„Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2025 23:19 Aðalheiður Jónsdóttir hjá Rauða krossinum. Stöð 2 Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning. Íbúi í Grindavík gagnrýndi það í dag að styrkir Rauða krossins til Grindvíkinga færu aðeins í verkefni sem eigi sér stað utan bæjarins. Rauði krossinn fékk í fyrra styrk upp á 208 milljónir úr hamfarasjóði Rio Tinto. Sjóðnum er ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. „Styrknum frá Rio Tinto, sem veittur var í fyrra og er til tveggja ára, er ætlað að styðja við Grindvíkinga með félagslegum verkefnum og að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn telur sig hafa uppfyllt þau markmið vel, stutt við fjölbreytt verkefni fyrir Grindvíkinga og hrint af stað verkefnum til að búa alla íbúa á Suðurnesjum betur undir neyðarástand. Það hefur m.a. verið gert með kaupum á búnaði, þjálfun sjálfboðaliða og átakinu 3dagar.is. Enn er ár eftir af styrknum og áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast í nýju umhverfi,“ segir Aðalheiður í svari til fréttastofu um málið. Hafa stutt við börn og eldri borgara Hún segir það rétt, sem kom fram í frétt í dag, að Rauði krossinn hafi einbeitt sér að því að nýta styrkinn til að styðja verkefni fyrir Grindvíkinga utan Grindavíkurbæjar og að það eigi sér nokkrar skýringar. Rauði krossinn hafi það markmið að styðja við fólk þar sem það er og þar sem það býr. „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar. Börn, ungmenni og eldri borgarar eru þeir hópar sem mest hefur verið stutt við. Sem dæmi hefur börnum og ungmennum boðist að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, í sumardvöl, að sækja félagsstarf og útilífsnámskeið. Þá hafa foreldrar og börn fengið fræðslu um áföll og eldri borgarar og viðkvæmir hópar farið í sumardvöl, sótt vikulegar samverustundir í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu og fengið fræðslu um stuðning, áföll og vinaverkefni Rauða krossins. Öll þessi verkefni miða að því að efla seiglu Grindvíkinga eftir hamfarirnar á svæðinu og fóta sig í nýju samfélagi þar sem það býr,“ segir Aðalheiður. Hún segir samtökin ekki geta tjáð sig um einstaka styrkumsóknir en vill þó á sama tíma vekja athygli á því að staðan í Grindavík hafi verið misjöfn og bendir í því samhengi á úthlutunarreglur sjóðsins. Hún segir þó standa til að funda með bæjarstjórn til að ræða áframhaldandi stuðning Rauða krossins við íbúa. „Til stóð að eiga fund með bæjarstjórn Grindavíkur nú í sumarbyrjun til að ræða hvernig styðja megi áfram sem best við Grindvíkinga. Vegna anna og sumarfría var þeim fundi hins vegar frestað þar til í ágúst.“ Félagasamtök Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Íbúi í Grindavík gagnrýndi það í dag að styrkir Rauða krossins til Grindvíkinga færu aðeins í verkefni sem eigi sér stað utan bæjarins. Rauði krossinn fékk í fyrra styrk upp á 208 milljónir úr hamfarasjóði Rio Tinto. Sjóðnum er ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. „Styrknum frá Rio Tinto, sem veittur var í fyrra og er til tveggja ára, er ætlað að styðja við Grindvíkinga með félagslegum verkefnum og að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn telur sig hafa uppfyllt þau markmið vel, stutt við fjölbreytt verkefni fyrir Grindvíkinga og hrint af stað verkefnum til að búa alla íbúa á Suðurnesjum betur undir neyðarástand. Það hefur m.a. verið gert með kaupum á búnaði, þjálfun sjálfboðaliða og átakinu 3dagar.is. Enn er ár eftir af styrknum og áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast í nýju umhverfi,“ segir Aðalheiður í svari til fréttastofu um málið. Hafa stutt við börn og eldri borgara Hún segir það rétt, sem kom fram í frétt í dag, að Rauði krossinn hafi einbeitt sér að því að nýta styrkinn til að styðja verkefni fyrir Grindvíkinga utan Grindavíkurbæjar og að það eigi sér nokkrar skýringar. Rauði krossinn hafi það markmið að styðja við fólk þar sem það er og þar sem það býr. „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar. Börn, ungmenni og eldri borgarar eru þeir hópar sem mest hefur verið stutt við. Sem dæmi hefur börnum og ungmennum boðist að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, í sumardvöl, að sækja félagsstarf og útilífsnámskeið. Þá hafa foreldrar og börn fengið fræðslu um áföll og eldri borgarar og viðkvæmir hópar farið í sumardvöl, sótt vikulegar samverustundir í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu og fengið fræðslu um stuðning, áföll og vinaverkefni Rauða krossins. Öll þessi verkefni miða að því að efla seiglu Grindvíkinga eftir hamfarirnar á svæðinu og fóta sig í nýju samfélagi þar sem það býr,“ segir Aðalheiður. Hún segir samtökin ekki geta tjáð sig um einstaka styrkumsóknir en vill þó á sama tíma vekja athygli á því að staðan í Grindavík hafi verið misjöfn og bendir í því samhengi á úthlutunarreglur sjóðsins. Hún segir þó standa til að funda með bæjarstjórn til að ræða áframhaldandi stuðning Rauða krossins við íbúa. „Til stóð að eiga fund með bæjarstjórn Grindavíkur nú í sumarbyrjun til að ræða hvernig styðja megi áfram sem best við Grindvíkinga. Vegna anna og sumarfría var þeim fundi hins vegar frestað þar til í ágúst.“
Félagasamtök Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira