UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2025 10:33 Það rigndi á stelpurnar okkar á æfingu í gær en í dag er búist við miklum hita og sól í Thun. Samsett;Anton/UEFA Vegna þess hve miklum hita er spáð í Sviss í dag, á fyrsta degi Evrópumóts kvenna í fótbolta, hefur Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) brugðið til þess ráðs að breyta reglum á leikjum dagsins. Ísland mætir Finnlandi í Thun í dag klukkan 16 að íslenskum tíma, eða klukkan 18 að staðartíma, og veðurspáin gerði ráð fyrir yfir þrjátíu stiga hita þegar leikurinn hæfist. Nú er spáð að hitinn verði um 28 stig og jafnframt að sólin skíni. Til þess að bregðast við þessum mikla hita hefur UEFA ákveðið að leyfa íslenskum, finnskum og öðrum áhorfendum að hafa með sér vatn að drekka í stúkuna í dag. Leyfilegt verður að hafa allt að 0,5 lítra vatnsflöskur úr plasti eða áli en ekki úr gleri. View this post on Instagram A post shared by The Summit of Emotions (@weuro2025thesummit) Þá benda mótshaldarar fólki á það að öruggt sé að drekka vatn beint úr krana í Sviss, líkt og Íslendingar þekkja í sínu heimalandi. Mótshaldarar hvetja jafnframt fólk til að takmarka þann tíma sem það ver í sólskini, nota sólarvörn og hatta. Þó að íslenskum blaðamönnum þyki ansi heitt í Thun, auk þess sem lítið er um loftkælingu á hótelum og veitingastöðum, þá kvarta stelpurnar ekki og segjast höndla hitann vel, jafnvel þó að ekki sé loftkæling á þeirra hóteli. Þær hafa fengið góða regnskúra síðustu tvo daga en ekki er búist við rigningu á leiknum í kvöld heldur bara sól. Samkvæmt nýjustu tölum frá KSÍ er búist við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á Stockhorn Arena í Thun í dag. Fólk er hvatt til að safnast saman á sérstöku stuðningsmannasvæði á Waisenhausplatz í Thun sem opnar klukkan 11 að staðartíma og er opið til 21 í dag. Þaðan verður gengið á keppnisleikvanginn þar sem áætlað er að fólk mæti um kl. 14 að íslenskum tíma (16 að staðartíma), tveimur tímum áður en leikurinn hefst. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Ísland mætir Finnlandi í Thun í dag klukkan 16 að íslenskum tíma, eða klukkan 18 að staðartíma, og veðurspáin gerði ráð fyrir yfir þrjátíu stiga hita þegar leikurinn hæfist. Nú er spáð að hitinn verði um 28 stig og jafnframt að sólin skíni. Til þess að bregðast við þessum mikla hita hefur UEFA ákveðið að leyfa íslenskum, finnskum og öðrum áhorfendum að hafa með sér vatn að drekka í stúkuna í dag. Leyfilegt verður að hafa allt að 0,5 lítra vatnsflöskur úr plasti eða áli en ekki úr gleri. View this post on Instagram A post shared by The Summit of Emotions (@weuro2025thesummit) Þá benda mótshaldarar fólki á það að öruggt sé að drekka vatn beint úr krana í Sviss, líkt og Íslendingar þekkja í sínu heimalandi. Mótshaldarar hvetja jafnframt fólk til að takmarka þann tíma sem það ver í sólskini, nota sólarvörn og hatta. Þó að íslenskum blaðamönnum þyki ansi heitt í Thun, auk þess sem lítið er um loftkælingu á hótelum og veitingastöðum, þá kvarta stelpurnar ekki og segjast höndla hitann vel, jafnvel þó að ekki sé loftkæling á þeirra hóteli. Þær hafa fengið góða regnskúra síðustu tvo daga en ekki er búist við rigningu á leiknum í kvöld heldur bara sól. Samkvæmt nýjustu tölum frá KSÍ er búist við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á Stockhorn Arena í Thun í dag. Fólk er hvatt til að safnast saman á sérstöku stuðningsmannasvæði á Waisenhausplatz í Thun sem opnar klukkan 11 að staðartíma og er opið til 21 í dag. Þaðan verður gengið á keppnisleikvanginn þar sem áætlað er að fólk mæti um kl. 14 að íslenskum tíma (16 að staðartíma), tveimur tímum áður en leikurinn hefst.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira