Fótbolti

Stað­festir eina breytingu á byrjunar­liðinu í leiknum á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðný Árnadóttir fer hér meidd af velli í leiknum á móti Sviss.
Guðný Árnadóttir fer hér meidd af velli í leiknum á móti Sviss. Getty/Manuel Winterberger

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, ætlar að gera einhverjar breytingar á byrjunarliði sínu í leiknum á móti Noregi á Evrópumótinu á morgun. Hann sagði þó á blaðamannafundi í dag að þær verða ekki margar.

Þorsteinn staðfesti samt eina breytingu á byrjunarliðinu. Guðný Árnadóttir er meidd og missir því af leiknum.

Guðný hefur byrjað báða leiki íslenska liðsins á Evrópumótinu til þessa en fór meidd af velli í fyrri hálfleik.

Guðný tognaði aftan í læri eftir rúmlega hálftíma leik og gat ekki haldið áfram.

Þegar Guðný fór af velli þá kom Sædís Rún Heiðarsdóttir inn í liðið en hún hefur komið snemma inn í báða leikina.

Sædís fór í vinstri bakvörðinn en Guðrún Arnardóttir færði sig yfir í hægri bakvörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×