„Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2025 14:02 Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél. Vísir/Vilhelm Samgöngustjóri Reykjavíkur segir engan vafa liggja á að fyrirkomulag bílastæðasjóðs um álagningu sekta án sektarmiða sé löglegt. Hún segist ekki hafa orðið var við óánægju með fyrirkomulagið. Fór því í nóvember árið 2023 hefur bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimbanka og tilkynningu á Ísland.is. Danir hafa notast við svipað fyrirkomulag en í síðustu viku tók þar í gildi reglugerð um að ekki þurfti að greiða stöðumælasektir nema sektarmiði sé settur á bílinn. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir segir engan vafa á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs sé löglegt. „Við störfum í samræmi við 109. grein umferðalaga og þar kemur fram að gjald skuli lagt fram með skriflegri tilkynningu sem fest er við ökutæki, afhent ökumanni eða sent með sannanlegum hætti til eiganda ökutækis,“ sagði Guðbjörg Lilja í viðtali í hádegisfréttum. „Tilkynningin er send inn á Ísland.is sem telst vera tilkynning með sannanlegum hætti.“ Segir sektir berast mínútum eftir að gjald er lagt á Hún segir að málið hafi verið rætt og skoðað í ljósi þróunar mála í Danmörku. Hún segir breytinguna sem gerð var í Reykjavík haustið 2023 hafa farið mjúklega af stað. „Það voru í raun lítil viðbrögð við því. Við byrjuðum á því að setja upplýsingamiða á bílana en því var hætt þremur mánuðum síðar. Í raun hafa engar athugasemdir borist fyrr en núna í fjölmiðlum, ég tengi þær frekar við gjöld sem einkaaðilar eru að leggja á bifreiðar fyrir afnot af bílastæðum.“ Formaður Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Kvöldfréttum í vikunni að neytendur séu ósáttir með fyrirkomulagið, sektir berist seint og ökumenn viti ekki hvað þeir hafi gert af sér. Hann segir samtökin fá kvartanir nánast daglega. „Tilkynning frá Ísland.is, hún kemur inn þar oft innan við mínútu en alltaf innan einhverra mínútna frá því gjaldið er lagt á. Greiðsluseðill birtist í heimabanka á sama tíma.“ Guðbjörg segir að þegar sekt sé birt sjái ökumaður nákvæmlega hvar brotið átti sér stað og hvers eðlis það sé. Hún segir mistök verða sem séu leiðrétt sé leitað eftir því. „Þetta fyrirkomulag að miðarnir fari ekki undir rúðuþurrkuna við höfum ekki orðið var við óánægju beint til okkar vegna þess.“ Neytendur Samgöngur Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Fór því í nóvember árið 2023 hefur bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimbanka og tilkynningu á Ísland.is. Danir hafa notast við svipað fyrirkomulag en í síðustu viku tók þar í gildi reglugerð um að ekki þurfti að greiða stöðumælasektir nema sektarmiði sé settur á bílinn. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir segir engan vafa á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs sé löglegt. „Við störfum í samræmi við 109. grein umferðalaga og þar kemur fram að gjald skuli lagt fram með skriflegri tilkynningu sem fest er við ökutæki, afhent ökumanni eða sent með sannanlegum hætti til eiganda ökutækis,“ sagði Guðbjörg Lilja í viðtali í hádegisfréttum. „Tilkynningin er send inn á Ísland.is sem telst vera tilkynning með sannanlegum hætti.“ Segir sektir berast mínútum eftir að gjald er lagt á Hún segir að málið hafi verið rætt og skoðað í ljósi þróunar mála í Danmörku. Hún segir breytinguna sem gerð var í Reykjavík haustið 2023 hafa farið mjúklega af stað. „Það voru í raun lítil viðbrögð við því. Við byrjuðum á því að setja upplýsingamiða á bílana en því var hætt þremur mánuðum síðar. Í raun hafa engar athugasemdir borist fyrr en núna í fjölmiðlum, ég tengi þær frekar við gjöld sem einkaaðilar eru að leggja á bifreiðar fyrir afnot af bílastæðum.“ Formaður Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Kvöldfréttum í vikunni að neytendur séu ósáttir með fyrirkomulagið, sektir berist seint og ökumenn viti ekki hvað þeir hafi gert af sér. Hann segir samtökin fá kvartanir nánast daglega. „Tilkynning frá Ísland.is, hún kemur inn þar oft innan við mínútu en alltaf innan einhverra mínútna frá því gjaldið er lagt á. Greiðsluseðill birtist í heimabanka á sama tíma.“ Guðbjörg segir að þegar sekt sé birt sjái ökumaður nákvæmlega hvar brotið átti sér stað og hvers eðlis það sé. Hún segir mistök verða sem séu leiðrétt sé leitað eftir því. „Þetta fyrirkomulag að miðarnir fari ekki undir rúðuþurrkuna við höfum ekki orðið var við óánægju beint til okkar vegna þess.“
Neytendur Samgöngur Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira