Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2025 17:04 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tók ákvörðun um að beita 71. grein þingskaparlaga í dag. Þar með var hægt að stöðva aðra umræðu um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, og greiða atkvæði um það, eftir um 160 klukkustundir af umræðum. Vísir/Ívar Fannar Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en skömmu áður bárust fréttir af því að þingforsetinn Þórunn Sveinbjarnardóttir myndi hefja fund á því að ávarpa þingheim. Skömmu síðar bárust fréttastofu ábendingar um að þingmenn hefðu, nokkrum mínútum fyrir upphaf fundar, fengið skilaboðu um að ráðgert væri að atkvæðagreiðsla færi fram við upphaf þingfundar. Í ljósi þess hve lengi veiðigjaldafrumvarpið hefur verið til umræðu á þinginu, og þungra orða sem féllu í þinginu í gær, var talið líklegt að Þórunn myndi tilkynna um að 71. grein þingskaparlaganna yrði virkjuð, og tillaga hennar um að ljúka umræðum um málið yrði send í atkvæðagreiðslu án umræðu. Í ávarpi sínu lýsti Þórunn því að þingmenn hefðu fengið rúman tíma til að ræða málin og hve alvarlega hún tæki stöðunni. „Í því ljósi leggur forseti til, á grundvelli 2. málsgreinar 71. greinar þingskapa að umræðunni verði hætt. Verður tillagan nú borin umræðulaust undir atkvæði,“ sagði Þórunn. Í kjölfarið steig Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í pontu og sagðist virða ákvörðun flokkssystur sinnar þingforsetans. „Alþingi verður að virka. Þingið verður að virka,“ sagði Kristrún. Mál séu leidd til lykta með lýðræðislegum atkvæðagreiðslum. Ástæða sé fyrir því að ákvæði 71. greinar sé sjaldan beitt, en einnig sé ástæða fyrir því að það sé í lögum. Kristrún sagðist virða ákvörðun Þórunnar, sem væri ætlað að tryggja að lýðræðið virkaði.Vísir/Ívar Fannar „Ef svo væri ekki, þá hefði minnihlutinn neitunarvald á Alþingi. Minnihlutinn hefur ekki neitunarvald á Alþingi. Það var aldrei hugmyndin í stjórnskipun Íslands,“ sagði Kristrún. „Guð minn góður, hvert erum við komin?“ Þessu næst kepptust þingmenn við að koma upp í pontu þingsins, og lýsa ýmist ánægju sinni eða forundran á þessu útspili þingforsetans. Hvort varð fyrir valinu fór alfarið eftir því hvort menn væru í stjórn eða ekki. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til að mynda um alvarleg tímamót í íslenskri stjórnmálasögu að ræða. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, var ómyrk í máli um vendingar dagsins.Vísir/Ívar Fannar „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki. Svokallað kjarnorkuákvæði 71. greinar þingskaparlaga,“ sagði Guðrún. Ákvæði 71. greinar hefur einmitt verið kallað þessu nafni í umræðum síðustu daga, þegar merkja mátti auknar líkur á því að ákvæðinu yrði beitt. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem kvöddu sér hljóðs virtust að flestu leyti sammála. Beiting ákvæðisins markaði svartan blett á sögu Alþingis, dagurinn í dag væri dimmur og sorglegur og ríkisstjórnin beitti ákvæðinu því henni hefði mistekist að ná samningum við minnihlutann um þinglok, auk þess sem meirihlutinn væri með þessu að svipta minnihlutann málfrelsi sínu með valdi. Þá bentu einhverjir á að nægur tími væri til að vinna veiðigjaldafrumvarpið „betur“, þar sem það ætti ekki að taka gildi fyrr en 1. nóvember. „Guð minn góður, hvert erum við komin?“ spurði Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, til að mynda. Bryndís Haraldsdóttir kvaðst rasandi á útspili þingforsetans.Vísir/Ívar Fannar Taki neitunarvald minnihlutans úr sambandi Fulltrúar meirihlutans litu beitingu ákvæðisins allt öðrum augum, og töldu einhverjir þeirra viðbrögð stjórnarandstöðunnar einkennast af frekju. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði til að mynda að mikilvægt væri að málið, sem er það mest rædda á þingi síðan mælingar um slíkt hófust, fengi þinglega meðferð. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem standi ekki vörð um það að minnihlutinn hafi neitunarvald. „Heldur einmitt, lýðræði í landinu.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók í sama streng. Minnihlutinn hefði ekki neitunarvald, heldur væru ágreiningsmál á Alþingi Íslendinga útkljáð í atkvæðagreiðslu. „Það er það sem er í uppsiglingu, og ég virði ákvörðun forseta heilshugar,“ sagði Sigmar. Vísunartillögur minnihlutans stráfelldar Umræður fram að atkvæðagreiðslunni stóðu í um klukkustund. Þegar atkvæðagreiðslan, sem fór fram með nafnakalli, hófst vildi fjöldi þingmanna gera grein fyrir atkvæðum sínum. Hér að neðan má sjá atkvæðagreiðsluna fara fram, og þingmenn gera grein fyrir atkvæðum sínum. Fór svo að tillaga Þórunnar var samþykkt, með 34 atkvæðum meirihlutans gegn 20. Við tók klukkustundarlangt hlé sem sumir þingmenn hafa eflaust þurft á að halda til að anda í kviðinn, enda mikið hitamál sem hafði verið til umræðu. Að loknu hléi gengu þingmenn aftur inn í salinn og tóku til við að ræða málin áfram, en þegar hér komið sögu var komið að því að greiða atkvæði um veiðigjaldafrumvarpið sjálft. Fyrst lagði stjórnarandstaðan þó fram tvær dagskrártillögur. Önnur sneri að því að vísa málinu frá, en hin að því að málinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnar. Báðar voru felldar. Þá var loks komið að eiginlegri atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Einhverjir þingmenn nýttu enn tækifærið til þess að koma upp í pontu og gera grein fyrir atkvæði sínu, en þeim virðist hafa verið orðið löngu ljóst í hvað stefndi. Málið yrði samþykkt af meirihlutanum og gengi síðan til þriðju umræðu og atvinnuveganefndar. Sú varð raunin, en atvinnuveganefnd fundaði um málið klukkan fjögur í dag. Gestir á fundinum voru fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, en þeir hafa ekki áður komið fyrir nefndina við meðferð málsins. Ráðgert er að málið verði svo tekið til þriðju umræðu á morgun, samkvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni flokks fólksins og formanni atvinnuveganefndar. Ekki liggur fyrir hversu langan tíma sú umræða kemur til með að taka, en ræðutími þingmanna er ekki ótakmarkaður í þriðju umræðu líkt og í annarri. Eftir þriðju umræðu fer málið til atkvæðagreiðslu. Vöruðu við því að fordæmi yrði sett Auk þess að hafa lýst óánægju sinni með ákvörðun þingforsetans vöruðu margir stjórnarandstöðuþingmenn við því að hún hefði skapað hættulegt fordæmi. „Ég spyr, virðulegi forseti: Er búið að taka lýðræðið úr sambandi, og verður þetta núna venjan? Verður þetta notað á samsköttun hjóna, verður þetta notað til að koma okkur inn í Evrópusambandið? Hvað er næst? Kjarnorkuákvæðið, á eina litla skattahækkun,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til að mynda. Þá sagði Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, að með því að samþykkja tillöguna hefði meirihlutinn breytt því hvernig Alþingi starfi. Málið verði þeim þingmönnum til ævarandi skammar. „Og þegar þetta mál, jafn illa unnið og brogað og það er, lendir fyrir dómstólum, sem mun gerast við fyrstu álagningu á grundvelli þess sem hér á að keyra í gegn, þá verður skömm ykkar, sem þetta hafið gert, enn meiri. Hún verður rifjuð upp, það megið þið vita, virðulegu þingmenn.“ Að sama skapi sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, að hann gæti ekki tekið undir með ráðherrum sem flissuðu að varnaðarorðum hans í pontu. „Það er enginn hlátur í huga þeirra sem átta sig á því hvaða afleiðingar þessi vinnubrögð hafa fyrir Alþingi Íslendinga,“ sagði Guðlaugur. Ósagt skal látið hvort afleiðingar af beitingu ákvæðisins verði alvarlegar eða ekki, en ljóst er að áhrifin kunna að verða mikil. Hvort sem þau sjást í breytingum á þingskaparlögum, ósamvinnuþýði stjórnarandstöðunnar, tíðari beitingu ákvæðisins hjá meirihluta hvers tíma, eða breyttu vinnulagi minnihluta hvers tíma þegar kemur að málþófi framtíðarinnar. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en skömmu áður bárust fréttir af því að þingforsetinn Þórunn Sveinbjarnardóttir myndi hefja fund á því að ávarpa þingheim. Skömmu síðar bárust fréttastofu ábendingar um að þingmenn hefðu, nokkrum mínútum fyrir upphaf fundar, fengið skilaboðu um að ráðgert væri að atkvæðagreiðsla færi fram við upphaf þingfundar. Í ljósi þess hve lengi veiðigjaldafrumvarpið hefur verið til umræðu á þinginu, og þungra orða sem féllu í þinginu í gær, var talið líklegt að Þórunn myndi tilkynna um að 71. grein þingskaparlaganna yrði virkjuð, og tillaga hennar um að ljúka umræðum um málið yrði send í atkvæðagreiðslu án umræðu. Í ávarpi sínu lýsti Þórunn því að þingmenn hefðu fengið rúman tíma til að ræða málin og hve alvarlega hún tæki stöðunni. „Í því ljósi leggur forseti til, á grundvelli 2. málsgreinar 71. greinar þingskapa að umræðunni verði hætt. Verður tillagan nú borin umræðulaust undir atkvæði,“ sagði Þórunn. Í kjölfarið steig Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í pontu og sagðist virða ákvörðun flokkssystur sinnar þingforsetans. „Alþingi verður að virka. Þingið verður að virka,“ sagði Kristrún. Mál séu leidd til lykta með lýðræðislegum atkvæðagreiðslum. Ástæða sé fyrir því að ákvæði 71. greinar sé sjaldan beitt, en einnig sé ástæða fyrir því að það sé í lögum. Kristrún sagðist virða ákvörðun Þórunnar, sem væri ætlað að tryggja að lýðræðið virkaði.Vísir/Ívar Fannar „Ef svo væri ekki, þá hefði minnihlutinn neitunarvald á Alþingi. Minnihlutinn hefur ekki neitunarvald á Alþingi. Það var aldrei hugmyndin í stjórnskipun Íslands,“ sagði Kristrún. „Guð minn góður, hvert erum við komin?“ Þessu næst kepptust þingmenn við að koma upp í pontu þingsins, og lýsa ýmist ánægju sinni eða forundran á þessu útspili þingforsetans. Hvort varð fyrir valinu fór alfarið eftir því hvort menn væru í stjórn eða ekki. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til að mynda um alvarleg tímamót í íslenskri stjórnmálasögu að ræða. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, var ómyrk í máli um vendingar dagsins.Vísir/Ívar Fannar „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki. Svokallað kjarnorkuákvæði 71. greinar þingskaparlaga,“ sagði Guðrún. Ákvæði 71. greinar hefur einmitt verið kallað þessu nafni í umræðum síðustu daga, þegar merkja mátti auknar líkur á því að ákvæðinu yrði beitt. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem kvöddu sér hljóðs virtust að flestu leyti sammála. Beiting ákvæðisins markaði svartan blett á sögu Alþingis, dagurinn í dag væri dimmur og sorglegur og ríkisstjórnin beitti ákvæðinu því henni hefði mistekist að ná samningum við minnihlutann um þinglok, auk þess sem meirihlutinn væri með þessu að svipta minnihlutann málfrelsi sínu með valdi. Þá bentu einhverjir á að nægur tími væri til að vinna veiðigjaldafrumvarpið „betur“, þar sem það ætti ekki að taka gildi fyrr en 1. nóvember. „Guð minn góður, hvert erum við komin?“ spurði Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, til að mynda. Bryndís Haraldsdóttir kvaðst rasandi á útspili þingforsetans.Vísir/Ívar Fannar Taki neitunarvald minnihlutans úr sambandi Fulltrúar meirihlutans litu beitingu ákvæðisins allt öðrum augum, og töldu einhverjir þeirra viðbrögð stjórnarandstöðunnar einkennast af frekju. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði til að mynda að mikilvægt væri að málið, sem er það mest rædda á þingi síðan mælingar um slíkt hófust, fengi þinglega meðferð. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem standi ekki vörð um það að minnihlutinn hafi neitunarvald. „Heldur einmitt, lýðræði í landinu.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók í sama streng. Minnihlutinn hefði ekki neitunarvald, heldur væru ágreiningsmál á Alþingi Íslendinga útkljáð í atkvæðagreiðslu. „Það er það sem er í uppsiglingu, og ég virði ákvörðun forseta heilshugar,“ sagði Sigmar. Vísunartillögur minnihlutans stráfelldar Umræður fram að atkvæðagreiðslunni stóðu í um klukkustund. Þegar atkvæðagreiðslan, sem fór fram með nafnakalli, hófst vildi fjöldi þingmanna gera grein fyrir atkvæðum sínum. Hér að neðan má sjá atkvæðagreiðsluna fara fram, og þingmenn gera grein fyrir atkvæðum sínum. Fór svo að tillaga Þórunnar var samþykkt, með 34 atkvæðum meirihlutans gegn 20. Við tók klukkustundarlangt hlé sem sumir þingmenn hafa eflaust þurft á að halda til að anda í kviðinn, enda mikið hitamál sem hafði verið til umræðu. Að loknu hléi gengu þingmenn aftur inn í salinn og tóku til við að ræða málin áfram, en þegar hér komið sögu var komið að því að greiða atkvæði um veiðigjaldafrumvarpið sjálft. Fyrst lagði stjórnarandstaðan þó fram tvær dagskrártillögur. Önnur sneri að því að vísa málinu frá, en hin að því að málinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnar. Báðar voru felldar. Þá var loks komið að eiginlegri atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Einhverjir þingmenn nýttu enn tækifærið til þess að koma upp í pontu og gera grein fyrir atkvæði sínu, en þeim virðist hafa verið orðið löngu ljóst í hvað stefndi. Málið yrði samþykkt af meirihlutanum og gengi síðan til þriðju umræðu og atvinnuveganefndar. Sú varð raunin, en atvinnuveganefnd fundaði um málið klukkan fjögur í dag. Gestir á fundinum voru fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, en þeir hafa ekki áður komið fyrir nefndina við meðferð málsins. Ráðgert er að málið verði svo tekið til þriðju umræðu á morgun, samkvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni flokks fólksins og formanni atvinnuveganefndar. Ekki liggur fyrir hversu langan tíma sú umræða kemur til með að taka, en ræðutími þingmanna er ekki ótakmarkaður í þriðju umræðu líkt og í annarri. Eftir þriðju umræðu fer málið til atkvæðagreiðslu. Vöruðu við því að fordæmi yrði sett Auk þess að hafa lýst óánægju sinni með ákvörðun þingforsetans vöruðu margir stjórnarandstöðuþingmenn við því að hún hefði skapað hættulegt fordæmi. „Ég spyr, virðulegi forseti: Er búið að taka lýðræðið úr sambandi, og verður þetta núna venjan? Verður þetta notað á samsköttun hjóna, verður þetta notað til að koma okkur inn í Evrópusambandið? Hvað er næst? Kjarnorkuákvæðið, á eina litla skattahækkun,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til að mynda. Þá sagði Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, að með því að samþykkja tillöguna hefði meirihlutinn breytt því hvernig Alþingi starfi. Málið verði þeim þingmönnum til ævarandi skammar. „Og þegar þetta mál, jafn illa unnið og brogað og það er, lendir fyrir dómstólum, sem mun gerast við fyrstu álagningu á grundvelli þess sem hér á að keyra í gegn, þá verður skömm ykkar, sem þetta hafið gert, enn meiri. Hún verður rifjuð upp, það megið þið vita, virðulegu þingmenn.“ Að sama skapi sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, að hann gæti ekki tekið undir með ráðherrum sem flissuðu að varnaðarorðum hans í pontu. „Það er enginn hlátur í huga þeirra sem átta sig á því hvaða afleiðingar þessi vinnubrögð hafa fyrir Alþingi Íslendinga,“ sagði Guðlaugur. Ósagt skal látið hvort afleiðingar af beitingu ákvæðisins verði alvarlegar eða ekki, en ljóst er að áhrifin kunna að verða mikil. Hvort sem þau sjást í breytingum á þingskaparlögum, ósamvinnuþýði stjórnarandstöðunnar, tíðari beitingu ákvæðisins hjá meirihluta hvers tíma, eða breyttu vinnulagi minnihluta hvers tíma þegar kemur að málþófi framtíðarinnar.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira