Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 22:04 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Getty/Tasos Katopodis Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnir áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Bolsonaro á yfir höfði sér ákæru fyrir meinta tilraun til að snúa við úrslitum kosninga árið 2022 — ekki ólíkt Trump, sem var ákærður fyrir tilraun til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020, en eins og frægt er var sú ákæra látin niður falla þegar hann steig aftur fæti inn í Hvíta húsið. Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.AP/Luis Nova Trump hafði þegar átt í orðaskiptum við Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseta vegna réttarhalda yfir Bolsonaro fyrr í vikunni. Lula sagði að Brasilía myndi ekki samþykkja „afskipti“ frá neinum og bætti við: „Enginn er hafinn yfir lög.“ Trump hefur sent 22 bréf til landa um allan heim í þessari viku, þar á meðal vinaþjóða eins og Japans, Suður-Kóreu og Srí Lanka, þar sem hann lýsir yfir nýjum tollum á vörur þeirra sem taka gildi 1. ágúst, rétt tollar á Evrópusambandið sem hefðu tekið gildi í dag hefði Trump ekki frestað þeim aftur. Þessar tollayfirlýsingar hafa að mestu þjónað þeim tilgangi að endurvekja áætlanir sem Trump lagði fram í apríl en voru síðan settar á ís eftir að fjármálamarkaðir brugðust illa við og viðræður hófust milli Bandaríkjanna og 90 annarra þjóða um að draga úr tollunum. Skilaboðin til Brasilíu eru þó mun hvassari þar sem Trump hótar verulegri hækkun á tollunum sem hafa hingað til staðið í 10 prósentum, eins og á Íslandi. Donald Trump Brasilía Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Hann tilkynnir áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Bolsonaro á yfir höfði sér ákæru fyrir meinta tilraun til að snúa við úrslitum kosninga árið 2022 — ekki ólíkt Trump, sem var ákærður fyrir tilraun til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020, en eins og frægt er var sú ákæra látin niður falla þegar hann steig aftur fæti inn í Hvíta húsið. Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.AP/Luis Nova Trump hafði þegar átt í orðaskiptum við Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseta vegna réttarhalda yfir Bolsonaro fyrr í vikunni. Lula sagði að Brasilía myndi ekki samþykkja „afskipti“ frá neinum og bætti við: „Enginn er hafinn yfir lög.“ Trump hefur sent 22 bréf til landa um allan heim í þessari viku, þar á meðal vinaþjóða eins og Japans, Suður-Kóreu og Srí Lanka, þar sem hann lýsir yfir nýjum tollum á vörur þeirra sem taka gildi 1. ágúst, rétt tollar á Evrópusambandið sem hefðu tekið gildi í dag hefði Trump ekki frestað þeim aftur. Þessar tollayfirlýsingar hafa að mestu þjónað þeim tilgangi að endurvekja áætlanir sem Trump lagði fram í apríl en voru síðan settar á ís eftir að fjármálamarkaðir brugðust illa við og viðræður hófust milli Bandaríkjanna og 90 annarra þjóða um að draga úr tollunum. Skilaboðin til Brasilíu eru þó mun hvassari þar sem Trump hótar verulegri hækkun á tollunum sem hafa hingað til staðið í 10 prósentum, eins og á Íslandi.
Donald Trump Brasilía Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira