Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Árni Sæberg og Auðun Georg Ólafsson skrifa 9. júlí 2025 13:23 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Er Hvammsvirkjun þá út úr myndinni? „Nei, það er alls ekki þannig. Það eru bara ágallar í málsmeðferðinni. Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um nýtt leyfi Hörður segir að Landsvirkjun muni nú leggjast yfir dóminn en líklegast sé að sækja þurfi um nýtt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. „Alþingi hefur breytt lögunum núna sem eru í þeim anda sem stjórnvöld vilja þannig að Umhverfisstofnun er heimilt að veita breytingum á svokölluðu vatnshloti. Ef þessi túlkun er, sem staðfest er af Hæstarétti, þá væri í raun útilokað að framkvæmda allar vatnsaflsvirkjanir og allar stærri framkvæmdir á Íslandi svo sem brúarframkvæmdir eða vegaframkvæmdir. Það er mjög mikilvægt að Alþingi greip hratt inn í og breytti lögunum en þessi dómur er á grundvelli eldri laga.“ Dómurinn sé ekki stefnumarkandi varðandi aðrar framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, enda hafi lögunum þegar verið breytt. „Þetta veldur enn og aftur töfum á þessu mikilvæga verkefni fyrir samfélagið. Skaðinn er mestur fyrir samfélagið þar sem mikil þörf er fyrir orku og þetta mun hafa mjög neikvæð áhrif á ýmsan atvinnurekstur.“ Búast megi við umtalsverðum seinkunum Hörður segir Landsvirkjun eigi eftir að meta hversu lengi niðurstaða Hæstaréttar muni tefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Hrósa beri stjórnvöldum, sérstaklega umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa stigið hratt inn og breytt lögunum, svo að ný leyfisveiting geti, vonandi, gengið hratt fyrir sig. Þær lagabreytingar hafi þó ekki getað haft áhrif á dóm Hæstaréttar, enda geti lög eftir á ekki breytt neinu. Því miður megi búast við umtalsverðum töfum á framkvæmdum. „Það þarf að sækja um virkjunarleyfi aftur og svo framkvæmdarleyfi í kjölfarið á því. Það er líka heimild, sem sett voru í lögin, sem við munum nýta okkur til að sækja um bráðabirgðarleyfi. Það mun eingöngu verða til þess að lágmarka það tjón sem við verðum fyrir svo við getum lokið þeim undirbúningsframkvæmdum sem við erum með núna. Það verða umtalsverðar seinkanir, en hversu miklar á bara eftir að koma í ljós. Vilji Alþingis er þó algjörlega skýr og sjaldan verið jafn mikill stuðningur við nokkra framkvæmd eins og þessa sem hefur líka verið rannsökuð í þaula. Það er ekki verið að hafna virkjuninni vegna ágalla á henni heldur á grundvelli ágalla í leyfisveitingarferlinu sem því miður hefur verið innleitt á Íslandi og ekki vandað nógu vel til.“ Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Er Hvammsvirkjun þá út úr myndinni? „Nei, það er alls ekki þannig. Það eru bara ágallar í málsmeðferðinni. Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um nýtt leyfi Hörður segir að Landsvirkjun muni nú leggjast yfir dóminn en líklegast sé að sækja þurfi um nýtt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. „Alþingi hefur breytt lögunum núna sem eru í þeim anda sem stjórnvöld vilja þannig að Umhverfisstofnun er heimilt að veita breytingum á svokölluðu vatnshloti. Ef þessi túlkun er, sem staðfest er af Hæstarétti, þá væri í raun útilokað að framkvæmda allar vatnsaflsvirkjanir og allar stærri framkvæmdir á Íslandi svo sem brúarframkvæmdir eða vegaframkvæmdir. Það er mjög mikilvægt að Alþingi greip hratt inn í og breytti lögunum en þessi dómur er á grundvelli eldri laga.“ Dómurinn sé ekki stefnumarkandi varðandi aðrar framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, enda hafi lögunum þegar verið breytt. „Þetta veldur enn og aftur töfum á þessu mikilvæga verkefni fyrir samfélagið. Skaðinn er mestur fyrir samfélagið þar sem mikil þörf er fyrir orku og þetta mun hafa mjög neikvæð áhrif á ýmsan atvinnurekstur.“ Búast megi við umtalsverðum seinkunum Hörður segir Landsvirkjun eigi eftir að meta hversu lengi niðurstaða Hæstaréttar muni tefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Hrósa beri stjórnvöldum, sérstaklega umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa stigið hratt inn og breytt lögunum, svo að ný leyfisveiting geti, vonandi, gengið hratt fyrir sig. Þær lagabreytingar hafi þó ekki getað haft áhrif á dóm Hæstaréttar, enda geti lög eftir á ekki breytt neinu. Því miður megi búast við umtalsverðum töfum á framkvæmdum. „Það þarf að sækja um virkjunarleyfi aftur og svo framkvæmdarleyfi í kjölfarið á því. Það er líka heimild, sem sett voru í lögin, sem við munum nýta okkur til að sækja um bráðabirgðarleyfi. Það mun eingöngu verða til þess að lágmarka það tjón sem við verðum fyrir svo við getum lokið þeim undirbúningsframkvæmdum sem við erum með núna. Það verða umtalsverðar seinkanir, en hversu miklar á bara eftir að koma í ljós. Vilji Alþingis er þó algjörlega skýr og sjaldan verið jafn mikill stuðningur við nokkra framkvæmd eins og þessa sem hefur líka verið rannsökuð í þaula. Það er ekki verið að hafna virkjuninni vegna ágalla á henni heldur á grundvelli ágalla í leyfisveitingarferlinu sem því miður hefur verið innleitt á Íslandi og ekki vandað nógu vel til.“
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira