Fótbolti

EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðju­stund og Copacabana

Valur Páll Eiríksson skrifar
Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson fóru yfir sviðið í lokaþætti þessa móts af EM í dag.
Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson fóru yfir sviðið í lokaþætti þessa móts af EM í dag. Sýn/Anton

Komið var að kveðjustund hjá Aroni Guðmundssyni og Sindra Sverrissyni sem fylgdu landsliði kvenna eftir á vonbrigðamóti þar sem allir þrír leikir töpuðust á EM í Sviss. Þeir gerðu mótið upp og litu til framtíðar í lokaþætti EM í dag.

Klippa: EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana

Ísland tapaði lokaleik sínum 4-3 fyrir Noregi í gærkvöld og fylgdi þar með eftir 1-0 tapi fyrir Finnum og 2-0 tapi fyrir Svisslendingum í A-riðli mótsins. Fyrirfram var þetta slakasti riðill mótsins og hrein og klár vonbrigði að ekki hafi farið betur en raun ber vitni.

Nóg er hins vegar komið af neikvæðni og mikilvægir leikir við Norður-Írland í umspili Þjóðadeildar næstir á dagskrá áður en kemur að undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu árið 2027.

Þáttinn má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×