„Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 11:05 Það er vissulega óvanalegt að lið mætist þrisvar á hálfu ári en sú er raunin hjá Íslandi og Sviss. Báðir leikir liðanna í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári enduðu með jafntefli. vísir/Anton „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. Sandra María og Sveindís Jane Jónsdóttir eru sammála um að íslenska liðið viti nákvæmlega hvað það þarf að gera í leiknum í Bern annað kvöld. Liðin þekkjast vel eftir að hafa til að mynda mæst í Þjóðadeildinni á þessu ári, þar sem þau gerðu markalaust jafntefli í Sviss en svo 3-3 jafntefli í Laugardal í apríl. „Þetta er fínasta lið,“ segir Sveindís. „Flott fótboltalið sem vill halda í boltann, spilar ágætlega og voru mjög sóknarsinnaðar í síðasta leik. Við vitum hvað við ætlum að gera á móti því,“ bætir hún við en Sviss tapaði 2-1 gegn Noregi á miðvikudag og er því með bakið upp við vegg, líkt og Ísland: „Við þekkjum þær frekar vel, þetta er þriðji leikurinn á stuttum tíma sem er mjög óvanalegt, en það líka bara gott fyrir okkur. Við getum farið vel yfir þá leiki sem við spiluðum á móti þeim og tökum svo auðvitað einhverjar klippur úr þessum leik sem þær spiluðu á móti Noregi. Við ætlum að gera okkar besta og vinna þennan leik,“ segir Sveindís. Klippa: Sveindís um Sviss Sandra María tekur í sama streng: „Þetta er lið sem við erum búnar að mæta oft undanfarið svo við þekkjum inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem að klikkaði í fyrri hálfleik [í Laugardal í apríl] og hvað við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur, og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá fyrstu mínútu í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist sem verði þess valdandi að þetta sé „all or nothing“. Maður er bara jákvæður,“ segir Sandra. Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 19 að íslenskum tíma annað kvöld, eða klukkan 21 að staðartíma. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00 Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. 4. júlí 2025 16:03 Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30 Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum. 4. júlí 2025 15:02 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Sandra María og Sveindís Jane Jónsdóttir eru sammála um að íslenska liðið viti nákvæmlega hvað það þarf að gera í leiknum í Bern annað kvöld. Liðin þekkjast vel eftir að hafa til að mynda mæst í Þjóðadeildinni á þessu ári, þar sem þau gerðu markalaust jafntefli í Sviss en svo 3-3 jafntefli í Laugardal í apríl. „Þetta er fínasta lið,“ segir Sveindís. „Flott fótboltalið sem vill halda í boltann, spilar ágætlega og voru mjög sóknarsinnaðar í síðasta leik. Við vitum hvað við ætlum að gera á móti því,“ bætir hún við en Sviss tapaði 2-1 gegn Noregi á miðvikudag og er því með bakið upp við vegg, líkt og Ísland: „Við þekkjum þær frekar vel, þetta er þriðji leikurinn á stuttum tíma sem er mjög óvanalegt, en það líka bara gott fyrir okkur. Við getum farið vel yfir þá leiki sem við spiluðum á móti þeim og tökum svo auðvitað einhverjar klippur úr þessum leik sem þær spiluðu á móti Noregi. Við ætlum að gera okkar besta og vinna þennan leik,“ segir Sveindís. Klippa: Sveindís um Sviss Sandra María tekur í sama streng: „Þetta er lið sem við erum búnar að mæta oft undanfarið svo við þekkjum inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem að klikkaði í fyrri hálfleik [í Laugardal í apríl] og hvað við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur, og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá fyrstu mínútu í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist sem verði þess valdandi að þetta sé „all or nothing“. Maður er bara jákvæður,“ segir Sandra. Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 19 að íslenskum tíma annað kvöld, eða klukkan 21 að staðartíma.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00 Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. 4. júlí 2025 16:03 Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30 Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum. 4. júlí 2025 15:02 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00
Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. 4. júlí 2025 16:03
Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30
Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum. 4. júlí 2025 15:02