Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 09:00 Þorsteinn landsliðsþjálfari á síðustu æfingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik sinn á EM kvenna í Sviss. Ísland mætir Finnlandi í dag klukkan fjögur. Ísland og Finnland mætast í fyrsta leik EM í fótbolta í Sviss í dag. Þjálfarar beggja liða eru sammála um að mikilvægi góðra úrslita strax í fyrsta sé gífurlegt. Finnarnir reyndu að varpa pressunni yfir á Íslendinga á blaðamannafundi í gær. Liðin mætast á Stockhorn leikvanginum í Thun klukkan fjögur í dag í fyrsta leik mótsins í A-riðli sem inniheldur einnig lið heimakvenna frá Sviss og svo landslið Noregs. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins og því mikilvægi hvers leiks fyrir sig gífurlegt. Um það eru þjálfarar beggja liða sammála. „Auðvitað eru þetta náttúrulega bara þrír leikir og þeir skipta allir gríðarlega miklu máli og fyrsti leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli varðandi framhaldið og allt það og auðvitað erum við bara að hugsa um það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í gær. „Við erum bara fara inn í þennan leik til þess að vinna hann og ekkert annað. Munum gera allt til þess að reyna vinna þennan leik, fá sem mest út úr honum. Það er markmiðið en svo sjáum við bara til hvað kemur út úr því en auðvitað er fyrsti leikur alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn og allt það.“ Klippa: Fyrsti leikur gríðarlega mikilvægur Sigur væri stórt skref Kollegi Þorsteins hjá finnska landsliðinu, Marko Saloranta, tók í svipaðan streng á sínum blaðamannafundi aðspurður um mikilvægi leiksins. „Það væri mjög mikilvægt að ná strax í þrjú stig. Ég býst við því að ekkert eitt lið í þessum riðli fari upp með níu stig. Jafn riðill, þrjú stig væri frábær byrjun og myndi vera stórt skref upp á aðra leiki í riðlinum að gera.“ Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi í gærVísir/Anton Brink Sálfræðistríðið hafið? Segja mætti að finnska liðið væri, með þeirri nálgun sinni á blaðamannafundinum að segja að Ísland kæmi inn í leikinn sem líklegra liðið, að hefja eins konar sálfræðistríð og reyna varpa pressunni yfir á Ísland fyrir leik. Natalia Kuikka og Marko Saloranta eru fyrirliði og þjálfari finnska landsliðsins. Þau sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Thun, degi fyrir fyrsta leik EM þar sem Finnland og Ísland mætast.vísir/Anton „Auðvitað er þetta ákveðinn talsmáti sem þær eru að nota en ég veit alveg að þær eru að fara inn í þennan leik og leggja mikla áherslu á það að ætla vinna Ísland,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um það. Hann gat alveg tekið undir það að Ísland kæmi inn í leik dagsins sem líklegra liðið. „Ef við horfum á stöður og annað, hvað við höfum gert á síðustu árum þá er ekkert óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekkert og erum bara að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Þannig munum við nálgast þennan leik. En við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott lið, mjög vinnusamt lið. Við þurfum að vera mjög sterk í návígum og það þarf að vera mikil vinnsla hjá okkur því það er mikil hlaupageta í finnska liðinu. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjá meira
Liðin mætast á Stockhorn leikvanginum í Thun klukkan fjögur í dag í fyrsta leik mótsins í A-riðli sem inniheldur einnig lið heimakvenna frá Sviss og svo landslið Noregs. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins og því mikilvægi hvers leiks fyrir sig gífurlegt. Um það eru þjálfarar beggja liða sammála. „Auðvitað eru þetta náttúrulega bara þrír leikir og þeir skipta allir gríðarlega miklu máli og fyrsti leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli varðandi framhaldið og allt það og auðvitað erum við bara að hugsa um það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í gær. „Við erum bara fara inn í þennan leik til þess að vinna hann og ekkert annað. Munum gera allt til þess að reyna vinna þennan leik, fá sem mest út úr honum. Það er markmiðið en svo sjáum við bara til hvað kemur út úr því en auðvitað er fyrsti leikur alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn og allt það.“ Klippa: Fyrsti leikur gríðarlega mikilvægur Sigur væri stórt skref Kollegi Þorsteins hjá finnska landsliðinu, Marko Saloranta, tók í svipaðan streng á sínum blaðamannafundi aðspurður um mikilvægi leiksins. „Það væri mjög mikilvægt að ná strax í þrjú stig. Ég býst við því að ekkert eitt lið í þessum riðli fari upp með níu stig. Jafn riðill, þrjú stig væri frábær byrjun og myndi vera stórt skref upp á aðra leiki í riðlinum að gera.“ Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi í gærVísir/Anton Brink Sálfræðistríðið hafið? Segja mætti að finnska liðið væri, með þeirri nálgun sinni á blaðamannafundinum að segja að Ísland kæmi inn í leikinn sem líklegra liðið, að hefja eins konar sálfræðistríð og reyna varpa pressunni yfir á Ísland fyrir leik. Natalia Kuikka og Marko Saloranta eru fyrirliði og þjálfari finnska landsliðsins. Þau sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Thun, degi fyrir fyrsta leik EM þar sem Finnland og Ísland mætast.vísir/Anton „Auðvitað er þetta ákveðinn talsmáti sem þær eru að nota en ég veit alveg að þær eru að fara inn í þennan leik og leggja mikla áherslu á það að ætla vinna Ísland,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um það. Hann gat alveg tekið undir það að Ísland kæmi inn í leik dagsins sem líklegra liðið. „Ef við horfum á stöður og annað, hvað við höfum gert á síðustu árum þá er ekkert óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekkert og erum bara að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Þannig munum við nálgast þennan leik. En við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott lið, mjög vinnusamt lið. Við þurfum að vera mjög sterk í návígum og það þarf að vera mikil vinnsla hjá okkur því það er mikil hlaupageta í finnska liðinu. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjá meira