Davíð hafi lagt Golíat Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2025 16:29 Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða, og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, eru meðal þeirra sem rita undir yfirlýsinguna. Þau voru í Hæstarétti í morgun þegar dómurinn var kveðinn upp. Vísir/Ívar Fannar Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. Í yfirlýsingu sem formenn sjö náttúruverndarsamtaka undirrita segir að niðurstaða Hæstaréttar sé mikill sigur fyrir náttúru og lífríki Þjórsár og þau telji þjóðina standa í þakkarskuld við landeigendur sem lögðu af stað í leiðangur gegn ofurefli Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Hér má segja að Davíð hafi lagt Golíat í baráttu sem staðið hefur yfir í aldarfjórðung.“ Áfellisdómur yfir stefnu stjórnvalda Þetta sé í þriðja skiptið sem virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar er fellt úr gildi; fyrst með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní 2023, þá með dómi héraðsdóms í janúar á þessu ári og loks dómi Hæstaréttar í dag. Það sé mikill áfellisdómur yfir stórvirkjanastefnu stjórnvalda og Landsvirkjunar, og stjórnsýslunni allri, að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi ítrekað verið fellt úr gildi. Verra sé að Landsvirkjun og stjórnvöld virði þær niðurstöður ekki. Afar mikilvægt sé að dómur æðsta dómstigs verði virtur og öllum framkvæmdum við ána, sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði vegna Hvammsvirkjunar verði tafarlaust hætt, enda sé ótækt að unnið sé í stórvirkjun með óafturkræfum náttúruspjöllum og óheyrilegum tilkostnaði af almannafé. Fyrirséð sé að leyfi sveitarfélaga verði nú felld úr gildi þegar ekkert er virkjunarleyfið. Ráðherra sýni vanvirðingu Fyrstu viðbrögð umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar, sem segja að haldið verði áfram óháð dómi Hæstaréttar og sótt um nýtt leyfi í krafti nýrrar löggjafar, séu fyrirsjáanleg. „Þau sýna náttúru, samfélagi og dómi Hæstaréttar vanvirðingu.“ Undir yfirlýsinguna rita Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd, Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugriðum,Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Elvar Örn Friðriksson, NASF á Íslandi, Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungum umhverfissinnum, Sigþrúður Jónsdóttir, Vinum Þjórsárvera, og Soffía Sigurðardóttir, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands. Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Í yfirlýsingu sem formenn sjö náttúruverndarsamtaka undirrita segir að niðurstaða Hæstaréttar sé mikill sigur fyrir náttúru og lífríki Þjórsár og þau telji þjóðina standa í þakkarskuld við landeigendur sem lögðu af stað í leiðangur gegn ofurefli Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Hér má segja að Davíð hafi lagt Golíat í baráttu sem staðið hefur yfir í aldarfjórðung.“ Áfellisdómur yfir stefnu stjórnvalda Þetta sé í þriðja skiptið sem virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar er fellt úr gildi; fyrst með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní 2023, þá með dómi héraðsdóms í janúar á þessu ári og loks dómi Hæstaréttar í dag. Það sé mikill áfellisdómur yfir stórvirkjanastefnu stjórnvalda og Landsvirkjunar, og stjórnsýslunni allri, að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi ítrekað verið fellt úr gildi. Verra sé að Landsvirkjun og stjórnvöld virði þær niðurstöður ekki. Afar mikilvægt sé að dómur æðsta dómstigs verði virtur og öllum framkvæmdum við ána, sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði vegna Hvammsvirkjunar verði tafarlaust hætt, enda sé ótækt að unnið sé í stórvirkjun með óafturkræfum náttúruspjöllum og óheyrilegum tilkostnaði af almannafé. Fyrirséð sé að leyfi sveitarfélaga verði nú felld úr gildi þegar ekkert er virkjunarleyfið. Ráðherra sýni vanvirðingu Fyrstu viðbrögð umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar, sem segja að haldið verði áfram óháð dómi Hæstaréttar og sótt um nýtt leyfi í krafti nýrrar löggjafar, séu fyrirsjáanleg. „Þau sýna náttúru, samfélagi og dómi Hæstaréttar vanvirðingu.“ Undir yfirlýsinguna rita Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd, Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugriðum,Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Elvar Örn Friðriksson, NASF á Íslandi, Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungum umhverfissinnum, Sigþrúður Jónsdóttir, Vinum Þjórsárvera, og Soffía Sigurðardóttir, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands.
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira