Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 3. júlí 2025 22:21 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, segir koma til greina að flagga fánum fleiri stríðshrjáðra ríkja, en Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks er ekki hrifinn af því. Vísir/Sigurjón Palestínski fáninn var dreginn að húni við ráðhús Reykjavíkur í morgun eftir að borgarráð samþykkti að flagga fánanum til marks um samstöðu með palestínsku þjóðinni. „Samúð mín er með fórnarlömbum stríðsátaka hvar sem þau er að finna en þessi fáni er fáni ríkis sem er undir stjórn hryðjuverkasamtaka sem heita Hamas. Hamas hafa unnið margvísleg óhæfuverk, allt frá því að senda tugi þúsunda eldflauga yfir til Ísraels og stóðu líka fyrir árásinni 7. október,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og að öll þau óhæfuverk hafi verið framin undir stjórn ríkis sem eigi þennan fána. Rætt var við Kjartan í kvöldfréttum Sýnar. Sjá einnig: Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs og oddviti Vinstri grænna í borginni, segir fánann eiga að senda þau skilaboð að Reykjavíkurborg standi með palestínsku þjóðinni. „Börnum, konum og almennum borgunum sem hafa þurft að þola óbærilega og hörmulegar þjáningar. Þetta er ekki þannig að við séum að standa gegn einhverju öðru og sannarlega ekki með hryðjuverkum því við fordæmum allt slíkt,“ segir Líf en einnig var rætt við hana í kvöldfréttum. Táknrænn stuðningur Hún segir stuðninginn táknrænan og þau séu stolt af því að geta sýnt hann með því að draga fánann að húni. „Mér finnst óábyrgt að vera afstöðulaus,“ segir Líf um bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar um málið. Að hennar mati eigi að taka afstöðu með mannréttindum og mannúð. „Við eigum alltaf að taka afstöðu með fólki þegar það er ofsótt og þjáð. Það er það sem við erum að gera í dag. Mér finnst það gunguskapur og mér finnst það getuleysi að geta ekki tekið afstöðu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn kaus að gera ekki, með mannréttindum fólks, þó það búi ekki hér.“ Kjartan segist álíta svo að þessi táknræni stuðningur sé stuðningur við þá stjórn sem er við völd í Palestínu, hryðjuverkasamtakanna Hamas, og að það dragi fram hvað öfgaöfl eru við völd í meirihlutanum í ráðhúsinu. „Ég myndi vilja fá hann niður og auðvitað má deila um hvað eiga að flagga víða,“ segir hann og að ef borgin vilji taka afstöðu gegn stríðsátökum um allan heim verði að reisa fánaborg. Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022.Vísir/Sigurjón Komi til greina að flagga fánum fleiri ríkja „Ég vil minna á að það eru hræðilegir hlutir að gerast í Súdan, þar sem eru raunverulega þjóðernishreinsanir í gangi, og ég hef ekki heyrt neinn í meirihlutanum, allra síst Líf, tjá sig um það.“ Líf segir vel koma til greina að gera það en það eigi eftir að semja þær reglur. Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
„Samúð mín er með fórnarlömbum stríðsátaka hvar sem þau er að finna en þessi fáni er fáni ríkis sem er undir stjórn hryðjuverkasamtaka sem heita Hamas. Hamas hafa unnið margvísleg óhæfuverk, allt frá því að senda tugi þúsunda eldflauga yfir til Ísraels og stóðu líka fyrir árásinni 7. október,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og að öll þau óhæfuverk hafi verið framin undir stjórn ríkis sem eigi þennan fána. Rætt var við Kjartan í kvöldfréttum Sýnar. Sjá einnig: Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs og oddviti Vinstri grænna í borginni, segir fánann eiga að senda þau skilaboð að Reykjavíkurborg standi með palestínsku þjóðinni. „Börnum, konum og almennum borgunum sem hafa þurft að þola óbærilega og hörmulegar þjáningar. Þetta er ekki þannig að við séum að standa gegn einhverju öðru og sannarlega ekki með hryðjuverkum því við fordæmum allt slíkt,“ segir Líf en einnig var rætt við hana í kvöldfréttum. Táknrænn stuðningur Hún segir stuðninginn táknrænan og þau séu stolt af því að geta sýnt hann með því að draga fánann að húni. „Mér finnst óábyrgt að vera afstöðulaus,“ segir Líf um bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar um málið. Að hennar mati eigi að taka afstöðu með mannréttindum og mannúð. „Við eigum alltaf að taka afstöðu með fólki þegar það er ofsótt og þjáð. Það er það sem við erum að gera í dag. Mér finnst það gunguskapur og mér finnst það getuleysi að geta ekki tekið afstöðu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn kaus að gera ekki, með mannréttindum fólks, þó það búi ekki hér.“ Kjartan segist álíta svo að þessi táknræni stuðningur sé stuðningur við þá stjórn sem er við völd í Palestínu, hryðjuverkasamtakanna Hamas, og að það dragi fram hvað öfgaöfl eru við völd í meirihlutanum í ráðhúsinu. „Ég myndi vilja fá hann niður og auðvitað má deila um hvað eiga að flagga víða,“ segir hann og að ef borgin vilji taka afstöðu gegn stríðsátökum um allan heim verði að reisa fánaborg. Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022.Vísir/Sigurjón Komi til greina að flagga fánum fleiri ríkja „Ég vil minna á að það eru hræðilegir hlutir að gerast í Súdan, þar sem eru raunverulega þjóðernishreinsanir í gangi, og ég hef ekki heyrt neinn í meirihlutanum, allra síst Líf, tjá sig um það.“ Líf segir vel koma til greina að gera það en það eigi eftir að semja þær reglur.
Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira