Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2025 07:10 Kennedy er þekktur efasemdamaður þegar kemur að bólusetningum. AP/Jacquelyn Martin Fram kom á fyrsta fundi nýrrar ráðgjafarnefndar Bandaríkjanna um bólusetningar í gær að nefndin hyggist endurskoða bólusetningar barna og unglinga, sem hafa tíðkast um árabil. Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, rak alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndarinnar fyrr í mánuðinum og skipaði átta nýja í þeirra stað. Af þeim afþakkaði einn skipunina skömmu fyrir fyrsta fundinn í gær, þannig að sjö voru viðstaddir. Ákvörðun Kennedy um nýja skipan nefndarinnar var harðlega gagnrýnd en í henni eiga sæti þekktir efasemdamenn um bólusetningar. Formaður nefndarinnar er Martin Kulldorff, sem sagði við upphaf fundarins í gær að hann hefði misst stöðu sína sem prófessor við Harvard háskóla þegar hann neitaði að þiggja bólusetningu við Covid-19. Kulldorff sagði nefndina hafa í hyggju að setja á laggirnar vinnuhópa til að endurskoða bólusetningar barna og bóluefni sem hefðu verið samþykkt fyrir meira en sjö árum. Þá sagði hann í bígerð að endurskoða sérstaklega bólusetningar nýbura gegn lifrarbólgu B og bólusetningar gegn mislingum. BBC hefur eftir Bill Hanage, prófessor í faraldsfræðum við TH Chan School of Public Health við Harvard háskóla, segir enga rökrétta ástæðu fyrir því að endurskoða notkun bóluefna sem hafa verið í notkun í mörg ár. Það sé aðeins til þess að vekja efasemdir um þá ákvörðun að leyfa bóluefnin á sínum tíma. Þá hefur sú ákvörðun nefndarinnar að fjalla sérstaklega um notkun thimerosal í bóluefnum á fundi í dag vakið nokkra athygli en um er að ræða rotvarnarefni sem hefur ekki verið notað í flestum bóluefnum í marga áratugi. Mun nefndin hlýða á tölu Lyn Redwood um notkun timerosal en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Children´s Health Defence, samtaka sem berjast gegn bólusetningum og Kennedy fór fyrir. Bill Cassidy, sem er læknir, öldungadeildarþingmaður og flokksbróðir Kennedy, hefur gagnrýnt skipan ráðgjafarnefndarinnar og segir hópinn bæði of fámennan og skorta ýmsa sérfræðiþekkingu. Cassidy hafði uppi efasemdir um skipun Kennedy sem heilbrigðisráðherra, vegna afstöðu síðarnefnda til bólusetninga. Bandaríkin Bólusetningar Heilbrigðismál Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, rak alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndarinnar fyrr í mánuðinum og skipaði átta nýja í þeirra stað. Af þeim afþakkaði einn skipunina skömmu fyrir fyrsta fundinn í gær, þannig að sjö voru viðstaddir. Ákvörðun Kennedy um nýja skipan nefndarinnar var harðlega gagnrýnd en í henni eiga sæti þekktir efasemdamenn um bólusetningar. Formaður nefndarinnar er Martin Kulldorff, sem sagði við upphaf fundarins í gær að hann hefði misst stöðu sína sem prófessor við Harvard háskóla þegar hann neitaði að þiggja bólusetningu við Covid-19. Kulldorff sagði nefndina hafa í hyggju að setja á laggirnar vinnuhópa til að endurskoða bólusetningar barna og bóluefni sem hefðu verið samþykkt fyrir meira en sjö árum. Þá sagði hann í bígerð að endurskoða sérstaklega bólusetningar nýbura gegn lifrarbólgu B og bólusetningar gegn mislingum. BBC hefur eftir Bill Hanage, prófessor í faraldsfræðum við TH Chan School of Public Health við Harvard háskóla, segir enga rökrétta ástæðu fyrir því að endurskoða notkun bóluefna sem hafa verið í notkun í mörg ár. Það sé aðeins til þess að vekja efasemdir um þá ákvörðun að leyfa bóluefnin á sínum tíma. Þá hefur sú ákvörðun nefndarinnar að fjalla sérstaklega um notkun thimerosal í bóluefnum á fundi í dag vakið nokkra athygli en um er að ræða rotvarnarefni sem hefur ekki verið notað í flestum bóluefnum í marga áratugi. Mun nefndin hlýða á tölu Lyn Redwood um notkun timerosal en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Children´s Health Defence, samtaka sem berjast gegn bólusetningum og Kennedy fór fyrir. Bill Cassidy, sem er læknir, öldungadeildarþingmaður og flokksbróðir Kennedy, hefur gagnrýnt skipan ráðgjafarnefndarinnar og segir hópinn bæði of fámennan og skorta ýmsa sérfræðiþekkingu. Cassidy hafði uppi efasemdir um skipun Kennedy sem heilbrigðisráðherra, vegna afstöðu síðarnefnda til bólusetninga.
Bandaríkin Bólusetningar Heilbrigðismál Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna