„Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 10:29 Guðrún er ekki ánægð með ákvörðun forseta. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu. Gengið til atkvæða án umræðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda við upphaf þingfundar í dag. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Þegar ákvæðinu er beitt er gengið til atkvæðagreiðslu án umræðu en þingmönnum gefst þó tækifæri á að ræða atkvæðagreiðsluna. Það gerði meðal annarra Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum „Frú forseti, ég harma þessa tillögu forseta. Þetta eru alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki, svokallað kjarnorkuákvæði.“ Ástæðan fyrir því að ákvæðinu hafi ekki verið beitt í 66 ár sé að það sé talið svo íþyngjandi inngrip í þingræðið og málfrelsi þingmanna að það eigi einungis að vera notað í ítrustu neyð. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum hér. Kristrún Frostadóttir er þar með fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Tók til máls öðru sinni Guðrún lét sér ekki eina ræðu duga um atkvæðagreiðsluna heldur steig hún aftur í pontu. „Alla okkar lýðveldissögu hefur verið óskrifuð pólitísk sátt um að beiting 71. greinar sé síðasta úrræðið sem einungis á að nota í ýtrustu neyð. Alla tíð, í öllum þeim erfiðu málum sem þingið hefur þurft að leysa úr, hafa þingmenn sýnt þroska, virðingu og skilning á því að þingið á að vera vettvangur umræðu en ekki þöggunar. Og hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlutanum.“ Það hafi verið staðan allt þar til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum. Hún muni setja mark sitt á söguna sem fyrsta ríkisstjórnin sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun. Kristrún Frostadóttir, valdi að beita úrræði sem hingað til hefur einungis verið notað í neyðartilvikum, svo varði þjóðarhag, vegna þeirrar einföldu ástæðu að hæstvirtur forsætisráðherra var hvorki tilbúinn í samtal né til að leita sátta. Þetta er ekki neyðartilvik. Þetta er ekki mál sem snertir þjóðaröryggi. Það er pólitísk ákvörðun tekin hér um að þagga niður í stjórnarandstöðu með þessum hætti. Ég er hrædd um að þessi vanhugsaða ákvörðun hafi sett fordæmi sem mun skaða Alþingi Íslendinga til frambúðar. Aldrei hefur nein ríkisstjórn lagst svo lágt fyrir jafnvondan málstað eins og að hækka skatta.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu. Gengið til atkvæða án umræðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda við upphaf þingfundar í dag. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Þegar ákvæðinu er beitt er gengið til atkvæðagreiðslu án umræðu en þingmönnum gefst þó tækifæri á að ræða atkvæðagreiðsluna. Það gerði meðal annarra Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum „Frú forseti, ég harma þessa tillögu forseta. Þetta eru alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki, svokallað kjarnorkuákvæði.“ Ástæðan fyrir því að ákvæðinu hafi ekki verið beitt í 66 ár sé að það sé talið svo íþyngjandi inngrip í þingræðið og málfrelsi þingmanna að það eigi einungis að vera notað í ítrustu neyð. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum hér. Kristrún Frostadóttir er þar með fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Tók til máls öðru sinni Guðrún lét sér ekki eina ræðu duga um atkvæðagreiðsluna heldur steig hún aftur í pontu. „Alla okkar lýðveldissögu hefur verið óskrifuð pólitísk sátt um að beiting 71. greinar sé síðasta úrræðið sem einungis á að nota í ýtrustu neyð. Alla tíð, í öllum þeim erfiðu málum sem þingið hefur þurft að leysa úr, hafa þingmenn sýnt þroska, virðingu og skilning á því að þingið á að vera vettvangur umræðu en ekki þöggunar. Og hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlutanum.“ Það hafi verið staðan allt þar til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum. Hún muni setja mark sitt á söguna sem fyrsta ríkisstjórnin sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun. Kristrún Frostadóttir, valdi að beita úrræði sem hingað til hefur einungis verið notað í neyðartilvikum, svo varði þjóðarhag, vegna þeirrar einföldu ástæðu að hæstvirtur forsætisráðherra var hvorki tilbúinn í samtal né til að leita sátta. Þetta er ekki neyðartilvik. Þetta er ekki mál sem snertir þjóðaröryggi. Það er pólitísk ákvörðun tekin hér um að þagga niður í stjórnarandstöðu með þessum hætti. Ég er hrædd um að þessi vanhugsaða ákvörðun hafi sett fordæmi sem mun skaða Alþingi Íslendinga til frambúðar. Aldrei hefur nein ríkisstjórn lagst svo lágt fyrir jafnvondan málstað eins og að hækka skatta.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira