„Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 09:02 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss þar sem að Ísland spilar sinn fyrsta leik gegn Finnlandi á miðvikudaginn kemur. Vísir/Anton Brink Auk þess að leika lykilhlutverk innan vallar, með íslenska landsliðinu í fótbolta, sá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um það í heilt ár að vinna samfélagsmiðlaefni liðsins. Hún fann svo nýjan mann í starfið fyrir EM. Fyrsti leikur Íslands á EM er við Finnland á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Karólína er að sjálfsögðu með fullan fókus á Evrópumótið hér í Sviss en hún segir gaman að geta gefið stuðningsmönnum innsýn í það sem gengur og gerist á mótinu með skemmtilegum myndböndum, og setur það ekki fyrir sig að vera með myndavél framan í sér nánast allan daginn. „Mér finnst ekkert að því. Maður er orðinn vanur þessu. Svona er þetta í dag hjá öllum félagsliðum og auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka.“ Karólína er sjálf dugleg að deila efni á samfélagsmiðlum og segir engar sérstakar reglur gilda hjá leikmönnum í þessum málum á mótinu. KSÍ deilir einnig alls konar skemmtilegu efni en sambandið réði, að ráði Karólínu, Arnar Laufdal sem sérstakan samfélagsmiðlastjóra fyrir mótið: „Ég held að það fari bara eftir persónuleika hvers og eins hvað við póstum mikið. Ég var búin að sjá um „social media“ hjá kvennaliðinu fyrir KSÍ í eitt ár og var orðin svolítið þreytt á því. Ég talaði við Arnar og KSÍ, við fengum hann inn og hann er ekkert smágóður í þessu. Það er geggjað að sjá hvernig efnið hans er að koma út,“ segir Karólína. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Karólína verður svo væntanlega bráðum áberandi á samfélagsmiðlum Inter á Ítalíu því samkvæmt ítölskum miðlum hefur hún samið um að ganga til liðs við félagið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í vetur með glæsibrag og hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið. Love Island, kubb og hrikalega góð stemning Áður en hún flytur til Ítalíu mun Karólína hins vegar setja alla sína krafta í Evrópumótið sem hefst eftir aðeins tvo daga. Á milli leikja, æfinga og liðsfunda verja stelpurnar tímanum saman á glæsilegu hóteli sínu við Thun-vatnið. „Við erum að horfa á Love Island raunveruleikaþættina. Svo erum við að spila, það er kubb-mót [sem fram fór í gærkvöld] og alls konar fleira. Stórmót eru alltaf mjög einstök. Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Geggjaður hópur og mikil samheldni, og maður er bara mjög spenntur. Maður er búinn að bíða eftir þessu og vonandi gengur allt vel,“ segir Karólína sem er nú að hefja sitt annað stórmót eftir að hafa slegið í gegn á EM í Englandi fyrir þremur árum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Fyrsti leikur Íslands á EM er við Finnland á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Karólína er að sjálfsögðu með fullan fókus á Evrópumótið hér í Sviss en hún segir gaman að geta gefið stuðningsmönnum innsýn í það sem gengur og gerist á mótinu með skemmtilegum myndböndum, og setur það ekki fyrir sig að vera með myndavél framan í sér nánast allan daginn. „Mér finnst ekkert að því. Maður er orðinn vanur þessu. Svona er þetta í dag hjá öllum félagsliðum og auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka.“ Karólína er sjálf dugleg að deila efni á samfélagsmiðlum og segir engar sérstakar reglur gilda hjá leikmönnum í þessum málum á mótinu. KSÍ deilir einnig alls konar skemmtilegu efni en sambandið réði, að ráði Karólínu, Arnar Laufdal sem sérstakan samfélagsmiðlastjóra fyrir mótið: „Ég held að það fari bara eftir persónuleika hvers og eins hvað við póstum mikið. Ég var búin að sjá um „social media“ hjá kvennaliðinu fyrir KSÍ í eitt ár og var orðin svolítið þreytt á því. Ég talaði við Arnar og KSÍ, við fengum hann inn og hann er ekkert smágóður í þessu. Það er geggjað að sjá hvernig efnið hans er að koma út,“ segir Karólína. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Karólína verður svo væntanlega bráðum áberandi á samfélagsmiðlum Inter á Ítalíu því samkvæmt ítölskum miðlum hefur hún samið um að ganga til liðs við félagið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í vetur með glæsibrag og hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið. Love Island, kubb og hrikalega góð stemning Áður en hún flytur til Ítalíu mun Karólína hins vegar setja alla sína krafta í Evrópumótið sem hefst eftir aðeins tvo daga. Á milli leikja, æfinga og liðsfunda verja stelpurnar tímanum saman á glæsilegu hóteli sínu við Thun-vatnið. „Við erum að horfa á Love Island raunveruleikaþættina. Svo erum við að spila, það er kubb-mót [sem fram fór í gærkvöld] og alls konar fleira. Stórmót eru alltaf mjög einstök. Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Geggjaður hópur og mikil samheldni, og maður er bara mjög spenntur. Maður er búinn að bíða eftir þessu og vonandi gengur allt vel,“ segir Karólína sem er nú að hefja sitt annað stórmót eftir að hafa slegið í gegn á EM í Englandi fyrir þremur árum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira