„Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2025 09:04 Jota fagnaði sigri í Þjóðadeild karla í fótbolta með portúgalska landsliðinu í síðasta mánuði. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun vegna skyndilegs fráfalls Diogo Jota, landsliðsmanns Portúgal, og bróður hans André Silva. Portúgölsk knattspyrnuhreyfing sé í áfalli og syrgi mæta menn. Forseti sambandsins, Pedro Proenca, syrgir fráfall bræðranna og segir alla innan portúgalskrar knattspyrnu vera í áfalli vegna fregnanna. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. „Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni,“ segir í yfirlýsingu Proenca þar sem fjölskyldu og vinum þeirra er vottuð samúð. Jota giftist Rute Cardoso fyrir einungis tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. A Federação Portuguesa de Futebol e todo o Futebol português estão completamente devastados com a morte de Diogo Jota e do seu irmão André Silva, esta madrugada, em Espanha.Muito mais do que o fantástico jogador, com quase 50 internacionalizações pela Seleção Nacional A, Diogo… pic.twitter.com/yR9TII2h3K— Portugal (@selecaoportugal) July 3, 2025 Í yfirlýsingunni segir enn fremur að portúgalska sambandið hafi farið fram á það við Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, að halda mínútu þögn til að heiðra minningu bræðranna fyrir leik Portúgals við Spán á EM kvenna í kvöld. Yfirlýsing portúgalska knattspyrnusambandsins: Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni. Diogo Jota var ekki aðeins einstakur leikmaður, með næstum 50 landsleiki, heldur einnig einstakur maður, virtur af öllum liðsfélögum og andstæðingum, hann bjó yfir smitandi gleði og tengdi menn saman innan eigin samfélags. Fyrir mína hönd og fyrir hönd portúgalska knattspyrnusambandsins votta ég fjölskyldu og vinum Diogo og André Silva, sem og Liverpool FC og FC Penafiel, félögunum þar sem leikmennirnir spiluðu, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Portúgalska knattspyrnusambandið hefur þegar beðið UEFA um að halda mínútu þögn á fimmtudag fyrir leik landsliðsins gegn Spáni í Evrópukeppni kvenna. Við höfum misst tvo meistara. Andlát Diogo og André Silva er óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu og við munum gera allt til að heiðra arfleifð þeirra daglega. Portúgal Portúgalski boltinn Enski boltinn Andlát Diogo Jota Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Forseti sambandsins, Pedro Proenca, syrgir fráfall bræðranna og segir alla innan portúgalskrar knattspyrnu vera í áfalli vegna fregnanna. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. „Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni,“ segir í yfirlýsingu Proenca þar sem fjölskyldu og vinum þeirra er vottuð samúð. Jota giftist Rute Cardoso fyrir einungis tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. A Federação Portuguesa de Futebol e todo o Futebol português estão completamente devastados com a morte de Diogo Jota e do seu irmão André Silva, esta madrugada, em Espanha.Muito mais do que o fantástico jogador, com quase 50 internacionalizações pela Seleção Nacional A, Diogo… pic.twitter.com/yR9TII2h3K— Portugal (@selecaoportugal) July 3, 2025 Í yfirlýsingunni segir enn fremur að portúgalska sambandið hafi farið fram á það við Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, að halda mínútu þögn til að heiðra minningu bræðranna fyrir leik Portúgals við Spán á EM kvenna í kvöld. Yfirlýsing portúgalska knattspyrnusambandsins: Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni. Diogo Jota var ekki aðeins einstakur leikmaður, með næstum 50 landsleiki, heldur einnig einstakur maður, virtur af öllum liðsfélögum og andstæðingum, hann bjó yfir smitandi gleði og tengdi menn saman innan eigin samfélags. Fyrir mína hönd og fyrir hönd portúgalska knattspyrnusambandsins votta ég fjölskyldu og vinum Diogo og André Silva, sem og Liverpool FC og FC Penafiel, félögunum þar sem leikmennirnir spiluðu, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Portúgalska knattspyrnusambandið hefur þegar beðið UEFA um að halda mínútu þögn á fimmtudag fyrir leik landsliðsins gegn Spáni í Evrópukeppni kvenna. Við höfum misst tvo meistara. Andlát Diogo og André Silva er óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu og við munum gera allt til að heiðra arfleifð þeirra daglega.
Portúgal Portúgalski boltinn Enski boltinn Andlát Diogo Jota Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira