„Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 10:29 Guðrún er ekki ánægð með ákvörðun forseta. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu. Gengið til atkvæða án umræðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda við upphaf þingfundar í dag. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Þegar ákvæðinu er beitt er gengið til atkvæðagreiðslu án umræðu en þingmönnum gefst þó tækifæri á að ræða atkvæðagreiðsluna. Það gerði meðal annarra Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum „Frú forseti, ég harma þessa tillögu forseta. Þetta eru alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki, svokallað kjarnorkuákvæði.“ Ástæðan fyrir því að ákvæðinu hafi ekki verið beitt í 66 ár sé að það sé talið svo íþyngjandi inngrip í þingræðið og málfrelsi þingmanna að það eigi einungis að vera notað í ítrustu neyð. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum hér. Kristrún Frostadóttir er þar með fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Tók til máls öðru sinni Guðrún lét sér ekki eina ræðu duga um atkvæðagreiðsluna heldur steig hún aftur í pontu. „Alla okkar lýðveldissögu hefur verið óskrifuð pólitísk sátt um að beiting 71. greinar sé síðasta úrræðið sem einungis á að nota í ýtrustu neyð. Alla tíð, í öllum þeim erfiðu málum sem þingið hefur þurft að leysa úr, hafa þingmenn sýnt þroska, virðingu og skilning á því að þingið á að vera vettvangur umræðu en ekki þöggunar. Og hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlutanum.“ Það hafi verið staðan allt þar til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum. Hún muni setja mark sitt á söguna sem fyrsta ríkisstjórnin sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun. Kristrún Frostadóttir, valdi að beita úrræði sem hingað til hefur einungis verið notað í neyðartilvikum, svo varði þjóðarhag, vegna þeirrar einföldu ástæðu að hæstvirtur forsætisráðherra var hvorki tilbúinn í samtal né til að leita sátta. Þetta er ekki neyðartilvik. Þetta er ekki mál sem snertir þjóðaröryggi. Það er pólitísk ákvörðun tekin hér um að þagga niður í stjórnarandstöðu með þessum hætti. Ég er hrædd um að þessi vanhugsaða ákvörðun hafi sett fordæmi sem mun skaða Alþingi Íslendinga til frambúðar. Aldrei hefur nein ríkisstjórn lagst svo lágt fyrir jafnvondan málstað eins og að hækka skatta.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu. Gengið til atkvæða án umræðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda við upphaf þingfundar í dag. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Þegar ákvæðinu er beitt er gengið til atkvæðagreiðslu án umræðu en þingmönnum gefst þó tækifæri á að ræða atkvæðagreiðsluna. Það gerði meðal annarra Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum „Frú forseti, ég harma þessa tillögu forseta. Þetta eru alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki, svokallað kjarnorkuákvæði.“ Ástæðan fyrir því að ákvæðinu hafi ekki verið beitt í 66 ár sé að það sé talið svo íþyngjandi inngrip í þingræðið og málfrelsi þingmanna að það eigi einungis að vera notað í ítrustu neyð. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum hér. Kristrún Frostadóttir er þar með fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Tók til máls öðru sinni Guðrún lét sér ekki eina ræðu duga um atkvæðagreiðsluna heldur steig hún aftur í pontu. „Alla okkar lýðveldissögu hefur verið óskrifuð pólitísk sátt um að beiting 71. greinar sé síðasta úrræðið sem einungis á að nota í ýtrustu neyð. Alla tíð, í öllum þeim erfiðu málum sem þingið hefur þurft að leysa úr, hafa þingmenn sýnt þroska, virðingu og skilning á því að þingið á að vera vettvangur umræðu en ekki þöggunar. Og hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlutanum.“ Það hafi verið staðan allt þar til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum. Hún muni setja mark sitt á söguna sem fyrsta ríkisstjórnin sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun. Kristrún Frostadóttir, valdi að beita úrræði sem hingað til hefur einungis verið notað í neyðartilvikum, svo varði þjóðarhag, vegna þeirrar einföldu ástæðu að hæstvirtur forsætisráðherra var hvorki tilbúinn í samtal né til að leita sátta. Þetta er ekki neyðartilvik. Þetta er ekki mál sem snertir þjóðaröryggi. Það er pólitísk ákvörðun tekin hér um að þagga niður í stjórnarandstöðu með þessum hætti. Ég er hrædd um að þessi vanhugsaða ákvörðun hafi sett fordæmi sem mun skaða Alþingi Íslendinga til frambúðar. Aldrei hefur nein ríkisstjórn lagst svo lágt fyrir jafnvondan málstað eins og að hækka skatta.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira