Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 14:44 Tómarúm hefur myndast í alþjóðlegum loftslagsviðræðum vegna fjarveru Bandaríkjamanna. Fundað hefur verið í Bonn í Þýskalandi undanfarna daga til þess að undirbúa stóru loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu í vetur. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. Fulltrúar flestra ríkja heims hittust á fundi í Bonn í Þýskalandi í vikunni til þess að undirbúa COP30-loftslagsráðstefnuna sem fer fram í Brasilíu síðar á þessu ári. Bandaríkjastjórn sendi engan samningamann til leiks en það hefur aldrei áður gerst frá því að alþjóðasamfélagið hóf formlegar loftslagsviðræður á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í takti við stefnu ríkisstjórnar repúblikana vestanhafs en þeir afneita staðreyndum um loftslagsbreytingar og ábyrgð manna á þeim. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu en einnig freistað þess að legga stein í götu loftslagsvísindarannsókna. Þó að brotthvarf Bandaríkjanna, næstmesta losanda gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir og þeim mesta í sögulegu samhengi, sé mikið högg fyrir viðleitni annarra ríkja til þess að reyna að takmarka hættulega hlýnun jarðar er mörgum létt yfir því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sent neina fulltrúa á fundinn. Margir óttuðust þannig að repúblikanastjórnin gæti reynt að spilla fyrir viðræðunum til þess að grafa undan loftslagsaðgerðum, að sögn evrópsku útgáfu Politico. „Almannarómur er að það sé ekki svo slæmt að þeir séu ekki hér. Það er auðvitað hræðilegt fyrir heiminn og að draga úr losun. En það gerir hlutina auðveldari í samningaviðræðum,“ hefur miðillinn eftir ónefndum samningamanna rómanskamerísks ríkis í Bonn. Sakna reynslu samningamannanna Fjarvera Bandaríkjanna skilur þó eftir tómarúm sem önnur ríki hafa ekki gert sig líkleg til þess að fylla enn sem komið er. Fulltrúar Evrópusambandsins, sem er nú að útvatna ýmsar loftlagsaðgerðir sínar, eru þannig sagðir halda að sér höndum meira en áður á fundum sem þessum. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja segja að þeir sakni reyndra samningamanna fyrri ríkisstjórna í Bandaríkjunum sem hafi stutt Evrópusambandið í mörgum máli í loftslagsviðræðum til þessa. Þeir hafi einnig staðið uppi í hárinu á ríkjum eins og Kína á þessum vettvangi. Kína, Indland og Sádi-Arabía geti nú haft meiri áhrif í fjarveru Bandaríkjanna. „Valdahlutföll hreyfast til við það að Bandaríkin séu ekki þarna, það er erfitt fyrir þróuð ríki,“ segir einn fulltrúar Evrópusambandsins. Gætu enn reynt að hleypa upp fundinum í Brasilíu Þó að Bandaríkjastjórn hafi kosið að senda engan til Bonn gæti hún enn reynt að hleypa upp stóra fundinum í Belém í Brasilíu í nóvember. Úrsögn hennar úr Parísarsamkomulaginu tekur enda ekki gildi fyrr en á næsta ári. „Þeir kusu að vera ekki hér en þeir gætu valið að vera í Belém,“ segir Ana Toni, framkvæmdastjóri COP30-ráðstefnunnar og loftslagsráðherra Brasilíu. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bandaríkin Evrópusambandið Kína Indland Jarðefnaeldsneyti Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Sjá meira
Fulltrúar flestra ríkja heims hittust á fundi í Bonn í Þýskalandi í vikunni til þess að undirbúa COP30-loftslagsráðstefnuna sem fer fram í Brasilíu síðar á þessu ári. Bandaríkjastjórn sendi engan samningamann til leiks en það hefur aldrei áður gerst frá því að alþjóðasamfélagið hóf formlegar loftslagsviðræður á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í takti við stefnu ríkisstjórnar repúblikana vestanhafs en þeir afneita staðreyndum um loftslagsbreytingar og ábyrgð manna á þeim. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu en einnig freistað þess að legga stein í götu loftslagsvísindarannsókna. Þó að brotthvarf Bandaríkjanna, næstmesta losanda gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir og þeim mesta í sögulegu samhengi, sé mikið högg fyrir viðleitni annarra ríkja til þess að reyna að takmarka hættulega hlýnun jarðar er mörgum létt yfir því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sent neina fulltrúa á fundinn. Margir óttuðust þannig að repúblikanastjórnin gæti reynt að spilla fyrir viðræðunum til þess að grafa undan loftslagsaðgerðum, að sögn evrópsku útgáfu Politico. „Almannarómur er að það sé ekki svo slæmt að þeir séu ekki hér. Það er auðvitað hræðilegt fyrir heiminn og að draga úr losun. En það gerir hlutina auðveldari í samningaviðræðum,“ hefur miðillinn eftir ónefndum samningamanna rómanskamerísks ríkis í Bonn. Sakna reynslu samningamannanna Fjarvera Bandaríkjanna skilur þó eftir tómarúm sem önnur ríki hafa ekki gert sig líkleg til þess að fylla enn sem komið er. Fulltrúar Evrópusambandsins, sem er nú að útvatna ýmsar loftlagsaðgerðir sínar, eru þannig sagðir halda að sér höndum meira en áður á fundum sem þessum. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja segja að þeir sakni reyndra samningamanna fyrri ríkisstjórna í Bandaríkjunum sem hafi stutt Evrópusambandið í mörgum máli í loftslagsviðræðum til þessa. Þeir hafi einnig staðið uppi í hárinu á ríkjum eins og Kína á þessum vettvangi. Kína, Indland og Sádi-Arabía geti nú haft meiri áhrif í fjarveru Bandaríkjanna. „Valdahlutföll hreyfast til við það að Bandaríkin séu ekki þarna, það er erfitt fyrir þróuð ríki,“ segir einn fulltrúar Evrópusambandsins. Gætu enn reynt að hleypa upp fundinum í Brasilíu Þó að Bandaríkjastjórn hafi kosið að senda engan til Bonn gæti hún enn reynt að hleypa upp stóra fundinum í Belém í Brasilíu í nóvember. Úrsögn hennar úr Parísarsamkomulaginu tekur enda ekki gildi fyrr en á næsta ári. „Þeir kusu að vera ekki hér en þeir gætu valið að vera í Belém,“ segir Ana Toni, framkvæmdastjóri COP30-ráðstefnunnar og loftslagsráðherra Brasilíu.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bandaríkin Evrópusambandið Kína Indland Jarðefnaeldsneyti Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Sjá meira