Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 13:16 Löngu innköstin hennar Sveindísar eru vopn sem Svisslendingar eru mjög meðvitaðir um. vísir/Anton Þjálfarinn margreyndi Pia Sundhage, sem stýrir Sviss, er ekki í vafa um hvað sé lykilatriðið í því að vinna Ísland í stórleiknum á EM í fótbolta í kvöld. Þess vegna lét hún meðal annars leikmenn sína æfa það að verjast löngum innköstum Sveindísar Jane Jónsdóttur síðustu dag. Hin sænska Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur verið þjálfari síðan á síðustu öld. Hún hefur stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Brasilíu og nú Sviss. Eftir jafnteflin tvö við Ísland í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári veit Sundhage líklega allt sem hún vill vita um íslenska liðið, sem hún sló úr keppni á EM í Svíþjóð 2013 þegar hún stýrði sænska landsliðinu. „Við erum með plan“ „Þetta verður erfiður leikur. Íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög gott lið,“ sagði Sundhage á blaðamannafundi í gær, þegar hún var spurð út í hvað bæri að varast gegn Íslandi: „Ég heyri mig tala alltaf aftur og aftur um föst leikatriði. Þegar við mættum þeim þá voru það líka skyndisóknir [Sveindísar] Jónsdóttur með hennar hraða… Ef við höndlum föstu leikatriðin fer þetta vel. Við erum með plan en stundum lendir þú skrefi á eftir og þá kemur færi. Núna vita allir hvað þeir eiga að gera í föstum leikatriðum. Þetta verður bardagi og mér finnst liðið mjög samstillt til að takast á við margs konar aðstæður. Við verðum tilbúnar,“ sagði Sundhage. Markvörður Svisslendinga, Livia Peng, sagði við svissneska sjónvarpsrétthafann SRF að til að verjast föstum leikatriðum hefði sérstaklega verið líkt eftir löngum innköstum Sveindísar á æfingum. SRF bendir á að innköst Sveindísar virki eins og fastar hornspyrnur en Peng segir svissneska liðið búið að æfa vel að verjast þeim, rétt eins og fyrir fyrri leiki liðanna sem fóru 0-0 og 3-3 á þessu ári. Segja að Wälti sé klár í slaginn Sundhage sagði á blaðamannafundinum í gær að allir leikmenn Sviss væru klárir í slaginn. Það eigi einnig við um lykilmann liðsins, miðjumanninn Lia Wälti, sem varð Evrópumeistari með Arsenal í vor. Wälti hefur verið að glíma við meiðsli en gat spilað í 2-1 tapinu gegn Noregi á miðvikudag og ku aftur tilbúin að spila í kvöld. Íslendingar bíða þess að vita hvort besti leikmaður íslenska liðsins, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, nái sér af veikindum sínum í tæka tíð til að spila leikinn. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði að ákvörðun yrði tekin í dag um það. Leikur Íslands og Sviss á EM í fótbolta hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Sýnar af mótinu. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Hin sænska Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur verið þjálfari síðan á síðustu öld. Hún hefur stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Brasilíu og nú Sviss. Eftir jafnteflin tvö við Ísland í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári veit Sundhage líklega allt sem hún vill vita um íslenska liðið, sem hún sló úr keppni á EM í Svíþjóð 2013 þegar hún stýrði sænska landsliðinu. „Við erum með plan“ „Þetta verður erfiður leikur. Íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög gott lið,“ sagði Sundhage á blaðamannafundi í gær, þegar hún var spurð út í hvað bæri að varast gegn Íslandi: „Ég heyri mig tala alltaf aftur og aftur um föst leikatriði. Þegar við mættum þeim þá voru það líka skyndisóknir [Sveindísar] Jónsdóttur með hennar hraða… Ef við höndlum föstu leikatriðin fer þetta vel. Við erum með plan en stundum lendir þú skrefi á eftir og þá kemur færi. Núna vita allir hvað þeir eiga að gera í föstum leikatriðum. Þetta verður bardagi og mér finnst liðið mjög samstillt til að takast á við margs konar aðstæður. Við verðum tilbúnar,“ sagði Sundhage. Markvörður Svisslendinga, Livia Peng, sagði við svissneska sjónvarpsrétthafann SRF að til að verjast föstum leikatriðum hefði sérstaklega verið líkt eftir löngum innköstum Sveindísar á æfingum. SRF bendir á að innköst Sveindísar virki eins og fastar hornspyrnur en Peng segir svissneska liðið búið að æfa vel að verjast þeim, rétt eins og fyrir fyrri leiki liðanna sem fóru 0-0 og 3-3 á þessu ári. Segja að Wälti sé klár í slaginn Sundhage sagði á blaðamannafundinum í gær að allir leikmenn Sviss væru klárir í slaginn. Það eigi einnig við um lykilmann liðsins, miðjumanninn Lia Wälti, sem varð Evrópumeistari með Arsenal í vor. Wälti hefur verið að glíma við meiðsli en gat spilað í 2-1 tapinu gegn Noregi á miðvikudag og ku aftur tilbúin að spila í kvöld. Íslendingar bíða þess að vita hvort besti leikmaður íslenska liðsins, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, nái sér af veikindum sínum í tæka tíð til að spila leikinn. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði að ákvörðun yrði tekin í dag um það. Leikur Íslands og Sviss á EM í fótbolta hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Sýnar af mótinu.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu