„Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2025 13:01 Logi Einarsson segir langtímaverkefni að snúa við fjármögnun háskólakerfisins. Vísir/Vilhelm Háskólaráðherra segir ósk opinberra háskóla um hækkun skrásetningagjalda nemenda ekki koma á óvart. Hann segir íslenskt háskólakerfi vera fjármagnað undir meðaltali OECD og hafi verið lengi. Í maí sendu rektorar allra opinberu háskólanna erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra og óskuðu eftir heimild til að hækka skrásetningagjöld nemenda. Gjaldið er nú 75 þúsund krónur en háskólaráð segir raunkostnað vera 180 þúsund krónur. Logi Einarsson háskólaráðherra segir málið vera í skoðun í ráðuneytinu. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi ósk komi fram. Ég veit ekki nákvæmlega hvort 180 þúsund sé rétt tala. Hins vegar hafa skrásetningagjöld Háskólans ekki hækkað síðan 2014 en verðlag hefur hækkað síðan þannig að þetta er bara mál sem við þurfum að skoða,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu Sýnar. Hann segir að ráðuneytinu hafi borist bréf fyrir helgi og að málið verði rætt á þinginu í vetur. Engin ákvörðun um hækkun gjalda verði tekin nema með lögum. Óábyrgt sé að gefa sér niðurstöðu áður en málið sé skoðað. Í viðtali við Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í gær sagði hún háskólakerfið vera vanfjármagnað og að æskilegt væri að hið opinbera kæmi til móts við skólana. „Það er alveg rétt að við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað talsvert undir OECD meðaltali og það hefur þannig í mjög mörg ár. Það er langtímaverkefni að snúa því við,“ segir Logi. „Það sem við erum að gera núna það er að skoða með hvaða hætti við getum styrkt fjármögnunina, með hvaða hætti við getum búið til háskólasamfélag hér sem er skilvirkt og gott. Það eru sjö háskólar hér í landinu og við erum að leita allra leiða til að nýta fjármögnunina sem best.“ „Nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála“ Stúdentar hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun harðlega og þar að auki mótmælt útreikningum háskólaráðs á gjaldinu. Það eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í skólann en stúdentar vilja meina að útreikningar hafi sýnt að peningurinn væri einnig nýttur til að mæta kostnaði af skipulagi prófa og kennslu. „Mér skilst að í gegnum tíðina þá hafi verið ágreiningur á milli stúdenta og skólanna um hver kostnaðurinn raunverulega er. Það er mjög mikilvægt að ráðuneytið fái öll gögn frá háskólanum þannig að við getum lagt mat á þetta. Það er nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála hvað í þessu felst.“ Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Í maí sendu rektorar allra opinberu háskólanna erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra og óskuðu eftir heimild til að hækka skrásetningagjöld nemenda. Gjaldið er nú 75 þúsund krónur en háskólaráð segir raunkostnað vera 180 þúsund krónur. Logi Einarsson háskólaráðherra segir málið vera í skoðun í ráðuneytinu. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi ósk komi fram. Ég veit ekki nákvæmlega hvort 180 þúsund sé rétt tala. Hins vegar hafa skrásetningagjöld Háskólans ekki hækkað síðan 2014 en verðlag hefur hækkað síðan þannig að þetta er bara mál sem við þurfum að skoða,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu Sýnar. Hann segir að ráðuneytinu hafi borist bréf fyrir helgi og að málið verði rætt á þinginu í vetur. Engin ákvörðun um hækkun gjalda verði tekin nema með lögum. Óábyrgt sé að gefa sér niðurstöðu áður en málið sé skoðað. Í viðtali við Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í gær sagði hún háskólakerfið vera vanfjármagnað og að æskilegt væri að hið opinbera kæmi til móts við skólana. „Það er alveg rétt að við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað talsvert undir OECD meðaltali og það hefur þannig í mjög mörg ár. Það er langtímaverkefni að snúa því við,“ segir Logi. „Það sem við erum að gera núna það er að skoða með hvaða hætti við getum styrkt fjármögnunina, með hvaða hætti við getum búið til háskólasamfélag hér sem er skilvirkt og gott. Það eru sjö háskólar hér í landinu og við erum að leita allra leiða til að nýta fjármögnunina sem best.“ „Nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála“ Stúdentar hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun harðlega og þar að auki mótmælt útreikningum háskólaráðs á gjaldinu. Það eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í skólann en stúdentar vilja meina að útreikningar hafi sýnt að peningurinn væri einnig nýttur til að mæta kostnaði af skipulagi prófa og kennslu. „Mér skilst að í gegnum tíðina þá hafi verið ágreiningur á milli stúdenta og skólanna um hver kostnaðurinn raunverulega er. Það er mjög mikilvægt að ráðuneytið fái öll gögn frá háskólanum þannig að við getum lagt mat á þetta. Það er nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála hvað í þessu felst.“
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira