Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 3. júlí 2025 22:21 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, segir koma til greina að flagga fánum fleiri stríðshrjáðra ríkja, en Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks er ekki hrifinn af því. Vísir/Sigurjón Palestínski fáninn var dreginn að húni við ráðhús Reykjavíkur í morgun eftir að borgarráð samþykkti að flagga fánanum til marks um samstöðu með palestínsku þjóðinni. „Samúð mín er með fórnarlömbum stríðsátaka hvar sem þau er að finna en þessi fáni er fáni ríkis sem er undir stjórn hryðjuverkasamtaka sem heita Hamas. Hamas hafa unnið margvísleg óhæfuverk, allt frá því að senda tugi þúsunda eldflauga yfir til Ísraels og stóðu líka fyrir árásinni 7. október,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og að öll þau óhæfuverk hafi verið framin undir stjórn ríkis sem eigi þennan fána. Rætt var við Kjartan í kvöldfréttum Sýnar. Sjá einnig: Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs og oddviti Vinstri grænna í borginni, segir fánann eiga að senda þau skilaboð að Reykjavíkurborg standi með palestínsku þjóðinni. „Börnum, konum og almennum borgunum sem hafa þurft að þola óbærilega og hörmulegar þjáningar. Þetta er ekki þannig að við séum að standa gegn einhverju öðru og sannarlega ekki með hryðjuverkum því við fordæmum allt slíkt,“ segir Líf en einnig var rætt við hana í kvöldfréttum. Táknrænn stuðningur Hún segir stuðninginn táknrænan og þau séu stolt af því að geta sýnt hann með því að draga fánann að húni. „Mér finnst óábyrgt að vera afstöðulaus,“ segir Líf um bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar um málið. Að hennar mati eigi að taka afstöðu með mannréttindum og mannúð. „Við eigum alltaf að taka afstöðu með fólki þegar það er ofsótt og þjáð. Það er það sem við erum að gera í dag. Mér finnst það gunguskapur og mér finnst það getuleysi að geta ekki tekið afstöðu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn kaus að gera ekki, með mannréttindum fólks, þó það búi ekki hér.“ Kjartan segist álíta svo að þessi táknræni stuðningur sé stuðningur við þá stjórn sem er við völd í Palestínu, hryðjuverkasamtakanna Hamas, og að það dragi fram hvað öfgaöfl eru við völd í meirihlutanum í ráðhúsinu. „Ég myndi vilja fá hann niður og auðvitað má deila um hvað eiga að flagga víða,“ segir hann og að ef borgin vilji taka afstöðu gegn stríðsátökum um allan heim verði að reisa fánaborg. Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022.Vísir/Sigurjón Komi til greina að flagga fánum fleiri ríkja „Ég vil minna á að það eru hræðilegir hlutir að gerast í Súdan, þar sem eru raunverulega þjóðernishreinsanir í gangi, og ég hef ekki heyrt neinn í meirihlutanum, allra síst Líf, tjá sig um það.“ Líf segir vel koma til greina að gera það en það eigi eftir að semja þær reglur. Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
„Samúð mín er með fórnarlömbum stríðsátaka hvar sem þau er að finna en þessi fáni er fáni ríkis sem er undir stjórn hryðjuverkasamtaka sem heita Hamas. Hamas hafa unnið margvísleg óhæfuverk, allt frá því að senda tugi þúsunda eldflauga yfir til Ísraels og stóðu líka fyrir árásinni 7. október,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og að öll þau óhæfuverk hafi verið framin undir stjórn ríkis sem eigi þennan fána. Rætt var við Kjartan í kvöldfréttum Sýnar. Sjá einnig: Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs og oddviti Vinstri grænna í borginni, segir fánann eiga að senda þau skilaboð að Reykjavíkurborg standi með palestínsku þjóðinni. „Börnum, konum og almennum borgunum sem hafa þurft að þola óbærilega og hörmulegar þjáningar. Þetta er ekki þannig að við séum að standa gegn einhverju öðru og sannarlega ekki með hryðjuverkum því við fordæmum allt slíkt,“ segir Líf en einnig var rætt við hana í kvöldfréttum. Táknrænn stuðningur Hún segir stuðninginn táknrænan og þau séu stolt af því að geta sýnt hann með því að draga fánann að húni. „Mér finnst óábyrgt að vera afstöðulaus,“ segir Líf um bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar um málið. Að hennar mati eigi að taka afstöðu með mannréttindum og mannúð. „Við eigum alltaf að taka afstöðu með fólki þegar það er ofsótt og þjáð. Það er það sem við erum að gera í dag. Mér finnst það gunguskapur og mér finnst það getuleysi að geta ekki tekið afstöðu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn kaus að gera ekki, með mannréttindum fólks, þó það búi ekki hér.“ Kjartan segist álíta svo að þessi táknræni stuðningur sé stuðningur við þá stjórn sem er við völd í Palestínu, hryðjuverkasamtakanna Hamas, og að það dragi fram hvað öfgaöfl eru við völd í meirihlutanum í ráðhúsinu. „Ég myndi vilja fá hann niður og auðvitað má deila um hvað eiga að flagga víða,“ segir hann og að ef borgin vilji taka afstöðu gegn stríðsátökum um allan heim verði að reisa fánaborg. Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022.Vísir/Sigurjón Komi til greina að flagga fánum fleiri ríkja „Ég vil minna á að það eru hræðilegir hlutir að gerast í Súdan, þar sem eru raunverulega þjóðernishreinsanir í gangi, og ég hef ekki heyrt neinn í meirihlutanum, allra síst Líf, tjá sig um það.“ Líf segir vel koma til greina að gera það en það eigi eftir að semja þær reglur.
Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira