Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 22:04 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Getty/Tasos Katopodis Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnir áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Bolsonaro á yfir höfði sér ákæru fyrir meinta tilraun til að snúa við úrslitum kosninga árið 2022 — ekki ólíkt Trump, sem var ákærður fyrir tilraun til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020, en eins og frægt er var sú ákæra látin niður falla þegar hann steig aftur fæti inn í Hvíta húsið. Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.AP/Luis Nova Trump hafði þegar átt í orðaskiptum við Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseta vegna réttarhalda yfir Bolsonaro fyrr í vikunni. Lula sagði að Brasilía myndi ekki samþykkja „afskipti“ frá neinum og bætti við: „Enginn er hafinn yfir lög.“ Trump hefur sent 22 bréf til landa um allan heim í þessari viku, þar á meðal vinaþjóða eins og Japans, Suður-Kóreu og Srí Lanka, þar sem hann lýsir yfir nýjum tollum á vörur þeirra sem taka gildi 1. ágúst, rétt tollar á Evrópusambandið sem hefðu tekið gildi í dag hefði Trump ekki frestað þeim aftur. Þessar tollayfirlýsingar hafa að mestu þjónað þeim tilgangi að endurvekja áætlanir sem Trump lagði fram í apríl en voru síðan settar á ís eftir að fjármálamarkaðir brugðust illa við og viðræður hófust milli Bandaríkjanna og 90 annarra þjóða um að draga úr tollunum. Skilaboðin til Brasilíu eru þó mun hvassari þar sem Trump hótar verulegri hækkun á tollunum sem hafa hingað til staðið í 10 prósentum, eins og á Íslandi. Donald Trump Brasilía Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Hann tilkynnir áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Bolsonaro á yfir höfði sér ákæru fyrir meinta tilraun til að snúa við úrslitum kosninga árið 2022 — ekki ólíkt Trump, sem var ákærður fyrir tilraun til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020, en eins og frægt er var sú ákæra látin niður falla þegar hann steig aftur fæti inn í Hvíta húsið. Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.AP/Luis Nova Trump hafði þegar átt í orðaskiptum við Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseta vegna réttarhalda yfir Bolsonaro fyrr í vikunni. Lula sagði að Brasilía myndi ekki samþykkja „afskipti“ frá neinum og bætti við: „Enginn er hafinn yfir lög.“ Trump hefur sent 22 bréf til landa um allan heim í þessari viku, þar á meðal vinaþjóða eins og Japans, Suður-Kóreu og Srí Lanka, þar sem hann lýsir yfir nýjum tollum á vörur þeirra sem taka gildi 1. ágúst, rétt tollar á Evrópusambandið sem hefðu tekið gildi í dag hefði Trump ekki frestað þeim aftur. Þessar tollayfirlýsingar hafa að mestu þjónað þeim tilgangi að endurvekja áætlanir sem Trump lagði fram í apríl en voru síðan settar á ís eftir að fjármálamarkaðir brugðust illa við og viðræður hófust milli Bandaríkjanna og 90 annarra þjóða um að draga úr tollunum. Skilaboðin til Brasilíu eru þó mun hvassari þar sem Trump hótar verulegri hækkun á tollunum sem hafa hingað til staðið í 10 prósentum, eins og á Íslandi.
Donald Trump Brasilía Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira