„Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 10:29 Guðrún er ekki ánægð með ákvörðun forseta. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu. Gengið til atkvæða án umræðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda við upphaf þingfundar í dag. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Þegar ákvæðinu er beitt er gengið til atkvæðagreiðslu án umræðu en þingmönnum gefst þó tækifæri á að ræða atkvæðagreiðsluna. Það gerði meðal annarra Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum „Frú forseti, ég harma þessa tillögu forseta. Þetta eru alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki, svokallað kjarnorkuákvæði.“ Ástæðan fyrir því að ákvæðinu hafi ekki verið beitt í 66 ár sé að það sé talið svo íþyngjandi inngrip í þingræðið og málfrelsi þingmanna að það eigi einungis að vera notað í ítrustu neyð. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum hér. Kristrún Frostadóttir er þar með fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Tók til máls öðru sinni Guðrún lét sér ekki eina ræðu duga um atkvæðagreiðsluna heldur steig hún aftur í pontu. „Alla okkar lýðveldissögu hefur verið óskrifuð pólitísk sátt um að beiting 71. greinar sé síðasta úrræðið sem einungis á að nota í ýtrustu neyð. Alla tíð, í öllum þeim erfiðu málum sem þingið hefur þurft að leysa úr, hafa þingmenn sýnt þroska, virðingu og skilning á því að þingið á að vera vettvangur umræðu en ekki þöggunar. Og hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlutanum.“ Það hafi verið staðan allt þar til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum. Hún muni setja mark sitt á söguna sem fyrsta ríkisstjórnin sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun. Kristrún Frostadóttir, valdi að beita úrræði sem hingað til hefur einungis verið notað í neyðartilvikum, svo varði þjóðarhag, vegna þeirrar einföldu ástæðu að hæstvirtur forsætisráðherra var hvorki tilbúinn í samtal né til að leita sátta. Þetta er ekki neyðartilvik. Þetta er ekki mál sem snertir þjóðaröryggi. Það er pólitísk ákvörðun tekin hér um að þagga niður í stjórnarandstöðu með þessum hætti. Ég er hrædd um að þessi vanhugsaða ákvörðun hafi sett fordæmi sem mun skaða Alþingi Íslendinga til frambúðar. Aldrei hefur nein ríkisstjórn lagst svo lágt fyrir jafnvondan málstað eins og að hækka skatta.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu. Gengið til atkvæða án umræðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda við upphaf þingfundar í dag. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Þegar ákvæðinu er beitt er gengið til atkvæðagreiðslu án umræðu en þingmönnum gefst þó tækifæri á að ræða atkvæðagreiðsluna. Það gerði meðal annarra Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum „Frú forseti, ég harma þessa tillögu forseta. Þetta eru alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki, svokallað kjarnorkuákvæði.“ Ástæðan fyrir því að ákvæðinu hafi ekki verið beitt í 66 ár sé að það sé talið svo íþyngjandi inngrip í þingræðið og málfrelsi þingmanna að það eigi einungis að vera notað í ítrustu neyð. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum hér. Kristrún Frostadóttir er þar með fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Tók til máls öðru sinni Guðrún lét sér ekki eina ræðu duga um atkvæðagreiðsluna heldur steig hún aftur í pontu. „Alla okkar lýðveldissögu hefur verið óskrifuð pólitísk sátt um að beiting 71. greinar sé síðasta úrræðið sem einungis á að nota í ýtrustu neyð. Alla tíð, í öllum þeim erfiðu málum sem þingið hefur þurft að leysa úr, hafa þingmenn sýnt þroska, virðingu og skilning á því að þingið á að vera vettvangur umræðu en ekki þöggunar. Og hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlutanum.“ Það hafi verið staðan allt þar til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum. Hún muni setja mark sitt á söguna sem fyrsta ríkisstjórnin sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun. Kristrún Frostadóttir, valdi að beita úrræði sem hingað til hefur einungis verið notað í neyðartilvikum, svo varði þjóðarhag, vegna þeirrar einföldu ástæðu að hæstvirtur forsætisráðherra var hvorki tilbúinn í samtal né til að leita sátta. Þetta er ekki neyðartilvik. Þetta er ekki mál sem snertir þjóðaröryggi. Það er pólitísk ákvörðun tekin hér um að þagga niður í stjórnarandstöðu með þessum hætti. Ég er hrædd um að þessi vanhugsaða ákvörðun hafi sett fordæmi sem mun skaða Alþingi Íslendinga til frambúðar. Aldrei hefur nein ríkisstjórn lagst svo lágt fyrir jafnvondan málstað eins og að hækka skatta.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira