Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 3. júlí 2025 22:21 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, segir koma til greina að flagga fánum fleiri stríðshrjáðra ríkja, en Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks er ekki hrifinn af því. Vísir/Sigurjón Palestínski fáninn var dreginn að húni við ráðhús Reykjavíkur í morgun eftir að borgarráð samþykkti að flagga fánanum til marks um samstöðu með palestínsku þjóðinni. „Samúð mín er með fórnarlömbum stríðsátaka hvar sem þau er að finna en þessi fáni er fáni ríkis sem er undir stjórn hryðjuverkasamtaka sem heita Hamas. Hamas hafa unnið margvísleg óhæfuverk, allt frá því að senda tugi þúsunda eldflauga yfir til Ísraels og stóðu líka fyrir árásinni 7. október,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og að öll þau óhæfuverk hafi verið framin undir stjórn ríkis sem eigi þennan fána. Rætt var við Kjartan í kvöldfréttum Sýnar. Sjá einnig: Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs og oddviti Vinstri grænna í borginni, segir fánann eiga að senda þau skilaboð að Reykjavíkurborg standi með palestínsku þjóðinni. „Börnum, konum og almennum borgunum sem hafa þurft að þola óbærilega og hörmulegar þjáningar. Þetta er ekki þannig að við séum að standa gegn einhverju öðru og sannarlega ekki með hryðjuverkum því við fordæmum allt slíkt,“ segir Líf en einnig var rætt við hana í kvöldfréttum. Táknrænn stuðningur Hún segir stuðninginn táknrænan og þau séu stolt af því að geta sýnt hann með því að draga fánann að húni. „Mér finnst óábyrgt að vera afstöðulaus,“ segir Líf um bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar um málið. Að hennar mati eigi að taka afstöðu með mannréttindum og mannúð. „Við eigum alltaf að taka afstöðu með fólki þegar það er ofsótt og þjáð. Það er það sem við erum að gera í dag. Mér finnst það gunguskapur og mér finnst það getuleysi að geta ekki tekið afstöðu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn kaus að gera ekki, með mannréttindum fólks, þó það búi ekki hér.“ Kjartan segist álíta svo að þessi táknræni stuðningur sé stuðningur við þá stjórn sem er við völd í Palestínu, hryðjuverkasamtakanna Hamas, og að það dragi fram hvað öfgaöfl eru við völd í meirihlutanum í ráðhúsinu. „Ég myndi vilja fá hann niður og auðvitað má deila um hvað eiga að flagga víða,“ segir hann og að ef borgin vilji taka afstöðu gegn stríðsátökum um allan heim verði að reisa fánaborg. Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022.Vísir/Sigurjón Komi til greina að flagga fánum fleiri ríkja „Ég vil minna á að það eru hræðilegir hlutir að gerast í Súdan, þar sem eru raunverulega þjóðernishreinsanir í gangi, og ég hef ekki heyrt neinn í meirihlutanum, allra síst Líf, tjá sig um það.“ Líf segir vel koma til greina að gera það en það eigi eftir að semja þær reglur. Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Reykjavík Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
„Samúð mín er með fórnarlömbum stríðsátaka hvar sem þau er að finna en þessi fáni er fáni ríkis sem er undir stjórn hryðjuverkasamtaka sem heita Hamas. Hamas hafa unnið margvísleg óhæfuverk, allt frá því að senda tugi þúsunda eldflauga yfir til Ísraels og stóðu líka fyrir árásinni 7. október,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og að öll þau óhæfuverk hafi verið framin undir stjórn ríkis sem eigi þennan fána. Rætt var við Kjartan í kvöldfréttum Sýnar. Sjá einnig: Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs og oddviti Vinstri grænna í borginni, segir fánann eiga að senda þau skilaboð að Reykjavíkurborg standi með palestínsku þjóðinni. „Börnum, konum og almennum borgunum sem hafa þurft að þola óbærilega og hörmulegar þjáningar. Þetta er ekki þannig að við séum að standa gegn einhverju öðru og sannarlega ekki með hryðjuverkum því við fordæmum allt slíkt,“ segir Líf en einnig var rætt við hana í kvöldfréttum. Táknrænn stuðningur Hún segir stuðninginn táknrænan og þau séu stolt af því að geta sýnt hann með því að draga fánann að húni. „Mér finnst óábyrgt að vera afstöðulaus,“ segir Líf um bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar um málið. Að hennar mati eigi að taka afstöðu með mannréttindum og mannúð. „Við eigum alltaf að taka afstöðu með fólki þegar það er ofsótt og þjáð. Það er það sem við erum að gera í dag. Mér finnst það gunguskapur og mér finnst það getuleysi að geta ekki tekið afstöðu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn kaus að gera ekki, með mannréttindum fólks, þó það búi ekki hér.“ Kjartan segist álíta svo að þessi táknræni stuðningur sé stuðningur við þá stjórn sem er við völd í Palestínu, hryðjuverkasamtakanna Hamas, og að það dragi fram hvað öfgaöfl eru við völd í meirihlutanum í ráðhúsinu. „Ég myndi vilja fá hann niður og auðvitað má deila um hvað eiga að flagga víða,“ segir hann og að ef borgin vilji taka afstöðu gegn stríðsátökum um allan heim verði að reisa fánaborg. Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022.Vísir/Sigurjón Komi til greina að flagga fánum fleiri ríkja „Ég vil minna á að það eru hræðilegir hlutir að gerast í Súdan, þar sem eru raunverulega þjóðernishreinsanir í gangi, og ég hef ekki heyrt neinn í meirihlutanum, allra síst Líf, tjá sig um það.“ Líf segir vel koma til greina að gera það en það eigi eftir að semja þær reglur.
Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Reykjavík Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira