Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 12:10 Palestínski fáninn dreginn að húni í morgun. Reykjavík Borgarráð hefur samþykkt að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni að því er kemur fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar. Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs í dag og var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri Grænna, gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar. Á fundinum í dag var lögð fram að nýju tillaga Sósíalistaflokks Íslands um fána Palestínu við Ráðhúsið. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu: „Lagt er til að fáni Palestínu verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni. Fánanum verði flaggað við hlið úkraínska fánans. Í kjölfarið verði forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar...“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögunni og lögðu fram svohljóðandi bókun. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja óábyrgt af meirihluta borgarstjórnar að taka afstöðu í viðkvæmum deilum erlendra ríkja ekki síst með hliðsjón af vaxandi stigmögnun á sviði alþjóðamála. Ítreka fulltrúarnir fyrirliggjandi tillögu sína um að Reykjavíkurborg dragi friðarfána að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins svo undirstrika megi að höfuðborgin er yfirlýst friðarborg...“ Framsóknarflokkurinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn telur ekki rétt að flagga fánum einstakra þjóða nema fyrir liggi einróma samstaða allra flokka í borgarstjórn. Svo er ekki í þessu tilviki eins og þegar borgarstjórn ákvað einróma að flagga úkraínska fánanum. Deilan á milli Ísraels og Palestínu er hræðileg og hefur kallað miklar hörmungar yfir saklausa íbúa í Palestínu sérstaklega, en líka í Ísrael...“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, segir á Facebook að með þessu sendi borgaryfirvöld skýr skilaboð um að þau taki undir kröfur alþjóðasamfélagsins um frið, að komið verði á vopnehléi og að þjóðarmorðinu linni tafarlaust. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn standi ekki að baki þessari ákvörðun. Hún hafi lagt til við borgarráð að íslenski þjóðfáninn verði dreginn daglega að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og jafnframt verði ráðist í gerð sérstaks friðarfána Reykjavíkur sem fái að blakta við hlið íslenska fánans, enda sé Reykjavík yfirlýst friðarborg. Borgarstjórn Reykjavík Palestína Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs í dag og var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri Grænna, gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar. Á fundinum í dag var lögð fram að nýju tillaga Sósíalistaflokks Íslands um fána Palestínu við Ráðhúsið. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu: „Lagt er til að fáni Palestínu verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni. Fánanum verði flaggað við hlið úkraínska fánans. Í kjölfarið verði forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar...“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögunni og lögðu fram svohljóðandi bókun. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja óábyrgt af meirihluta borgarstjórnar að taka afstöðu í viðkvæmum deilum erlendra ríkja ekki síst með hliðsjón af vaxandi stigmögnun á sviði alþjóðamála. Ítreka fulltrúarnir fyrirliggjandi tillögu sína um að Reykjavíkurborg dragi friðarfána að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins svo undirstrika megi að höfuðborgin er yfirlýst friðarborg...“ Framsóknarflokkurinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn telur ekki rétt að flagga fánum einstakra þjóða nema fyrir liggi einróma samstaða allra flokka í borgarstjórn. Svo er ekki í þessu tilviki eins og þegar borgarstjórn ákvað einróma að flagga úkraínska fánanum. Deilan á milli Ísraels og Palestínu er hræðileg og hefur kallað miklar hörmungar yfir saklausa íbúa í Palestínu sérstaklega, en líka í Ísrael...“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, segir á Facebook að með þessu sendi borgaryfirvöld skýr skilaboð um að þau taki undir kröfur alþjóðasamfélagsins um frið, að komið verði á vopnehléi og að þjóðarmorðinu linni tafarlaust. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn standi ekki að baki þessari ákvörðun. Hún hafi lagt til við borgarráð að íslenski þjóðfáninn verði dreginn daglega að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og jafnframt verði ráðist í gerð sérstaks friðarfána Reykjavíkur sem fái að blakta við hlið íslenska fánans, enda sé Reykjavík yfirlýst friðarborg.
Borgarstjórn Reykjavík Palestína Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira