Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 16:32 Martin Zubimendi er mjög ánægður með að vera kominn til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Getty/Stuart MacFarlane Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Martin Zubimendi varð um helgina nýr leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Arsenal keypti Zubimendi þá frá spænska félaginu Real Sociedad fyrir sextíu milljónir punda. Hann vildi ekki fara til Liverpool síðasta haust en stökk á það núna að flytja sig norður til Englands. Emlyn Begley skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið þar sem reynt var að svara spurningunni um hvað Arsenal sé að fá inn í liðið í þessum spænska landsliðsmanni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) „Hann er með mjög góðan fótboltaheila. Hann sér hluti inn á vellinum sem aðrir sjá ekki,“ sagði spænski blaðamaðurinn Roberto Ramajo við BBC Sport. Fær ekki tíu af tíu í neinu „Zubimendi fær ekki tíu af tíu í neinu en hann er með átta í einkunn í öllu. Í ensku úrvalsdeildinni þá getur hann þróað sinn leik í að vera tíu af tíu í öllu,“ sagði Ramajo. Ramajo fer svo langt að kalla hann „heila framtíðarinnar“ eða „el cerebro del futuro“ eins og hann orðar það á spænsku. Það er langlíklegast að hann verði inn á miðjunni með þeim Declan Rice og Martin Odegaard en allir þrír eiga það sameiginlegt að eiga sín bestu ár eftir. Meðal fimm efstu í mörgu Zubimendi er 26 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn með Real Sociedad eða síðan kom þangað fyrst tólf ára gamall árið 2011. Zubimendi er ekki markaskorari heldur spilar vanalega sem varnartengiliður. Hann spilað 236 leiki fyrir Sociedad og skoraði tíu mörk. Á síðasta tímabili þá var hann meðal fimm efstu í spænsku deildinni í heppnuðum sendingum, heppnuðum löngum sendingum, fjölda sendinga fram á völlinn, fjölda snertinga, tæklingum, unnum boltum og unnum skallaeinvígum. Hrifnari af honum án bolta „Hann er engin fyrirmynd þegar kemur að tækni og ber heldur ekki af þegar kemur að innsæi, löngum sendingum eða samspili. Hann skilar hins vegar alls staðar þar sem miðjumaður þarf að láta til sín taka. Þar sker hann sig úr og þess vegna hefur hann staðið sig svo vel hjá Real Sociedad,“ sagði fyrrnefndur Ramajo. „Martin er með góða tækni, hann veit hvað hann á að staðsetja sig inn á vellinum og hann les vel hvað liðið hans þarf á að halda. Hann les leikinn frábærlega og er fluglæs á aðstæður án boltans. Ég veit að menn hrósa honum þegar hann er með boltann en ég er hrifnari af honum án bolta,“ sagði Ramajo. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Enski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Sjá meira
Arsenal keypti Zubimendi þá frá spænska félaginu Real Sociedad fyrir sextíu milljónir punda. Hann vildi ekki fara til Liverpool síðasta haust en stökk á það núna að flytja sig norður til Englands. Emlyn Begley skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið þar sem reynt var að svara spurningunni um hvað Arsenal sé að fá inn í liðið í þessum spænska landsliðsmanni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) „Hann er með mjög góðan fótboltaheila. Hann sér hluti inn á vellinum sem aðrir sjá ekki,“ sagði spænski blaðamaðurinn Roberto Ramajo við BBC Sport. Fær ekki tíu af tíu í neinu „Zubimendi fær ekki tíu af tíu í neinu en hann er með átta í einkunn í öllu. Í ensku úrvalsdeildinni þá getur hann þróað sinn leik í að vera tíu af tíu í öllu,“ sagði Ramajo. Ramajo fer svo langt að kalla hann „heila framtíðarinnar“ eða „el cerebro del futuro“ eins og hann orðar það á spænsku. Það er langlíklegast að hann verði inn á miðjunni með þeim Declan Rice og Martin Odegaard en allir þrír eiga það sameiginlegt að eiga sín bestu ár eftir. Meðal fimm efstu í mörgu Zubimendi er 26 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn með Real Sociedad eða síðan kom þangað fyrst tólf ára gamall árið 2011. Zubimendi er ekki markaskorari heldur spilar vanalega sem varnartengiliður. Hann spilað 236 leiki fyrir Sociedad og skoraði tíu mörk. Á síðasta tímabili þá var hann meðal fimm efstu í spænsku deildinni í heppnuðum sendingum, heppnuðum löngum sendingum, fjölda sendinga fram á völlinn, fjölda snertinga, tæklingum, unnum boltum og unnum skallaeinvígum. Hrifnari af honum án bolta „Hann er engin fyrirmynd þegar kemur að tækni og ber heldur ekki af þegar kemur að innsæi, löngum sendingum eða samspili. Hann skilar hins vegar alls staðar þar sem miðjumaður þarf að láta til sín taka. Þar sker hann sig úr og þess vegna hefur hann staðið sig svo vel hjá Real Sociedad,“ sagði fyrrnefndur Ramajo. „Martin er með góða tækni, hann veit hvað hann á að staðsetja sig inn á vellinum og hann les vel hvað liðið hans þarf á að halda. Hann les leikinn frábærlega og er fluglæs á aðstæður án boltans. Ég veit að menn hrósa honum þegar hann er með boltann en ég er hrifnari af honum án bolta,“ sagði Ramajo. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal)
Enski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Sjá meira