Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2025 13:54 Allt var með kyrrum kjörum á bílastæði N1 við Hringbraut þegar blaðamaður leit við í hádeginu í dag. Vísir/KTD Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á sunnudaginn að farþegi í rútu hefði ráðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Aðrir farþegar hefðu haldið árásarmanninum niðri á bílastæði N1 við Hringbraut þar til lögregla kom á vettvang. Fékk að fljóta með í bæinn Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan að ferja gesti úr veislu í úthverfi Reykjavíkur um miðnætti í áframhaldandi stuð á næturlífinu í miðborginni. Um var að ræða minni gerð af rútu sem gestirnir pöntuðu sem ódýrari kost en að fara í nokkrum leigubílum niður í bæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur og um tvítugt. Hann var meðal gesta í veislunni en þó ekki hluti af þeim vinahóp sem pantaði rútuna. Hann fékk þó að fljóta með niður í bæ en ekki vildi betur til en svo að hann kastaði upp á leiðinni. Árásarmaðurinn sagði rútubílstjóranum við það tilefni að stöðva för rútunnar og hleypa sér út en rútubílstjórinn vildi ekki verða við því á miðri umferðargötu. Skipti þá engum togum heldur lét gesturinn höggin dynja á bílstjóranum sem mun vera á sjötugsaldri. Sá töluvert á andliti bílstjórans Bílstjórinn ók þá inn á bílastæði N1 við Hringbraut og hörfaði út úr rútunni. Árásarmaðurinn reyndi að ráðast aftur á bílstjórann og þurfti fjóra til fimm unga karlmenn úr rútunni til að halda aftur af honum. Í millitíðinni hafði verið hringt í lögreglu sem mætti á svæðið skömmu síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu gafst árásarmaðurinn ekki upp fyrr en hann heyrði í sírenum lögreglubílsins sem var ekið með hraði inn á bílastæðið. Sjúkrabíll mætti í kjölfarið og var rútubílstjórinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Töluvert sá á andliti hans eftir árásina. Árásarmaðurinn gisti nóttina í fangageymslu og var tekin skýrsla af honum á sunnudagsmorgun. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á sunnudaginn að farþegi í rútu hefði ráðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Aðrir farþegar hefðu haldið árásarmanninum niðri á bílastæði N1 við Hringbraut þar til lögregla kom á vettvang. Fékk að fljóta með í bæinn Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan að ferja gesti úr veislu í úthverfi Reykjavíkur um miðnætti í áframhaldandi stuð á næturlífinu í miðborginni. Um var að ræða minni gerð af rútu sem gestirnir pöntuðu sem ódýrari kost en að fara í nokkrum leigubílum niður í bæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur og um tvítugt. Hann var meðal gesta í veislunni en þó ekki hluti af þeim vinahóp sem pantaði rútuna. Hann fékk þó að fljóta með niður í bæ en ekki vildi betur til en svo að hann kastaði upp á leiðinni. Árásarmaðurinn sagði rútubílstjóranum við það tilefni að stöðva för rútunnar og hleypa sér út en rútubílstjórinn vildi ekki verða við því á miðri umferðargötu. Skipti þá engum togum heldur lét gesturinn höggin dynja á bílstjóranum sem mun vera á sjötugsaldri. Sá töluvert á andliti bílstjórans Bílstjórinn ók þá inn á bílastæði N1 við Hringbraut og hörfaði út úr rútunni. Árásarmaðurinn reyndi að ráðast aftur á bílstjórann og þurfti fjóra til fimm unga karlmenn úr rútunni til að halda aftur af honum. Í millitíðinni hafði verið hringt í lögreglu sem mætti á svæðið skömmu síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu gafst árásarmaðurinn ekki upp fyrr en hann heyrði í sírenum lögreglubílsins sem var ekið með hraði inn á bílastæðið. Sjúkrabíll mætti í kjölfarið og var rútubílstjórinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Töluvert sá á andliti hans eftir árásina. Árásarmaðurinn gisti nóttina í fangageymslu og var tekin skýrsla af honum á sunnudagsmorgun. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12
Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36