Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2025 11:29 Dómsmálaráðherra óskaði svara eftir að í ljós kom að fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu viðkvæm gögn undir höndum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Ólafs Þórs við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins en fjölmiðlar greindu frá því á vormánuðum að Jón Óttar Ólafsson lögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, báðir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, hefðu haft á brott með sér gögn þegar þeir hættu. Þeir stofnuðu í kjölfarið njósnafyrirtækið PPP sf. sem er meðal annars sagt hafa stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, í tengslum við mál fyrrverandi hlutahafa Landsbankans gegn auðmanninum. Meintur stuldur Jóns Óttars og Guðmundar Hauks á gögnunum var kærður árið 2012 en málið fellt niður af ríkissaksóknara. Í svörum Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins rekur hann meðal annars stofnun embættis sérstaks saksóknara, sem var komið á laggirnar í kjölfar bankahrunsins 2008 og lagt niður 2015. Þá er fjallað um tölvukerfi embættisins, verklag við símhleranir og varðveislu gagna. Almennt var verklagið þannig að sérstakur saksóknari lagði símhlerunarkröfu fyrir héraðsdóm og að henni samþykktri var viðkomandi símanúmer tengt í hlerun af tölvu- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allar upptökurnar fóru inn á hlustunardrif sem aðeins fáir höfðu aðgang að. Hlustað var á upptökurnar eftir á og skráð hver hlustaði, hvort umrætt símtal hafði þýðingu fyrir rannsókn mála og hvort að varðveita ætti það eða eyða. Öllum símtölum milli viðkomandi og verjenda bar að eyða strax en aðrar upptökur voru geymdar, fyrst samkvæmt íslenskum lögum og síðar samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009, í málinu Natunen gegn Finnlandi, að yfirvöldum bæri að geyma allar símtalaupptökur þar til umræddum málum væri lokið á öllum dómstigum. Í svörum sínum ítrekar Ólafur Þór að aðgangur að hlustunardrifinu hafi verið afmarkaður við rannsakendur sem unnu að rannsókn viðkomandi máls. Aðgengi hafi verið stjórnað með aðgangsstýringu og frá áramótunum 2011 til 2012 hafi verið hægt að rekja rafræn spor starfsmanna. Þá var settur upp læsingarhugbúnaður sem virkjaðist þegar gögn voru afrituð á minniskubba. Hér má finna svör héraðssaksóknara við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Ólafs Þórs við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins en fjölmiðlar greindu frá því á vormánuðum að Jón Óttar Ólafsson lögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, báðir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, hefðu haft á brott með sér gögn þegar þeir hættu. Þeir stofnuðu í kjölfarið njósnafyrirtækið PPP sf. sem er meðal annars sagt hafa stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, í tengslum við mál fyrrverandi hlutahafa Landsbankans gegn auðmanninum. Meintur stuldur Jóns Óttars og Guðmundar Hauks á gögnunum var kærður árið 2012 en málið fellt niður af ríkissaksóknara. Í svörum Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins rekur hann meðal annars stofnun embættis sérstaks saksóknara, sem var komið á laggirnar í kjölfar bankahrunsins 2008 og lagt niður 2015. Þá er fjallað um tölvukerfi embættisins, verklag við símhleranir og varðveislu gagna. Almennt var verklagið þannig að sérstakur saksóknari lagði símhlerunarkröfu fyrir héraðsdóm og að henni samþykktri var viðkomandi símanúmer tengt í hlerun af tölvu- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allar upptökurnar fóru inn á hlustunardrif sem aðeins fáir höfðu aðgang að. Hlustað var á upptökurnar eftir á og skráð hver hlustaði, hvort umrætt símtal hafði þýðingu fyrir rannsókn mála og hvort að varðveita ætti það eða eyða. Öllum símtölum milli viðkomandi og verjenda bar að eyða strax en aðrar upptökur voru geymdar, fyrst samkvæmt íslenskum lögum og síðar samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009, í málinu Natunen gegn Finnlandi, að yfirvöldum bæri að geyma allar símtalaupptökur þar til umræddum málum væri lokið á öllum dómstigum. Í svörum sínum ítrekar Ólafur Þór að aðgangur að hlustunardrifinu hafi verið afmarkaður við rannsakendur sem unnu að rannsókn viðkomandi máls. Aðgengi hafi verið stjórnað með aðgangsstýringu og frá áramótunum 2011 til 2012 hafi verið hægt að rekja rafræn spor starfsmanna. Þá var settur upp læsingarhugbúnaður sem virkjaðist þegar gögn voru afrituð á minniskubba. Hér má finna svör héraðssaksóknara við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira