Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2025 08:06 Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, segir að stund sannleikans sé runnin upp hjá Eurovision. Getty Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, vill að Ísrael verði meinuð þátttaka í Eurovision á meðan verið er að rannsaka stríðsrekstur Ísraela á Gasa. Hann vísar í fordæmi þar sem ákveðið var að vísa Rússum og Hvít-Rússum úr keppni vegna innrásarstríðsins í Úkraínu. Stefán Jón segir að í mesta lagi skuli heimila sjálfstæðum ísraelskum listamönnum að keppa undir hlutlausum fána, að því gefnu að þeir lýsi opinberlega yfir stuðningi við grunngildi Eurovision, þar með talið mannréttindi allra. Þetta kemur fram í grein Stefáns Jóns sem birt var á Vísi í morgun og hann skrifar í tilefni af aðalfundi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í London á fimmtudag og föstudag. Stefán Jón segir að stund sannleikans sé runnin upp fyrir Eurovision. „Ætti ríki sem situr undir trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi að fá að vera áfram þátttakandi á menningarhátíð Evrópu,“ spyr Stefán Jón í greininni og vísar til þeirrar „siðferðislegu ákvörðunar“ EBU að vísa Rússum úr keppninni árið 2022 vegna innrásarinnar inn í Úkraínu. Eitt siðferðisviðmið fyrir evrópsk fórnarlömb og annað fyrir Palestínumenn Stefán Jón segir að fjölmörg ríki, þar með talið Ísland, hafi árið 2022 krafist þess að Rússum yrði vísað úr keppni í nafni friðar og samstöðu. „EBU sagði: „Ákvörðunin endurspeglar áhyggjur af því að, í ljósi fordæmalausrar kreppu í Úkraínu, myndi þátttaka rússnesks atriðis í keppninni þetta árið vanvirða keppnina.“ Síðan var sagt í yfirlýsingu: „Framkvæmdastjórn EBU tók ákvörðunina með hliðsjón af reglum keppninnar og gildi EBU, eftir víðtækt samráð meðal aðildarlanda.“ Nú þarf að beita sömu viðmiðum gagnvart Ísrael. Hernaðaraðgerðir þess í Gasasvæðinu hafa verið harðlega fordæmdar af alþjóðasamfélaginu fyrir alvarleg brot á alþjóðalögum. EBU getur ekki haft eitt siðferðisviðmið fyrir evrópsk fórnarlömb og annað fyrir Palestínumenn,“ segir Stefán Jón. Um árás Hamas á Ísraela 7. október 2023 segir Stefán Jón að um hafi verið að ræða glæpi af alvarlegustu gerð sem hafi réttilega verið fordæmdir. Glæpur réttlæti þó ekki annan glæp. „Viðbrögð Ísraels hafa lagt líf meira en tveggja milljóna saklausra íbúa Gasa í rúst, fólks sem flest átti engan hlut í árás Hamas,“ segir Stefán Jón. Fimmtíu þúsund manns hafi verið drepnir, samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjónunum. Formaður stjórar RÚV tekur þó fram að enginn vilji banna ísraelskum listamönnum að skapa tónlist og að málið snúist hvorki um gyðingdóm né gyðinga sem slíka. Fjöldi gyðinga víða um heim, þar á meðal í Ísrael, mótmæli stefnu ríkisstjórnar Ísraels á Gasa. EBU taki málið til endurskoðunar Stefán Jón segir að það sé ekki til of mikils mælst að EBU taki nú þátttöku Ísraels til endurskoðunar í opnu og gangsæju ferli þar sem raddir allra þátttökuríkja fái að hljóma. „Um eftirfarandi tillögur ætti að ræða, með fullri virðingu: Fresta þátttöku Ísraels þar til alþjóðlegar rannsóknir liggja fyrir með óyggjandi niðurstöðum. Í mesta lagi leyfa sjálfstæðum ísraelskum listamönnum að keppa undir hlutlausum fána að því gefnu að þeir lýsi yfir stuðningi við grunngildi Eurovision, þar á meðal mannréttindi allra. Fylgja mannréttindaviðmiðum í reglum Eurovision, í anda alþjóðlegra íþrótta og stjórnmála og með fordæmið um Rússland til hliðsjónar. Stund sannleikans fyrir Eurovision Fyrir tveimur árum vonuðust margir til að ástandið í Gasa myndi lagast og gripu ekki til aðgerða gegn Ísrael. Í staðinn hefur eyðileggingin aukist dag frá degi, lík eftir lík. Yfir 15.000 börn eru látin. Ef EBU leyfir Ísrael að taka áfram þátt við þessar aðstæður sendir það þau skilaboð að gildi Eurovision—friðhelgi, þátttaka og samstaða—séu valkvæð. Valin eftir hentugleikum. Það er óviðunandi. Keppnin verður að standa fyrir meira en ljós og lög og gleðihopp á meðan sprengjur falla og fólk deyr unnvörpum - líka meðan söngvarar standa á sviði. Að hafna þátttöku Ísraels núna er ekki að enda partýið heldur að krefjast þess að það endurspegli þau gildi sem við segjumst trúa á,“ segir Stefán Jón i grein sinni. RÚV styðji við tillögu um brottvísun, komi hún fram Málefni Eurovision voru til umræðu á fundi stjórnar RÚV þann 28. maí síðastliðinn þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri var með yfirferð um Eurovision og þátttöku Ísraels í keppninni. Var stjórninni þar upplýst um að þátttaka Ísraels í keppninni yrði rædd með einum eða öðrum hætti á aðalfundi EBU í London í byrjun júlí sem og á öðrum fundum innan EBU. Stefán Jón bókaði þar sérstaklega að stjórnin beini þeim tilmælum til útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á vettvangi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr samtökunum og/eða söngvakeppninni vegna framgöngu ísraelska stjórnvalda gagnvart íbúum Gasa skuli Ríkisútvarpið styðja slíka tillögu að höfðu samráði við stjórn. „Þar er vísað til fordæmis gagnvart Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vegna óviðunandi framgöngu þeirra ríkja,“ segir í bókuninni. Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Stefán Jón segir að í mesta lagi skuli heimila sjálfstæðum ísraelskum listamönnum að keppa undir hlutlausum fána, að því gefnu að þeir lýsi opinberlega yfir stuðningi við grunngildi Eurovision, þar með talið mannréttindi allra. Þetta kemur fram í grein Stefáns Jóns sem birt var á Vísi í morgun og hann skrifar í tilefni af aðalfundi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í London á fimmtudag og föstudag. Stefán Jón segir að stund sannleikans sé runnin upp fyrir Eurovision. „Ætti ríki sem situr undir trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi að fá að vera áfram þátttakandi á menningarhátíð Evrópu,“ spyr Stefán Jón í greininni og vísar til þeirrar „siðferðislegu ákvörðunar“ EBU að vísa Rússum úr keppninni árið 2022 vegna innrásarinnar inn í Úkraínu. Eitt siðferðisviðmið fyrir evrópsk fórnarlömb og annað fyrir Palestínumenn Stefán Jón segir að fjölmörg ríki, þar með talið Ísland, hafi árið 2022 krafist þess að Rússum yrði vísað úr keppni í nafni friðar og samstöðu. „EBU sagði: „Ákvörðunin endurspeglar áhyggjur af því að, í ljósi fordæmalausrar kreppu í Úkraínu, myndi þátttaka rússnesks atriðis í keppninni þetta árið vanvirða keppnina.“ Síðan var sagt í yfirlýsingu: „Framkvæmdastjórn EBU tók ákvörðunina með hliðsjón af reglum keppninnar og gildi EBU, eftir víðtækt samráð meðal aðildarlanda.“ Nú þarf að beita sömu viðmiðum gagnvart Ísrael. Hernaðaraðgerðir þess í Gasasvæðinu hafa verið harðlega fordæmdar af alþjóðasamfélaginu fyrir alvarleg brot á alþjóðalögum. EBU getur ekki haft eitt siðferðisviðmið fyrir evrópsk fórnarlömb og annað fyrir Palestínumenn,“ segir Stefán Jón. Um árás Hamas á Ísraela 7. október 2023 segir Stefán Jón að um hafi verið að ræða glæpi af alvarlegustu gerð sem hafi réttilega verið fordæmdir. Glæpur réttlæti þó ekki annan glæp. „Viðbrögð Ísraels hafa lagt líf meira en tveggja milljóna saklausra íbúa Gasa í rúst, fólks sem flest átti engan hlut í árás Hamas,“ segir Stefán Jón. Fimmtíu þúsund manns hafi verið drepnir, samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjónunum. Formaður stjórar RÚV tekur þó fram að enginn vilji banna ísraelskum listamönnum að skapa tónlist og að málið snúist hvorki um gyðingdóm né gyðinga sem slíka. Fjöldi gyðinga víða um heim, þar á meðal í Ísrael, mótmæli stefnu ríkisstjórnar Ísraels á Gasa. EBU taki málið til endurskoðunar Stefán Jón segir að það sé ekki til of mikils mælst að EBU taki nú þátttöku Ísraels til endurskoðunar í opnu og gangsæju ferli þar sem raddir allra þátttökuríkja fái að hljóma. „Um eftirfarandi tillögur ætti að ræða, með fullri virðingu: Fresta þátttöku Ísraels þar til alþjóðlegar rannsóknir liggja fyrir með óyggjandi niðurstöðum. Í mesta lagi leyfa sjálfstæðum ísraelskum listamönnum að keppa undir hlutlausum fána að því gefnu að þeir lýsi yfir stuðningi við grunngildi Eurovision, þar á meðal mannréttindi allra. Fylgja mannréttindaviðmiðum í reglum Eurovision, í anda alþjóðlegra íþrótta og stjórnmála og með fordæmið um Rússland til hliðsjónar. Stund sannleikans fyrir Eurovision Fyrir tveimur árum vonuðust margir til að ástandið í Gasa myndi lagast og gripu ekki til aðgerða gegn Ísrael. Í staðinn hefur eyðileggingin aukist dag frá degi, lík eftir lík. Yfir 15.000 börn eru látin. Ef EBU leyfir Ísrael að taka áfram þátt við þessar aðstæður sendir það þau skilaboð að gildi Eurovision—friðhelgi, þátttaka og samstaða—séu valkvæð. Valin eftir hentugleikum. Það er óviðunandi. Keppnin verður að standa fyrir meira en ljós og lög og gleðihopp á meðan sprengjur falla og fólk deyr unnvörpum - líka meðan söngvarar standa á sviði. Að hafna þátttöku Ísraels núna er ekki að enda partýið heldur að krefjast þess að það endurspegli þau gildi sem við segjumst trúa á,“ segir Stefán Jón i grein sinni. RÚV styðji við tillögu um brottvísun, komi hún fram Málefni Eurovision voru til umræðu á fundi stjórnar RÚV þann 28. maí síðastliðinn þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri var með yfirferð um Eurovision og þátttöku Ísraels í keppninni. Var stjórninni þar upplýst um að þátttaka Ísraels í keppninni yrði rædd með einum eða öðrum hætti á aðalfundi EBU í London í byrjun júlí sem og á öðrum fundum innan EBU. Stefán Jón bókaði þar sérstaklega að stjórnin beini þeim tilmælum til útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á vettvangi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr samtökunum og/eða söngvakeppninni vegna framgöngu ísraelska stjórnvalda gagnvart íbúum Gasa skuli Ríkisútvarpið styðja slíka tillögu að höfðu samráði við stjórn. „Þar er vísað til fordæmis gagnvart Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vegna óviðunandi framgöngu þeirra ríkja,“ segir í bókuninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira