„Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 09:02 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss þar sem að Ísland spilar sinn fyrsta leik gegn Finnlandi á miðvikudaginn kemur. Vísir/Anton Brink Auk þess að leika lykilhlutverk innan vallar, með íslenska landsliðinu í fótbolta, sá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um það í heilt ár að vinna samfélagsmiðlaefni liðsins. Hún fann svo nýjan mann í starfið fyrir EM. Fyrsti leikur Íslands á EM er við Finnland á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Karólína er að sjálfsögðu með fullan fókus á Evrópumótið hér í Sviss en hún segir gaman að geta gefið stuðningsmönnum innsýn í það sem gengur og gerist á mótinu með skemmtilegum myndböndum, og setur það ekki fyrir sig að vera með myndavél framan í sér nánast allan daginn. „Mér finnst ekkert að því. Maður er orðinn vanur þessu. Svona er þetta í dag hjá öllum félagsliðum og auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka.“ Karólína er sjálf dugleg að deila efni á samfélagsmiðlum og segir engar sérstakar reglur gilda hjá leikmönnum í þessum málum á mótinu. KSÍ deilir einnig alls konar skemmtilegu efni en sambandið réði, að ráði Karólínu, Arnar Laufdal sem sérstakan samfélagsmiðlastjóra fyrir mótið: „Ég held að það fari bara eftir persónuleika hvers og eins hvað við póstum mikið. Ég var búin að sjá um „social media“ hjá kvennaliðinu fyrir KSÍ í eitt ár og var orðin svolítið þreytt á því. Ég talaði við Arnar og KSÍ, við fengum hann inn og hann er ekkert smágóður í þessu. Það er geggjað að sjá hvernig efnið hans er að koma út,“ segir Karólína. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Karólína verður svo væntanlega bráðum áberandi á samfélagsmiðlum Inter á Ítalíu því samkvæmt ítölskum miðlum hefur hún samið um að ganga til liðs við félagið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í vetur með glæsibrag og hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið. Love Island, kubb og hrikalega góð stemning Áður en hún flytur til Ítalíu mun Karólína hins vegar setja alla sína krafta í Evrópumótið sem hefst eftir aðeins tvo daga. Á milli leikja, æfinga og liðsfunda verja stelpurnar tímanum saman á glæsilegu hóteli sínu við Thun-vatnið. „Við erum að horfa á Love Island raunveruleikaþættina. Svo erum við að spila, það er kubb-mót [sem fram fór í gærkvöld] og alls konar fleira. Stórmót eru alltaf mjög einstök. Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Geggjaður hópur og mikil samheldni, og maður er bara mjög spenntur. Maður er búinn að bíða eftir þessu og vonandi gengur allt vel,“ segir Karólína sem er nú að hefja sitt annað stórmót eftir að hafa slegið í gegn á EM í Englandi fyrir þremur árum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Fyrsti leikur Íslands á EM er við Finnland á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Karólína er að sjálfsögðu með fullan fókus á Evrópumótið hér í Sviss en hún segir gaman að geta gefið stuðningsmönnum innsýn í það sem gengur og gerist á mótinu með skemmtilegum myndböndum, og setur það ekki fyrir sig að vera með myndavél framan í sér nánast allan daginn. „Mér finnst ekkert að því. Maður er orðinn vanur þessu. Svona er þetta í dag hjá öllum félagsliðum og auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka.“ Karólína er sjálf dugleg að deila efni á samfélagsmiðlum og segir engar sérstakar reglur gilda hjá leikmönnum í þessum málum á mótinu. KSÍ deilir einnig alls konar skemmtilegu efni en sambandið réði, að ráði Karólínu, Arnar Laufdal sem sérstakan samfélagsmiðlastjóra fyrir mótið: „Ég held að það fari bara eftir persónuleika hvers og eins hvað við póstum mikið. Ég var búin að sjá um „social media“ hjá kvennaliðinu fyrir KSÍ í eitt ár og var orðin svolítið þreytt á því. Ég talaði við Arnar og KSÍ, við fengum hann inn og hann er ekkert smágóður í þessu. Það er geggjað að sjá hvernig efnið hans er að koma út,“ segir Karólína. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Karólína verður svo væntanlega bráðum áberandi á samfélagsmiðlum Inter á Ítalíu því samkvæmt ítölskum miðlum hefur hún samið um að ganga til liðs við félagið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í vetur með glæsibrag og hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið. Love Island, kubb og hrikalega góð stemning Áður en hún flytur til Ítalíu mun Karólína hins vegar setja alla sína krafta í Evrópumótið sem hefst eftir aðeins tvo daga. Á milli leikja, æfinga og liðsfunda verja stelpurnar tímanum saman á glæsilegu hóteli sínu við Thun-vatnið. „Við erum að horfa á Love Island raunveruleikaþættina. Svo erum við að spila, það er kubb-mót [sem fram fór í gærkvöld] og alls konar fleira. Stórmót eru alltaf mjög einstök. Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Geggjaður hópur og mikil samheldni, og maður er bara mjög spenntur. Maður er búinn að bíða eftir þessu og vonandi gengur allt vel,“ segir Karólína sem er nú að hefja sitt annað stórmót eftir að hafa slegið í gegn á EM í Englandi fyrir þremur árum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki