Fótbolti

„Þetta er það sem að mann dreymdi um“

Aron Guðmundsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir er landsliðsþjálfari belgíska landsliðsins sem tekur þátt á komandi Evrópumóti í fótbolta í Sviss.
Elísabet Gunnarsdóttir er landsliðsþjálfari belgíska landsliðsins sem tekur þátt á komandi Evrópumóti í fótbolta í Sviss. Vísir/Getty

Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari.

„Mér finnst þetta bara geggjað,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar um landsliðsþjálfarastarfið. Ég þarf stundum að minna sjálfa mig á að þetta er það sem að manni dreymdi um þegar að maður var yngri. Það var að vera akkúrat í þessum sporum. Ég hef oft hugsað á leiðinni hvort ég hefði átt að gera þetta fyrr eða bíða með það. Hugsaði að ég ætti að verða landsliðsþjálfari þegar að ég væri orðin gráhærð. Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman, mikil áskorun og ótrúlega lærdómsríkt. Gaman að vinna með metnaðarfullum leikmönnum sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar í því að vinna fyrir þjóðina.“

Klippa: „Þetta er það sem að manni dreymdi um“

Elísabet hafði fyrir haslað sér völl sem þjálfari fyrirliða, til að mynda Kristianstad í Svíþjóð. En á landsliðsþjálfarastarfið betur við hana heldur en félagsliða?

„Mér finnst bæði jafn skemmtilegt og ætla ekkert að útiloka það að þjálfa félagslið aftur. Í augnablikinu er ég bara að læra svo mikið á því að vera í þessu. Svo mörg móment þar sem ég hélt ég væri betri í því sem að ég er að gera en sé að ég er ekki nógu góð í. Svo eru önnur móment þar sem að ég sé okkur ráða við hlutina. Fyrir mér er þetta starf pínulítið eins og að byrja nýjan feril og mér finnst margar opnar dyr ef ég lít inn í framtíðina.“

Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×