Davíð hafi lagt Golíat Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2025 16:29 Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða, og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, eru meðal þeirra sem rita undir yfirlýsinguna. Þau voru í Hæstarétti í morgun þegar dómurinn var kveðinn upp. Vísir/Ívar Fannar Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. Í yfirlýsingu sem formenn sjö náttúruverndarsamtaka undirrita segir að niðurstaða Hæstaréttar sé mikill sigur fyrir náttúru og lífríki Þjórsár og þau telji þjóðina standa í þakkarskuld við landeigendur sem lögðu af stað í leiðangur gegn ofurefli Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Hér má segja að Davíð hafi lagt Golíat í baráttu sem staðið hefur yfir í aldarfjórðung.“ Áfellisdómur yfir stefnu stjórnvalda Þetta sé í þriðja skiptið sem virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar er fellt úr gildi; fyrst með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní 2023, þá með dómi héraðsdóms í janúar á þessu ári og loks dómi Hæstaréttar í dag. Það sé mikill áfellisdómur yfir stórvirkjanastefnu stjórnvalda og Landsvirkjunar, og stjórnsýslunni allri, að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi ítrekað verið fellt úr gildi. Verra sé að Landsvirkjun og stjórnvöld virði þær niðurstöður ekki. Afar mikilvægt sé að dómur æðsta dómstigs verði virtur og öllum framkvæmdum við ána, sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði vegna Hvammsvirkjunar verði tafarlaust hætt, enda sé ótækt að unnið sé í stórvirkjun með óafturkræfum náttúruspjöllum og óheyrilegum tilkostnaði af almannafé. Fyrirséð sé að leyfi sveitarfélaga verði nú felld úr gildi þegar ekkert er virkjunarleyfið. Ráðherra sýni vanvirðingu Fyrstu viðbrögð umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar, sem segja að haldið verði áfram óháð dómi Hæstaréttar og sótt um nýtt leyfi í krafti nýrrar löggjafar, séu fyrirsjáanleg. „Þau sýna náttúru, samfélagi og dómi Hæstaréttar vanvirðingu.“ Undir yfirlýsinguna rita Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd, Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugriðum,Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Elvar Örn Friðriksson, NASF á Íslandi, Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungum umhverfissinnum, Sigþrúður Jónsdóttir, Vinum Þjórsárvera, og Soffía Sigurðardóttir, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands. Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Í yfirlýsingu sem formenn sjö náttúruverndarsamtaka undirrita segir að niðurstaða Hæstaréttar sé mikill sigur fyrir náttúru og lífríki Þjórsár og þau telji þjóðina standa í þakkarskuld við landeigendur sem lögðu af stað í leiðangur gegn ofurefli Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Hér má segja að Davíð hafi lagt Golíat í baráttu sem staðið hefur yfir í aldarfjórðung.“ Áfellisdómur yfir stefnu stjórnvalda Þetta sé í þriðja skiptið sem virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar er fellt úr gildi; fyrst með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní 2023, þá með dómi héraðsdóms í janúar á þessu ári og loks dómi Hæstaréttar í dag. Það sé mikill áfellisdómur yfir stórvirkjanastefnu stjórnvalda og Landsvirkjunar, og stjórnsýslunni allri, að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi ítrekað verið fellt úr gildi. Verra sé að Landsvirkjun og stjórnvöld virði þær niðurstöður ekki. Afar mikilvægt sé að dómur æðsta dómstigs verði virtur og öllum framkvæmdum við ána, sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði vegna Hvammsvirkjunar verði tafarlaust hætt, enda sé ótækt að unnið sé í stórvirkjun með óafturkræfum náttúruspjöllum og óheyrilegum tilkostnaði af almannafé. Fyrirséð sé að leyfi sveitarfélaga verði nú felld úr gildi þegar ekkert er virkjunarleyfið. Ráðherra sýni vanvirðingu Fyrstu viðbrögð umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar, sem segja að haldið verði áfram óháð dómi Hæstaréttar og sótt um nýtt leyfi í krafti nýrrar löggjafar, séu fyrirsjáanleg. „Þau sýna náttúru, samfélagi og dómi Hæstaréttar vanvirðingu.“ Undir yfirlýsinguna rita Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd, Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugriðum,Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Elvar Örn Friðriksson, NASF á Íslandi, Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungum umhverfissinnum, Sigþrúður Jónsdóttir, Vinum Þjórsárvera, og Soffía Sigurðardóttir, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands.
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira