Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2025 09:31 Orri fyririliði og Arnar landsliðsþjálfari fyrir seinni leik Íslands gegn Kósovó Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Orri Óskarsson hélt að landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson væri að djóka í sér er hann tilkynnti Orra að hann yrði næsti landsliðsfyrirliði. Eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári kom hann mörgum í opna skjöldu með því að velja hinn tvítuga framherja, Orra Stein sem fyrirliða landsliðsins. Mesti heiður sem landsliðsmaður getur fengið en Orri, sem er leikmaður Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. skilur ákvörðun Arnars. „Nei þegar að hann sagði mér frá þessu fyrst í símanum þá hélt ég að hann væri að djóka í mér. En svo syncaði þetta inn hjá manni og maður var í smá sjokki. En ég skil vissulega af hverju hann myndi vilja gera mig að fyrirliða. Ég er tuttugu ára gamall, er að spila í einni af topp fimm deildum í heiminum og er með smitandi gleði í mér. Ég næ að tengja mjög vel við flestalla sem ég hitti, er mjög góður í samskiptum og að tengjast fólki. Þetta eru ákveðnir eiginleikar sem fyrirliði þarf að hafa.“ Arnar tjáði Orra frá ákvörðuninni símleiðis eftir Evrópuleik Sociedad í Róm undir lok janúar. „Maður var bara einhvern veginn í sjokki restina af ferðinni heim. Ég þurfti að halda þessu leyndu svolítið lengi. Það var mjög erfitt þar sem að þetta er með stærri fréttum sem maður getur fengið sem fótboltamaður. Ég var mjög stoltur, fjölskyldan mjög stolt. Frábær stund.“ Orri bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í útileik gegn Kósovó. Sem framherji er hann vanur pressunni sem fylgir því að leiða sóknarleik liða en sem fyrirliði fann hann mun. „Þetta var aðeins öðruvísi pressa, maður þurfti einhvern veginn að taka ábyrgð fyrir allt liðið en þegar að ég labbaði inn á völlinn gleymdi ég öllu og var bara ég sjálfur. Spilaði bara minn leik, hjálpaði strákunum á minn hátt. Það var ekkert mikið dýpra en það og maður finnur það bara einhvern veginn inn í sér hvernig fyrirliði maður mun vera. Aron Einar var mjög duglegur við að hjálpa mér með þetta. Við töluðum mikið um að ég ætti bara að vera ég sjálfur, ekki breyta mér í einhvern annan sökum þess að ég er fyrirliði.“ Viðtalið við Orra Stein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Landslið karla í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Sjá meira
Eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári kom hann mörgum í opna skjöldu með því að velja hinn tvítuga framherja, Orra Stein sem fyrirliða landsliðsins. Mesti heiður sem landsliðsmaður getur fengið en Orri, sem er leikmaður Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. skilur ákvörðun Arnars. „Nei þegar að hann sagði mér frá þessu fyrst í símanum þá hélt ég að hann væri að djóka í mér. En svo syncaði þetta inn hjá manni og maður var í smá sjokki. En ég skil vissulega af hverju hann myndi vilja gera mig að fyrirliða. Ég er tuttugu ára gamall, er að spila í einni af topp fimm deildum í heiminum og er með smitandi gleði í mér. Ég næ að tengja mjög vel við flestalla sem ég hitti, er mjög góður í samskiptum og að tengjast fólki. Þetta eru ákveðnir eiginleikar sem fyrirliði þarf að hafa.“ Arnar tjáði Orra frá ákvörðuninni símleiðis eftir Evrópuleik Sociedad í Róm undir lok janúar. „Maður var bara einhvern veginn í sjokki restina af ferðinni heim. Ég þurfti að halda þessu leyndu svolítið lengi. Það var mjög erfitt þar sem að þetta er með stærri fréttum sem maður getur fengið sem fótboltamaður. Ég var mjög stoltur, fjölskyldan mjög stolt. Frábær stund.“ Orri bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í útileik gegn Kósovó. Sem framherji er hann vanur pressunni sem fylgir því að leiða sóknarleik liða en sem fyrirliði fann hann mun. „Þetta var aðeins öðruvísi pressa, maður þurfti einhvern veginn að taka ábyrgð fyrir allt liðið en þegar að ég labbaði inn á völlinn gleymdi ég öllu og var bara ég sjálfur. Spilaði bara minn leik, hjálpaði strákunum á minn hátt. Það var ekkert mikið dýpra en það og maður finnur það bara einhvern veginn inn í sér hvernig fyrirliði maður mun vera. Aron Einar var mjög duglegur við að hjálpa mér með þetta. Við töluðum mikið um að ég ætti bara að vera ég sjálfur, ekki breyta mér í einhvern annan sökum þess að ég er fyrirliði.“ Viðtalið við Orra Stein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Sjá meira