Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2025 11:38 Rúður voru brotnar til að hægt væri að komast inn við Austurbrún 21. Visir/Viktor freyr Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttastofa greindi í gær frá stórri lögregluaðgerð við Austurbrún í Reykjavík. Lögreglumenn brutu glerútidyrahurð tvíbýlis til að komast þangað inn og var lóðin girt af á meðan vettvangur var rannsakaður. Um svipað leyti var farið í aðra húsleit í Kópavogi. Aðgerðirnar voru framkvæmdar sem liður í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin teygir anga sína víða, og hefur húsleit einnig verið framkvæmd bæði á Raufarhöfn og Borgarnesi. Tveir voru handteknir í gær en öðrum þeirra var síðar sleppt lausum að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Við erum búin að fara í húsleit sex sinnum víðs vegar á landinu og erum að rannsaka mögulega skipulagða brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. Við erum með fimm í gæsluvarðhaldi og það er til skoðunar hvort við förum fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta,“ segir Skarphéðinn. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort skipulagða brotastarfsemin snúi að fleiru en bara fíkniefnaframleiðslu. „Þetta er umfangsmikið og tímafrekt, eins og svona rannsóknir eru. En mikilvægt fyrir samfélagið,“ segir Skarphéðinn. Búið er að leggja hald á þónokkuð af fíkniefnum og tækjum til fíkniefnaframleiðslu, en engin vopn. „Þetta er mál sem teygir anga sína víða, eins og fram hefur komið. Það eru margir sem tengjast málinu á mörgum stöðum,“ segir Skarphéðinn. Var þetta síðasta aðgerðin eða áttu von á að það verði ráðist í fleiri aðgerðir vegna rannsóknarinnar? „Ég bara get ekki svarað því eins og staðan er. Málið er enn til rannsóknar og við verðum að sjá til hvert það leiðir okkur.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fréttastofa greindi í gær frá stórri lögregluaðgerð við Austurbrún í Reykjavík. Lögreglumenn brutu glerútidyrahurð tvíbýlis til að komast þangað inn og var lóðin girt af á meðan vettvangur var rannsakaður. Um svipað leyti var farið í aðra húsleit í Kópavogi. Aðgerðirnar voru framkvæmdar sem liður í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin teygir anga sína víða, og hefur húsleit einnig verið framkvæmd bæði á Raufarhöfn og Borgarnesi. Tveir voru handteknir í gær en öðrum þeirra var síðar sleppt lausum að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Við erum búin að fara í húsleit sex sinnum víðs vegar á landinu og erum að rannsaka mögulega skipulagða brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. Við erum með fimm í gæsluvarðhaldi og það er til skoðunar hvort við förum fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta,“ segir Skarphéðinn. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort skipulagða brotastarfsemin snúi að fleiru en bara fíkniefnaframleiðslu. „Þetta er umfangsmikið og tímafrekt, eins og svona rannsóknir eru. En mikilvægt fyrir samfélagið,“ segir Skarphéðinn. Búið er að leggja hald á þónokkuð af fíkniefnum og tækjum til fíkniefnaframleiðslu, en engin vopn. „Þetta er mál sem teygir anga sína víða, eins og fram hefur komið. Það eru margir sem tengjast málinu á mörgum stöðum,“ segir Skarphéðinn. Var þetta síðasta aðgerðin eða áttu von á að það verði ráðist í fleiri aðgerðir vegna rannsóknarinnar? „Ég bara get ekki svarað því eins og staðan er. Málið er enn til rannsóknar og við verðum að sjá til hvert það leiðir okkur.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira