Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2025 16:03 Katla Tryggvadóttir er á sínu fyrsta stórmóti með íslenska kvennalandsliðinu Vísir/Anton Brink Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. Katla var, að mati undirritaðs, ein af ljósu punktunum við leik íslenska liðsins gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppni EM á dögunum. Leikurinn tapaðist 1-0 en innkoma Kötlu í seinni hálfleik hleypti af stað ferskum vindum um lið Íslands. Katla er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstads og það þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul. Það segir margt um hennar eiginleika sem fótboltakonu og leiðtoga. Hún segir vonbrigðin eftir leikinn gegn Finnlandi nú á bak og burt. Leikmenn séu búnir að þjappa sér saman og komnar á núllpunkt núna. Klippa: Tvítugi fyrirliðinn setur liðið ávallt í fyrsta sæti Leikurinn gegn Finnum var fyrsti leikur Kötlu á stórmóti, hún segir það ótrúlega gaman fyrir sig að ná þeim áfanga en að hagur liðsins verði alltaf í fyrsta sæti. „Stór áfangi að spila á EM en í stóru myndinni er þetta alltaf bara aukaatriði þar sem að liðið er allt að vinna að sama markmiði.“ Liðið er alltaf í fyrsta sæti? „Alltaf.“ Áræðni Kötlu og óttaleysi vakti athygli í leiknum gegn Finnum en með hvaða hugarfari kom hún inn í leikinn? „Ég ætlaði bara að gefa stelpunum í kringum mig eins mikla orku og ég gat, kýla á þetta. Við höfðum engu að tapa, þurftum mark og ég vildi bara kýla á þetta.“ Fyrirliðinn í Kristianstad breytir ekki út af vananum þó svo að hún komi inn í landsliðshóp með reyndari leikmönnum og miklum leiðtogum. „Ég er bara ég sjálf hérna og það er ótrúlega gott að finna að maður getur verið maður sjálfur í hóp. Ég breyti mér ekkert sem leikmanni eða persónu hvort sem ég er hér eða í Kristianstad.“ Að spila á stórmóti sé draumur að verða að veruleika. „Þetta er bara eitthvað sem manni dreymir um, hefur verið markmiðið alveg frá því að ég man eftir mér. Að spila á stórmóti. Það er bara geggjuð upplifun.“ Leikmenn landsliðsins fengu smá frítíma í gær og Katla nýtti þann frítíma vel. „Ég hitti fjölskylduna mína. Mjög gott og kærkomið að geta varið smá tíma með þeim. Sérstaklega því ég bý úti í Svíþjóð og maður hittir þau ekkert alltaf. Það var mjög gott að geta hitt þau.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Katla var, að mati undirritaðs, ein af ljósu punktunum við leik íslenska liðsins gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppni EM á dögunum. Leikurinn tapaðist 1-0 en innkoma Kötlu í seinni hálfleik hleypti af stað ferskum vindum um lið Íslands. Katla er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstads og það þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul. Það segir margt um hennar eiginleika sem fótboltakonu og leiðtoga. Hún segir vonbrigðin eftir leikinn gegn Finnlandi nú á bak og burt. Leikmenn séu búnir að þjappa sér saman og komnar á núllpunkt núna. Klippa: Tvítugi fyrirliðinn setur liðið ávallt í fyrsta sæti Leikurinn gegn Finnum var fyrsti leikur Kötlu á stórmóti, hún segir það ótrúlega gaman fyrir sig að ná þeim áfanga en að hagur liðsins verði alltaf í fyrsta sæti. „Stór áfangi að spila á EM en í stóru myndinni er þetta alltaf bara aukaatriði þar sem að liðið er allt að vinna að sama markmiði.“ Liðið er alltaf í fyrsta sæti? „Alltaf.“ Áræðni Kötlu og óttaleysi vakti athygli í leiknum gegn Finnum en með hvaða hugarfari kom hún inn í leikinn? „Ég ætlaði bara að gefa stelpunum í kringum mig eins mikla orku og ég gat, kýla á þetta. Við höfðum engu að tapa, þurftum mark og ég vildi bara kýla á þetta.“ Fyrirliðinn í Kristianstad breytir ekki út af vananum þó svo að hún komi inn í landsliðshóp með reyndari leikmönnum og miklum leiðtogum. „Ég er bara ég sjálf hérna og það er ótrúlega gott að finna að maður getur verið maður sjálfur í hóp. Ég breyti mér ekkert sem leikmanni eða persónu hvort sem ég er hér eða í Kristianstad.“ Að spila á stórmóti sé draumur að verða að veruleika. „Þetta er bara eitthvað sem manni dreymir um, hefur verið markmiðið alveg frá því að ég man eftir mér. Að spila á stórmóti. Það er bara geggjuð upplifun.“ Leikmenn landsliðsins fengu smá frítíma í gær og Katla nýtti þann frítíma vel. „Ég hitti fjölskylduna mína. Mjög gott og kærkomið að geta varið smá tíma með þeim. Sérstaklega því ég bý úti í Svíþjóð og maður hittir þau ekkert alltaf. Það var mjög gott að geta hitt þau.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira