Tæpur helmingur ætlar að flytja aftur til Grindavíkur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júní 2025 12:25 Um 45 prósent Grindvíkinga telur líklegt að þau flytji aftur í bæinn eftir eldsumbrot. Vísir Tæplega helmingur Grindvíkinga sem selt hafa Þórkötlu eignir í bænum, telur líklegt að hann snúi aftur þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Yngra fólk er líklegra til að vilja snúa aftur en eldra eða sex af hverjum tíu. Framkvæmdastjóri Þórkötlu segir ánægjulegt að sjá hversu margir hyggja á endurkomu. Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45 prósent telur líklegt að hann snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58 prósent líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu strór hluti Grindvíkinga hefur fullan hug á endurkomu í bæinn. Við fögnum því það er mikilvægt markmið að stuðla að því. Við sáum líka að kaupferlið tókst meira og minna nokkuð vel,“ segir Viðar. Helmingur ánægður Samkvæmt könnuninni sögðust um 50 prósent frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13 prósent og 12 prósent voru frekar óánægðir. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu.Vísir Fyrrum íbúar Grindavíkur voru einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað. Um helmingur fólks segir hana hafa gengið vel 23 prósent sögðu hana hafa gengið illa. Leyfa gistingu í 70 eignum í bænum Þá kom fram í könnunninni að aðeins 14 prósent þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Örn segir það ríma vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu. Þrjár vikur séu síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og mikil ánægja rík með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hafi verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum. „Við opnuðum á heimild til að gista í eignum Þórkötlu bænum í lok maí. Það er um sjötíu sem hafa sótt um heimild sem er viðbót við hollvinasamning sem um hundrað og sjötíu eru með í bænum. Þetta gengur mjög vel eftir því sem við heyrum hjá fólki,“ segir Örn. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45 prósent telur líklegt að hann snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58 prósent líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu strór hluti Grindvíkinga hefur fullan hug á endurkomu í bæinn. Við fögnum því það er mikilvægt markmið að stuðla að því. Við sáum líka að kaupferlið tókst meira og minna nokkuð vel,“ segir Viðar. Helmingur ánægður Samkvæmt könnuninni sögðust um 50 prósent frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13 prósent og 12 prósent voru frekar óánægðir. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu.Vísir Fyrrum íbúar Grindavíkur voru einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað. Um helmingur fólks segir hana hafa gengið vel 23 prósent sögðu hana hafa gengið illa. Leyfa gistingu í 70 eignum í bænum Þá kom fram í könnunninni að aðeins 14 prósent þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Örn segir það ríma vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu. Þrjár vikur séu síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og mikil ánægja rík með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hafi verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum. „Við opnuðum á heimild til að gista í eignum Þórkötlu bænum í lok maí. Það er um sjötíu sem hafa sótt um heimild sem er viðbót við hollvinasamning sem um hundrað og sjötíu eru með í bænum. Þetta gengur mjög vel eftir því sem við heyrum hjá fólki,“ segir Örn.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels