Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 11:38 Ólafi var mjög skemmt yfir pirringi fyrrum félaga. Skjáskot/Sýn Sport Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik. Heimir vandaði Helga Mikael Jónassyni, dómara leiksins, ekki kveðjurnar í viðtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik en Stjarnan skoraði eina mark sitt í 1-1 jafnteflinu úr heldur ódýrri vítaspyrnu. Heimir fékk að sjá atvikið í viðtali gærkvöldsins og þótti kýrskýrt að ekki hefði verið brotið á Andra Rúnari Bjarnasyni sem fiskaði spyrnuna og skoraði svo úr henni sjálfur. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. „Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir sem sagði þó vera fína dómara í Bestu deildinni. Aðspurður hvort Helgi Mikael væri einn þeirra var svarið einfalt: „Nei“. Óli sprakk úr hlátri Henry Birgir Gunnarsson og Ólafur Jóhannesson tóku þá við boltanum í Subway-settinu eftir viðtalið og sjá mátti að Ólafur skemmti sér konunglega yfir viðtali Heimis og var enn hlæjandi þegar þeir félagar birtust í mynd. Klippa: Óli Jó skellihlær að Heimi Ólafur og Heimir þekkjast vel en Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH um nokkurra ára skeið og var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs áður en hann tók alfarið við sem aðalþjálfari liðsins á sínum tíma. „Þarna var reynslumikill þjálfari að tala og var eflaust að sækja sér inn einhverja punkta fyrir komandi leiki,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Aðspurður hvort hann hefði kennt Heimi þetta sagði hann: „Það held ég nú ekki. Ég hef nú alltaf talað vel um dómarana. En hann áttaði sig líklega á því í miðju viðtalinu að hann hafi verið kominn í smá ógöngur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið og umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Heimir vandaði Helga Mikael Jónassyni, dómara leiksins, ekki kveðjurnar í viðtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik en Stjarnan skoraði eina mark sitt í 1-1 jafnteflinu úr heldur ódýrri vítaspyrnu. Heimir fékk að sjá atvikið í viðtali gærkvöldsins og þótti kýrskýrt að ekki hefði verið brotið á Andra Rúnari Bjarnasyni sem fiskaði spyrnuna og skoraði svo úr henni sjálfur. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. „Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir sem sagði þó vera fína dómara í Bestu deildinni. Aðspurður hvort Helgi Mikael væri einn þeirra var svarið einfalt: „Nei“. Óli sprakk úr hlátri Henry Birgir Gunnarsson og Ólafur Jóhannesson tóku þá við boltanum í Subway-settinu eftir viðtalið og sjá mátti að Ólafur skemmti sér konunglega yfir viðtali Heimis og var enn hlæjandi þegar þeir félagar birtust í mynd. Klippa: Óli Jó skellihlær að Heimi Ólafur og Heimir þekkjast vel en Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH um nokkurra ára skeið og var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs áður en hann tók alfarið við sem aðalþjálfari liðsins á sínum tíma. „Þarna var reynslumikill þjálfari að tala og var eflaust að sækja sér inn einhverja punkta fyrir komandi leiki,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Aðspurður hvort hann hefði kennt Heimi þetta sagði hann: „Það held ég nú ekki. Ég hef nú alltaf talað vel um dómarana. En hann áttaði sig líklega á því í miðju viðtalinu að hann hafi verið kominn í smá ógöngur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið og umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30