Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 14:15 Af lóð Hlíðaskóla, þar sem boltaleikir eru bannaðir eftir klukkan tíu. Facebook/Jónas Már Torfason Bannað er að leika sér með bolta á sparkvelli Hlíðaskóla eftir klukkan tíu, samkvæmt skilti sem búið er að koma fyrir á skólalóðinni. Útivistartími unglinga nær þó til miðnættis. „Boltaleikir bannaðir eftir kl. 22.00“ eru skilaboðin sem blasa við á skilti á skólalóð Hlíðaskóla en Jónas Már Torfason lögfræðingur vekur athygli á þessu á Facebook. „Það má vera ansi þreytandi fyrir ungmenni landsins að fá endalausa útreið í opinberri umræðu; hvað þau séu ósjálfbjarga, léleg til mennta, ofbeldisfull og grilluð af skjátíma. Samtímis eru þeim sífellt settar skorður og aðgengi þeirra að uppbyggilegri tómstund, sem ræktar sjálfstæði þeirra, sjálfsöryggi og þrek, takmarkað. Það er ekki nema von að þau spyrji af einlægni hvar þau megi eiginlega vera?“ Hann segist ekki minnast þess að hafa séð slíkt skilti í sinni æsku. Hann bendir einnig á að á sumrin sé útivistartími 13 til 16 ára barna til miðnættis. „Í þessu felast skilaboð sem erfitt er að skilja öðruvísi en „farið eitthvert annað“. Þetta eru kolröng skilaboð til að senda. Við viljum að ungmenni séu úti í fótbolta eða í kvöldsundi, þar sem þau njóta öruggrar og uppbyggilegrar samveru hvors annars án óþarfa afskipta fullorðinna og truflana tækninnar. Við viljum að þau geri það sem allra, allra mest, ekki bara til klukkan tíu. Ef því fylgir einhvern minniháttar hljóðtruflun að heyra hlátursköll æskunnar við heilbrigðan leik verður bara að hafa það. Hér þarf að gera miklu betur.“ Færsla Jónasar, sem er samfylkingarmaður og sonur Ölmu Möller heilbrigðisráðherra, hefur vakið nokkur viðbrögð. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis og þingkona Samfylkingarinnar, tekur undir færsluna í ummælum. Sindri S. Kristjánsson, varaþingmaður úr sama flokki, tekur einnig undir. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
„Boltaleikir bannaðir eftir kl. 22.00“ eru skilaboðin sem blasa við á skilti á skólalóð Hlíðaskóla en Jónas Már Torfason lögfræðingur vekur athygli á þessu á Facebook. „Það má vera ansi þreytandi fyrir ungmenni landsins að fá endalausa útreið í opinberri umræðu; hvað þau séu ósjálfbjarga, léleg til mennta, ofbeldisfull og grilluð af skjátíma. Samtímis eru þeim sífellt settar skorður og aðgengi þeirra að uppbyggilegri tómstund, sem ræktar sjálfstæði þeirra, sjálfsöryggi og þrek, takmarkað. Það er ekki nema von að þau spyrji af einlægni hvar þau megi eiginlega vera?“ Hann segist ekki minnast þess að hafa séð slíkt skilti í sinni æsku. Hann bendir einnig á að á sumrin sé útivistartími 13 til 16 ára barna til miðnættis. „Í þessu felast skilaboð sem erfitt er að skilja öðruvísi en „farið eitthvert annað“. Þetta eru kolröng skilaboð til að senda. Við viljum að ungmenni séu úti í fótbolta eða í kvöldsundi, þar sem þau njóta öruggrar og uppbyggilegrar samveru hvors annars án óþarfa afskipta fullorðinna og truflana tækninnar. Við viljum að þau geri það sem allra, allra mest, ekki bara til klukkan tíu. Ef því fylgir einhvern minniháttar hljóðtruflun að heyra hlátursköll æskunnar við heilbrigðan leik verður bara að hafa það. Hér þarf að gera miklu betur.“ Færsla Jónasar, sem er samfylkingarmaður og sonur Ölmu Möller heilbrigðisráðherra, hefur vakið nokkur viðbrögð. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis og þingkona Samfylkingarinnar, tekur undir færsluna í ummælum. Sindri S. Kristjánsson, varaþingmaður úr sama flokki, tekur einnig undir.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira