Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 23:48 Hjalti Dagur Hjaltason t.v. er formaður Félags læknanema. Vísir/Samsett Læknanemar segja fullyrðingar fjármálaráðuneytisins rangar og hvetja það til að kynna sér launamál sín betur og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum. Greint var frá því í fyrradag að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir álitu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema í sumarstarfi á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þeir væna Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að hafa tekið einhliða ákvörðun um að lækka laun þeirra sem tryggi að heilbrigðiskerfið sé starfhæft yfir sumartímann. Sumarvinnan ekki hluti af náminu Fjármálaráðuneytið fullyrti í tilkynningu í gær að læknanemum hafi verið tryggð launahækkun upp á 3,5 prósent eins og öðrum starfsmönnum hins opinbera. Breytingar hafi hins vegar verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem hafi valdið því að laun þeirra hafi hækkað umfram almennar launahækkanir. Laun læknanema eru reiknuð sem hlufall af lægstu mögulegu launum nýútskrifaðslæknis, sérnámsgrunnslæknis, og því hafi hlutfallinu verið breytt til að hækka ekki laun þeirra umfram aðra starfsmenn. Sjá einnig: Læknanemar fái víst launahækkun „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags læknanema, hefur ýmislegt um þennan málflutning ráðuneytisins að setja. Fyrir það fyrsta tekur hann fram að störf nema hjá heilbrigðisstofnunum landsins á sumrin séu ekki hluti af skipulögðu klínísku námi við læknadeild Háskóla Íslands. Um sé að ræða mikilvæg og ábyrgðarfull störf sem er undirstaða mönnunar yfir sumartímann. Hvetja ráðuneytið til að leiðrétta rangfærslurnar Hann segir breytingu launahlutfallsins ekki bara ósanngjarna heldur að hún byggi jafnframt á röngum forsendum. „Einnig er rangt meðfarið að laun læknanema séu til á launatöflu kjarasamnings LÍ og ríkisins. Laun þeirra hafa verið miðuð við ákveðna prósentu af lægstu mögulegu launum sem nýútskrifaður læknir getur fengið. Það er prósentuviðmiðið sem ríkið hefur einhliða lækkað í tvígang síðustu árin til að draga úr ávinningi læknanema af kjarasamningum sem læknar gerðu,“ segir Hjalti Dagur. „Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðuneytið til að kynna sér þessi mál nánar og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum.“ Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir álitu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema í sumarstarfi á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þeir væna Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að hafa tekið einhliða ákvörðun um að lækka laun þeirra sem tryggi að heilbrigðiskerfið sé starfhæft yfir sumartímann. Sumarvinnan ekki hluti af náminu Fjármálaráðuneytið fullyrti í tilkynningu í gær að læknanemum hafi verið tryggð launahækkun upp á 3,5 prósent eins og öðrum starfsmönnum hins opinbera. Breytingar hafi hins vegar verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem hafi valdið því að laun þeirra hafi hækkað umfram almennar launahækkanir. Laun læknanema eru reiknuð sem hlufall af lægstu mögulegu launum nýútskrifaðslæknis, sérnámsgrunnslæknis, og því hafi hlutfallinu verið breytt til að hækka ekki laun þeirra umfram aðra starfsmenn. Sjá einnig: Læknanemar fái víst launahækkun „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags læknanema, hefur ýmislegt um þennan málflutning ráðuneytisins að setja. Fyrir það fyrsta tekur hann fram að störf nema hjá heilbrigðisstofnunum landsins á sumrin séu ekki hluti af skipulögðu klínísku námi við læknadeild Háskóla Íslands. Um sé að ræða mikilvæg og ábyrgðarfull störf sem er undirstaða mönnunar yfir sumartímann. Hvetja ráðuneytið til að leiðrétta rangfærslurnar Hann segir breytingu launahlutfallsins ekki bara ósanngjarna heldur að hún byggi jafnframt á röngum forsendum. „Einnig er rangt meðfarið að laun læknanema séu til á launatöflu kjarasamnings LÍ og ríkisins. Laun þeirra hafa verið miðuð við ákveðna prósentu af lægstu mögulegu launum sem nýútskrifaður læknir getur fengið. Það er prósentuviðmiðið sem ríkið hefur einhliða lækkað í tvígang síðustu árin til að draga úr ávinningi læknanema af kjarasamningum sem læknar gerðu,“ segir Hjalti Dagur. „Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðuneytið til að kynna sér þessi mál nánar og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum.“
Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira