skyndisóknabolta sem henti leikmönnum þess liðs. En íslenska liðið viti ekki eins vel hvað það sé, reyni bæði og útkoman að liðið er slakt í báðu. „Við erum að reyna bæði, en hvorugt er að takast. Sem er smá sorglegt,“ segir Ásta. Þögn í salnum Þjálfarinn ber ábyrgð á spilamennsku liðsins og framtíð Þorsteins Halldórssonar í starfi hefur verið til umræði í vikunni. „Það getur vel verið að Steini haldi áfram og þá þarf bara að setjast niður og fara hressilega yfir málin,“ sagði Ásta og það var bókstaflega þögn í salnum. „Hvað eru þetta orðin sex ár,“ sagði Þóra. „Nei ekki svo mikið. Hann tók við rétt fyrir EM 2022,“ svaraði Ásta. Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni í janúar 2021. Þetta eru því orðin fjögur og hálft ár. „Mér finnst það nægur tími til að sjá jákvæða þróun hjá liðinu sem mér finnst við ekki vera að sjá. Ég mun gráta í koddann ef það verður raunin [að hann haldi áfram],“ sagði Þóra. Á að vera með félagslið „Ekkert gegn honum. Ég held bara að hann eigi að vera með félagslið,“ sagði Þóra. Já hann er frábær félagsliðaþjálfari,“ sagði Ásta sem lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki. Blikar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og tvisvar bikarmeistarar undir hans stjórn. „Mér finnst þetta vera tvær ólíkar íþróttir, að vera landsliðsþjálfari eða félagsliðaþjálfari,“ sagði Þóra. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Besta sætið KSÍ Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira