Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2025 07:10 Kennedy er þekktur efasemdamaður þegar kemur að bólusetningum. AP/Jacquelyn Martin Fram kom á fyrsta fundi nýrrar ráðgjafarnefndar Bandaríkjanna um bólusetningar í gær að nefndin hyggist endurskoða bólusetningar barna og unglinga, sem hafa tíðkast um árabil. Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, rak alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndarinnar fyrr í mánuðinum og skipaði átta nýja í þeirra stað. Af þeim afþakkaði einn skipunina skömmu fyrir fyrsta fundinn í gær, þannig að sjö voru viðstaddir. Ákvörðun Kennedy um nýja skipan nefndarinnar var harðlega gagnrýnd en í henni eiga sæti þekktir efasemdamenn um bólusetningar. Formaður nefndarinnar er Martin Kulldorff, sem sagði við upphaf fundarins í gær að hann hefði misst stöðu sína sem prófessor við Harvard háskóla þegar hann neitaði að þiggja bólusetningu við Covid-19. Kulldorff sagði nefndina hafa í hyggju að setja á laggirnar vinnuhópa til að endurskoða bólusetningar barna og bóluefni sem hefðu verið samþykkt fyrir meira en sjö árum. Þá sagði hann í bígerð að endurskoða sérstaklega bólusetningar nýbura gegn lifrarbólgu B og bólusetningar gegn mislingum. BBC hefur eftir Bill Hanage, prófessor í faraldsfræðum við TH Chan School of Public Health við Harvard háskóla, segir enga rökrétta ástæðu fyrir því að endurskoða notkun bóluefna sem hafa verið í notkun í mörg ár. Það sé aðeins til þess að vekja efasemdir um þá ákvörðun að leyfa bóluefnin á sínum tíma. Þá hefur sú ákvörðun nefndarinnar að fjalla sérstaklega um notkun thimerosal í bóluefnum á fundi í dag vakið nokkra athygli en um er að ræða rotvarnarefni sem hefur ekki verið notað í flestum bóluefnum í marga áratugi. Mun nefndin hlýða á tölu Lyn Redwood um notkun timerosal en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Children´s Health Defence, samtaka sem berjast gegn bólusetningum og Kennedy fór fyrir. Bill Cassidy, sem er læknir, öldungadeildarþingmaður og flokksbróðir Kennedy, hefur gagnrýnt skipan ráðgjafarnefndarinnar og segir hópinn bæði of fámennan og skorta ýmsa sérfræðiþekkingu. Cassidy hafði uppi efasemdir um skipun Kennedy sem heilbrigðisráðherra, vegna afstöðu síðarnefnda til bólusetninga. Bandaríkin Bólusetningar Heilbrigðismál Donald Trump Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira
Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, rak alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndarinnar fyrr í mánuðinum og skipaði átta nýja í þeirra stað. Af þeim afþakkaði einn skipunina skömmu fyrir fyrsta fundinn í gær, þannig að sjö voru viðstaddir. Ákvörðun Kennedy um nýja skipan nefndarinnar var harðlega gagnrýnd en í henni eiga sæti þekktir efasemdamenn um bólusetningar. Formaður nefndarinnar er Martin Kulldorff, sem sagði við upphaf fundarins í gær að hann hefði misst stöðu sína sem prófessor við Harvard háskóla þegar hann neitaði að þiggja bólusetningu við Covid-19. Kulldorff sagði nefndina hafa í hyggju að setja á laggirnar vinnuhópa til að endurskoða bólusetningar barna og bóluefni sem hefðu verið samþykkt fyrir meira en sjö árum. Þá sagði hann í bígerð að endurskoða sérstaklega bólusetningar nýbura gegn lifrarbólgu B og bólusetningar gegn mislingum. BBC hefur eftir Bill Hanage, prófessor í faraldsfræðum við TH Chan School of Public Health við Harvard háskóla, segir enga rökrétta ástæðu fyrir því að endurskoða notkun bóluefna sem hafa verið í notkun í mörg ár. Það sé aðeins til þess að vekja efasemdir um þá ákvörðun að leyfa bóluefnin á sínum tíma. Þá hefur sú ákvörðun nefndarinnar að fjalla sérstaklega um notkun thimerosal í bóluefnum á fundi í dag vakið nokkra athygli en um er að ræða rotvarnarefni sem hefur ekki verið notað í flestum bóluefnum í marga áratugi. Mun nefndin hlýða á tölu Lyn Redwood um notkun timerosal en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Children´s Health Defence, samtaka sem berjast gegn bólusetningum og Kennedy fór fyrir. Bill Cassidy, sem er læknir, öldungadeildarþingmaður og flokksbróðir Kennedy, hefur gagnrýnt skipan ráðgjafarnefndarinnar og segir hópinn bæði of fámennan og skorta ýmsa sérfræðiþekkingu. Cassidy hafði uppi efasemdir um skipun Kennedy sem heilbrigðisráðherra, vegna afstöðu síðarnefnda til bólusetninga.
Bandaríkin Bólusetningar Heilbrigðismál Donald Trump Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira