Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2025 20:03 Björn Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfossóknar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjaryfirvöld í Árborg leita nú logandi ljósi af nýrri framtíðarstaðsetningu fyrir nýjan kirkjugarði á Selfoss en núverandi kirkjugarður mun aðeins duga í fjögur til fimm ár í viðbót. Samhliða mikilli íbúafjölgun á Selfossi síðustu ár hefur notkun á kirkjugarðinum við Selfosskirkju aukist því fólk er alltaf að deyja eins og gengur og gerist og þá kemur að hlutverki kirkjugarðsins. Þar er nú allt að fyllast og því leggur sóknarnefnd Selfosskirkju mikla áherslu við bæjaryfirvöld í Árborg að fundin verði ný staðsetning á kirkjugarði. Björn Gíslason er formaður sóknarnefndar. „Við lítum svo á að þessi kirkjugarður okkar núna, þriðji hluti hans, að það séu í mesta lagi fjögur til fimm ár þar til að hann verður fullnýttur. Bærinn er núna þegar búin að fá erindi og er að leita að nýju kirkjugarðssvæði,“ segir Björn. Þannig að hann verður ekki við kirkjuna eða hvað? „Nei, það liggur alveg fyrir og við munum bara bíða eftir því hvaða úthlutun við fáum.“ Björn segir að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að taka land undir kirkjugarð í svokölluðu Mógil fyrir neðan Olís við Arnberg en það sé alveg hætt við það. Þá hafi landi verið úthlutað við Árbæjarveginn svonefnda rétt hjá Toyota bílasölunni en sóknarnefndinni þyki það allt of langt í burtu og koma ekki til greina. „Þannig að núna er leitað af nýju svæði hér nær kirkjunni. Það væri auðvitað óskandi að hann væri ekki mjög langt frá kirkjunni og einhvers staðar auðvitað í bæjarlandinu,“ segir Björn og bætir við. „Við vorum búin að gefa grænt ljós á okkar vilja að við gætum séð fyrir okkur stækkun á Laugardælakirkjugarði en það er náttúrulega við annan að eiga í því. Bærinn ræður þessu alfarið og þeir hafa bent á svæði niður við Eyrarbakkaveg, þannig að það er ekki gott að vita hvar það verður, en vonandi verður þetta bara á góðum stað.“ Kirkjugarðurinn er mjög fallegur og vel við haldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessu vill formaður sóknarnefndar koma á framfæri. „Ég óska bara þess að þetta fari allt saman vel og að við fáum hér kirkjugarð innan bæjarmarkanna, sem verður sómi af og allir ánægðir með og aðgengilegur.“ Yfirlitsmynd af leiðunum í núverandi kirkjugarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Samhliða mikilli íbúafjölgun á Selfossi síðustu ár hefur notkun á kirkjugarðinum við Selfosskirkju aukist því fólk er alltaf að deyja eins og gengur og gerist og þá kemur að hlutverki kirkjugarðsins. Þar er nú allt að fyllast og því leggur sóknarnefnd Selfosskirkju mikla áherslu við bæjaryfirvöld í Árborg að fundin verði ný staðsetning á kirkjugarði. Björn Gíslason er formaður sóknarnefndar. „Við lítum svo á að þessi kirkjugarður okkar núna, þriðji hluti hans, að það séu í mesta lagi fjögur til fimm ár þar til að hann verður fullnýttur. Bærinn er núna þegar búin að fá erindi og er að leita að nýju kirkjugarðssvæði,“ segir Björn. Þannig að hann verður ekki við kirkjuna eða hvað? „Nei, það liggur alveg fyrir og við munum bara bíða eftir því hvaða úthlutun við fáum.“ Björn segir að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að taka land undir kirkjugarð í svokölluðu Mógil fyrir neðan Olís við Arnberg en það sé alveg hætt við það. Þá hafi landi verið úthlutað við Árbæjarveginn svonefnda rétt hjá Toyota bílasölunni en sóknarnefndinni þyki það allt of langt í burtu og koma ekki til greina. „Þannig að núna er leitað af nýju svæði hér nær kirkjunni. Það væri auðvitað óskandi að hann væri ekki mjög langt frá kirkjunni og einhvers staðar auðvitað í bæjarlandinu,“ segir Björn og bætir við. „Við vorum búin að gefa grænt ljós á okkar vilja að við gætum séð fyrir okkur stækkun á Laugardælakirkjugarði en það er náttúrulega við annan að eiga í því. Bærinn ræður þessu alfarið og þeir hafa bent á svæði niður við Eyrarbakkaveg, þannig að það er ekki gott að vita hvar það verður, en vonandi verður þetta bara á góðum stað.“ Kirkjugarðurinn er mjög fallegur og vel við haldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessu vill formaður sóknarnefndar koma á framfæri. „Ég óska bara þess að þetta fari allt saman vel og að við fáum hér kirkjugarð innan bæjarmarkanna, sem verður sómi af og allir ánægðir með og aðgengilegur.“ Yfirlitsmynd af leiðunum í núverandi kirkjugarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira