Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 12:01 Sergio Francisco gæti notað Orra og Mikel Oyarzabal saman inni í vellinum á næsta tímabili. getty Orri Steinn Óskarsson verður aðalframherji Real Sociedad á næsta tímabili ef hann nýtir undirbúningstímabilið vel. Sparnaðarsumar er framundan hjá liðinu og stór kaup ekki væntanleg, en breyting á leikkerfi liðsins líkleg undir nýjum þjálfara. Orri og Mikel Oyarzabal myndu þá ekki berjast um sömu stöðuna lengur. Mundo Deportivo fjallar um hlutverk Orra á næsta tímabili. Þar segir að miklar vonir séu bundnar við dýrasta leikmann í sögu Real Sociedad fyrir næsta tímabil. Hann hafi fengið góðan tíma til að aðlagast spænska boltanum á síðasta tímabili en nú sé tími kominn til að standa undir væntingunum sem fylgja verðmiðanum. Real Sociedad mun spila undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili, Sergio Francisco tók við aðalliðinu eftir að hafa náð góðum árangri með varaliðinu, af Imanol Alguaciol sem hafði stýrt liðinu síðustu sex ár. Liðið endaði í ellefta sæti á síðasta tímabili og hefur ekki efni á dýrum kaupum í sumar þar sem það missti af Evrópukeppni og fær fjörutíu milljónum evra minna til að eyða en á síðasta tímabili. Stefnan er þó að styrkja liðið eitthvað, Sociedad hefur augastað á varnarmanninum Igor Julio og mun væntanlega leita að nýjum miðjumanni fyrir Martin Zubimendi, sem er á leið til Arsenal. Kaup á nýjum framherja eru hins vegar ekki í kortunum. Orri mun berjast um stöðuna við Mikel Oyarzabal og tvo leikmenn sem eru að snúa aftur úr láni. Á síðasta tímabili þurfti Orri að berjast við fyrirliðann Oyarzabal um framherjastöðuna í 4-1-4-1 leikkerfi en nýi þjálfarinn notaði 4-2-3-1 leikkerfi þegar hann kom varaliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Orri þurfti að sitja töluvert á bekknum á síðasta tímabili en það gæti breyst undir nýjum þjálfara. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Oyarzabal gæti því farið niður í sína náttúrulegu stöðu fyrir aftan framherjann og Orri gæti orðið aðalframherji liðsins, ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. Allt eru þetta auðvitað getgátur að svo stöddu en ljóst er að Orri er í kjörstöðu til að komast í stórt hlutverk hjá nýja þjálfaranum og miklar vonir eru bundnar við hann, dýrasta leikmann í sögu félagsins. Umar Sadiq og Carlos Fernández munu einnig berjast um stöðuna en þeir eru báðir að snúa aftur úr láni og ekki eins hátt skrifaðir hjá félaginu fyrir fram. Orri Steinn settist niður með Aroni Guðmundssyni í síðasta landsleikjaglugga og ræddi, meðal annars, hlutverk sitt hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Viðtalið má finna í spilurunum hér fyrir neðan. Spænski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjá meira
Mundo Deportivo fjallar um hlutverk Orra á næsta tímabili. Þar segir að miklar vonir séu bundnar við dýrasta leikmann í sögu Real Sociedad fyrir næsta tímabil. Hann hafi fengið góðan tíma til að aðlagast spænska boltanum á síðasta tímabili en nú sé tími kominn til að standa undir væntingunum sem fylgja verðmiðanum. Real Sociedad mun spila undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili, Sergio Francisco tók við aðalliðinu eftir að hafa náð góðum árangri með varaliðinu, af Imanol Alguaciol sem hafði stýrt liðinu síðustu sex ár. Liðið endaði í ellefta sæti á síðasta tímabili og hefur ekki efni á dýrum kaupum í sumar þar sem það missti af Evrópukeppni og fær fjörutíu milljónum evra minna til að eyða en á síðasta tímabili. Stefnan er þó að styrkja liðið eitthvað, Sociedad hefur augastað á varnarmanninum Igor Julio og mun væntanlega leita að nýjum miðjumanni fyrir Martin Zubimendi, sem er á leið til Arsenal. Kaup á nýjum framherja eru hins vegar ekki í kortunum. Orri mun berjast um stöðuna við Mikel Oyarzabal og tvo leikmenn sem eru að snúa aftur úr láni. Á síðasta tímabili þurfti Orri að berjast við fyrirliðann Oyarzabal um framherjastöðuna í 4-1-4-1 leikkerfi en nýi þjálfarinn notaði 4-2-3-1 leikkerfi þegar hann kom varaliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Orri þurfti að sitja töluvert á bekknum á síðasta tímabili en það gæti breyst undir nýjum þjálfara. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Oyarzabal gæti því farið niður í sína náttúrulegu stöðu fyrir aftan framherjann og Orri gæti orðið aðalframherji liðsins, ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. Allt eru þetta auðvitað getgátur að svo stöddu en ljóst er að Orri er í kjörstöðu til að komast í stórt hlutverk hjá nýja þjálfaranum og miklar vonir eru bundnar við hann, dýrasta leikmann í sögu félagsins. Umar Sadiq og Carlos Fernández munu einnig berjast um stöðuna en þeir eru báðir að snúa aftur úr láni og ekki eins hátt skrifaðir hjá félaginu fyrir fram. Orri Steinn settist niður með Aroni Guðmundssyni í síðasta landsleikjaglugga og ræddi, meðal annars, hlutverk sitt hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Viðtalið má finna í spilurunum hér fyrir neðan.
Spænski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjá meira