„Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. júlí 2025 12:09 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stöðuna alvarlega. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir þjóðina þurfa að vita hvernig stjórnarandstaðan hegði sér á bak við tjöldin. Hún fordæmir fordæmalausa ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi án samráðs við forseta og segir minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í viðtali við fréttastofu á Alþingi í dag eftir róstursaman morgun á þingi. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ segir hún. „Fyrir það fyrsta hefur minnihlutinn fullyrt við okkur að þau muni ekki klára umræðu um nokkuð annað mál né leyfa því að fara í atkvæðagreiðslu fyrr en við höfum gengið að þeirra kröfu í veiðigjaldamálinu. Þetta er ástæðan fyrir því að það hafa ekki önnur mál ratað á dagskrá, og löngum þingfundum, nema veiðigjaldið. Í öðru lagi voru kröfur þeirra í veiðigjaldsmálinu þess háttar að þeir lögðu fram í lokuðu umslagi yfir borðið sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það, leggja það fram sem okkar eigið,“ segir hún þung á svip. Ríkisstjórnin gefi sig ekki Hún segir það hafa tekið tíma fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar að fá minnihlutann til að ræða kerfisbreytingar stjórnarinnar en að þá hafi minnihlutinn gert þá kröfu að frumvarpið tæki gildi eftir að kjörtímabilinu lyki. „Það hefur ríkt trúnaður um þessi samtöl en formaður Framsóknarflokksins rauf þann trúnað í gærkvöldi,“ segir Kristrún og vísar þar til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að Kristrún hefði staðið í vegi fyrir því að þinglokasamningar næðust. Kristrún segir minnihlutann hafa skyldu til að hleypa málum ríkisstjórnarinnar í lýðræðislega atkvæðagreiðslu og að hún muni ekki gefa sig. Þurfi að verja lýðveldið fyrir minnihlutanum Hún fordæmir ákvörðun Hildar Sverrisdóttur. „Það er auðvitað alvarleg það atvik sem kom hér upp og er fordæmalaust í sögu Alþingis, að varaforseti Alþingis sem situr í umboði forseta slíti hér þingi án samráðs við forseta. Við verðum að fordæma þetta og þetta er gríðarlega alvarlegt atvik,“ segir hún. „Síðan er staðan sú að það hefur verið fordæmalaus staða í þessum þinglokaviðræðum. Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin. Ég hef þá stöðu núna í höndunum að þurfa að verja lýðveldið fyrir þessari hegðun minnihlutans sem á sér engin fordæmi í sögunni og við munum taka það alvarlega,“ segir Kristrún. Hún er ómyrk í máli. „Það liggur alveg fyrir að minnihlutanum ber að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninga þó þeir hafi sín réttindi. Við munum leiða þetta mál til lykta, þessu máli mun ljúka og þetta mál endar í atkvæðagreiðslu,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í viðtali við fréttastofu á Alþingi í dag eftir róstursaman morgun á þingi. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ segir hún. „Fyrir það fyrsta hefur minnihlutinn fullyrt við okkur að þau muni ekki klára umræðu um nokkuð annað mál né leyfa því að fara í atkvæðagreiðslu fyrr en við höfum gengið að þeirra kröfu í veiðigjaldamálinu. Þetta er ástæðan fyrir því að það hafa ekki önnur mál ratað á dagskrá, og löngum þingfundum, nema veiðigjaldið. Í öðru lagi voru kröfur þeirra í veiðigjaldsmálinu þess háttar að þeir lögðu fram í lokuðu umslagi yfir borðið sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það, leggja það fram sem okkar eigið,“ segir hún þung á svip. Ríkisstjórnin gefi sig ekki Hún segir það hafa tekið tíma fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar að fá minnihlutann til að ræða kerfisbreytingar stjórnarinnar en að þá hafi minnihlutinn gert þá kröfu að frumvarpið tæki gildi eftir að kjörtímabilinu lyki. „Það hefur ríkt trúnaður um þessi samtöl en formaður Framsóknarflokksins rauf þann trúnað í gærkvöldi,“ segir Kristrún og vísar þar til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að Kristrún hefði staðið í vegi fyrir því að þinglokasamningar næðust. Kristrún segir minnihlutann hafa skyldu til að hleypa málum ríkisstjórnarinnar í lýðræðislega atkvæðagreiðslu og að hún muni ekki gefa sig. Þurfi að verja lýðveldið fyrir minnihlutanum Hún fordæmir ákvörðun Hildar Sverrisdóttur. „Það er auðvitað alvarleg það atvik sem kom hér upp og er fordæmalaust í sögu Alþingis, að varaforseti Alþingis sem situr í umboði forseta slíti hér þingi án samráðs við forseta. Við verðum að fordæma þetta og þetta er gríðarlega alvarlegt atvik,“ segir hún. „Síðan er staðan sú að það hefur verið fordæmalaus staða í þessum þinglokaviðræðum. Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin. Ég hef þá stöðu núna í höndunum að þurfa að verja lýðveldið fyrir þessari hegðun minnihlutans sem á sér engin fordæmi í sögunni og við munum taka það alvarlega,“ segir Kristrún. Hún er ómyrk í máli. „Það liggur alveg fyrir að minnihlutanum ber að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninga þó þeir hafi sín réttindi. Við munum leiða þetta mál til lykta, þessu máli mun ljúka og þetta mál endar í atkvæðagreiðslu,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira