Fótbolti

Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað

Siggeir Ævarsson skrifar
Það er mikið álag á leikmenn Real Madrid þessa dagana og stutt í að spænska deildin byrji
Það er mikið álag á leikmenn Real Madrid þessa dagana og stutt í að spænska deildin byrji Vísir/Getty

Forráðamenn spænska stórveldisins Real Madrid hafa lagt fram formlega beiðni til spænskra knattspyrnuyfirvalda þess efnis að fyrsta leik liðsins í La Liga verði frestað en aðeins er rúmur mánuður í að deildin eigi að hefjast.

Real Madrid stendur í ströngu í heimsmeistarakeppni félagsliða þessa dagana þar sem liðið mætir PSG í undanúrslitum mótsins á morgun. Fari Real alla leið í úrslit verður síðasti leikur liðsins á mótinu sunnudaginn 13. júlí en fyrsti leikur liðsins í spænsku úrvalsdeildinni er á dagskrá þann 19. ágúst.

Hvort sem liðið fer alla leið eður ei er ljóst að sumarfrí leikmanna Real Madrid verður í styttra lagi þetta árið enda hafa flest lið í Evrópu nú þegar hafið æfingar og undirbúningstímabil. 

Sennilega er enginn sem fagnar þessari frestunarbeiðni meira en forseti spænsku deildarinnar, Javier Tebas, en hann hefur verið harður gagnrýnandi heimsmeistaramótsins og vinnur að sögn að því hörðum höndum að þetta verði í síðasta skipti sem mótið verður haldið en næsta mót er á dagskrá 2029.


Tengdar fréttir

Vellirnir hálftómir á HM félagsliða

Heimsmeistaramót félagsliða er farið af stað í Bandaríkjunum með nýju sniði. Áhorfendatölur á völlunum hefur verið umræðuefni, en það hefur gengið mis vel að selja á leiki.

Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti á mánudag að dregið verði í riðlakeppni í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða þann 5. desember næstkomandi. Fyrirhuguð keppnin hefur sætt mikilli gagnrýni víða að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×