Karólína Lea á bólakaf í kalda pottinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 21:32 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lét sig bara vaða ofan í kalda pottinn eftir mjög heita æfingu í sólinni í Serbíu. @footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú við æfingar í Serbíu en það styttist óðum í Evrópumótið í Sviss sem hefst í næstu viku. Það var mjög heitt á æfingu íslenska liðsins í dag. Knattspyrnusamband Íslands sýndi skemmtileg myndbrot af æfingu íslenska liðsins á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekkert á milli mála að það var mjög heitt í Serbíu á þessum miðvikudegi. „Vá, hvað er heitt,“ sagði reynsluboltinn Dagný Brynjarsdóttir þegar hún kom út í sólina. „Það er helvíti heitt en Alex elskar hita,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og tók utan um Alexöndru Jóhannsdóttur sem var auðvitað ekkert að kvarta. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari ætlaði aftur á móti ekkert að pína þær of lengi út í hitanum. „Aðeins styttri æfing en vanalega og höfum hana svolítið snarpa,“ sagði Þorsteinn. Þegar leið á æfinguna þá var sumum orðið mjög heitt. Ein af þeim sem voru að kafna úr hita var markvörðurinn Telma Ívarsdóttir. Hún var alveg búin á því eftir hörkuskotæfingu. „Kannski á Íslandi en ekki hérna úti í fjörutíu gráðum. Veistu, ég get eiginlega ekki meir,“ sagði Telma. „Þið eruð forréttindahópur að fá að taka þátt í lokakeppni EM og þið eigið að njóta þess alveg í gegn,“ sagði Þorsteinn við lok æfingarinnar. Stelpurnar drifu sig svo inn úr sólinni eftir æfingu og fóru í kaldan pott. Flestar fóru varlega og bara með neðri hluta skrokksins ofan í pottinn en ekki Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Karólína Lea hikaði ekki við að fara á bólakaf ofan í kalda pottinn og virðist líka koma liðsfélaga sínum á óvart með því. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu innsýn í æfingu íslensku stelpnanna í dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sýndi skemmtileg myndbrot af æfingu íslenska liðsins á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekkert á milli mála að það var mjög heitt í Serbíu á þessum miðvikudegi. „Vá, hvað er heitt,“ sagði reynsluboltinn Dagný Brynjarsdóttir þegar hún kom út í sólina. „Það er helvíti heitt en Alex elskar hita,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og tók utan um Alexöndru Jóhannsdóttur sem var auðvitað ekkert að kvarta. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari ætlaði aftur á móti ekkert að pína þær of lengi út í hitanum. „Aðeins styttri æfing en vanalega og höfum hana svolítið snarpa,“ sagði Þorsteinn. Þegar leið á æfinguna þá var sumum orðið mjög heitt. Ein af þeim sem voru að kafna úr hita var markvörðurinn Telma Ívarsdóttir. Hún var alveg búin á því eftir hörkuskotæfingu. „Kannski á Íslandi en ekki hérna úti í fjörutíu gráðum. Veistu, ég get eiginlega ekki meir,“ sagði Telma. „Þið eruð forréttindahópur að fá að taka þátt í lokakeppni EM og þið eigið að njóta þess alveg í gegn,“ sagði Þorsteinn við lok æfingarinnar. Stelpurnar drifu sig svo inn úr sólinni eftir æfingu og fóru í kaldan pott. Flestar fóru varlega og bara með neðri hluta skrokksins ofan í pottinn en ekki Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Karólína Lea hikaði ekki við að fara á bólakaf ofan í kalda pottinn og virðist líka koma liðsfélaga sínum á óvart með því. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu innsýn í æfingu íslensku stelpnanna í dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Sjá meira