„Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 12:16 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðun Arctic Fish um flutning fóðurstöðvar verði tekin til baka. Vísir/Vilhelm/Anton Innviðaráðherra segir það gríðarlegt högg fyrir byggðina á Þingeyri að Arctic Fish ætli að flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði dregin til baka og segir samfélagslega sátt þurfa að ríkja um fiskeldi. Greint var frá því á föstudag að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefði ákveðið að flytja fóðurstöð sína frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns starfa við stöðina á Þingeyri sem nú verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Ákvörðun Arctic Fish hefur vakið hörð viðbrögð og sagði bæjarstjóri Ísafjarðar það sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun sem hafi víðtæk áhrif. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis segir ákvörðunina kjaftshögg. „Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega,“ sagði Eyjólfur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að með ákvörðuninni sé verið að skerða lífsgæði íbúa Þingeyrar. Fjölskyldufólk sem hafi komið sér upp húsnæði og sé með börn í leikskóla þurfi nú að keyra 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. „Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar og íbúum Þingeyrar og þeirra sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu. Það var ekki auðveld barátta á sínum tíma. Að fyrirtækið skuli voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa það finnst mér algjört hneyksli.“ Skorar á fyrirtækið að taka ákvörðunina til baka Hann segir verðmætasköpun fyrirtækisins vera í Dýrafirði og eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Arctic Fish er með leyfi fyrir 10.000 tonna laxeldi í firðinum „Það verður að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu. Núna ef það á að koma svona fram við brothættar byggðir í firði þar sem verðmætasköpunin á sér stað. Þá er ekki mikil samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu.“ Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu og segist ætla að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin til baka. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt, ég skora á fyrirtækið ef þeir ætla að hafa einhverja samfélagslega ábyrgð gagnvart Vestfirðingum, Þingeyringum og Dýrfirðingum að taka þessa ákvörðun til baka.“ Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Flokkur fólksins Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefði ákveðið að flytja fóðurstöð sína frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns starfa við stöðina á Þingeyri sem nú verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Ákvörðun Arctic Fish hefur vakið hörð viðbrögð og sagði bæjarstjóri Ísafjarðar það sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun sem hafi víðtæk áhrif. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis segir ákvörðunina kjaftshögg. „Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega,“ sagði Eyjólfur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að með ákvörðuninni sé verið að skerða lífsgæði íbúa Þingeyrar. Fjölskyldufólk sem hafi komið sér upp húsnæði og sé með börn í leikskóla þurfi nú að keyra 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. „Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar og íbúum Þingeyrar og þeirra sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu. Það var ekki auðveld barátta á sínum tíma. Að fyrirtækið skuli voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa það finnst mér algjört hneyksli.“ Skorar á fyrirtækið að taka ákvörðunina til baka Hann segir verðmætasköpun fyrirtækisins vera í Dýrafirði og eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Arctic Fish er með leyfi fyrir 10.000 tonna laxeldi í firðinum „Það verður að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu. Núna ef það á að koma svona fram við brothættar byggðir í firði þar sem verðmætasköpunin á sér stað. Þá er ekki mikil samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu.“ Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu og segist ætla að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin til baka. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt, ég skora á fyrirtækið ef þeir ætla að hafa einhverja samfélagslega ábyrgð gagnvart Vestfirðingum, Þingeyringum og Dýrfirðingum að taka þessa ákvörðun til baka.“
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Flokkur fólksins Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira