Lallana leggur skóna á hilluna Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júní 2025 17:02 Lallana spilaði yfir fimm hundruð leiki á tæplega tuttugu ára löngum atvinnumannaferli. Rene Nijhuis/MB Media/Getty Images Hinn 37 ára gamli Adam Lallana hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan, tæplega tuttugu ára langan, feril sem leikmaður Southampton, Liverpool, Brighton og enska landsliðsins. Samningur hans við Southampton er að renna út um mánaðamótin og Lallana mun ekki leita sér að nýju liði. Hann tilkynnti ákvörðunina á samfélagsmiðlum í morgun og sagðist „fullur af þakklæti og stolti.“ View this post on Instagram A post shared by Adam Lallana (@officiallallana) Lallana er uppalinn hjá Southampton, sem bjó til marga mjög góða leikmenn á svipuðu aldursbili. Í akademíunni þar spilaði hann meðal annars með Gareth Bale, Theo Walcott, Nathan Dyer og Leon Best. Lallana þreytti frumraunina fyrir uppeldisfélagið árið 2007, var síðan sendur á lán til Bournemouth seinni hluta tímabils en átti fast sæti í liðinu eftir það. Árið 2012 var hann valinn fyrirliði eftir að hafa hjálpað Southampton að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir sjö ára fjarveru. Lallana fór til Liverpool og vann fjóra stóra titla. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Tveimur árum síðar var hann seldur til Liverpool, þar sem hann var næstu sjö ár. Á tíma sínum varð hann Englandsmeistari og vann Meistaradeildina, auk tveggja bikartitla. Þaðan lá leiðin til Brighton og síðan aftur heim til Southampton, þar sem Lallana spilaði sína síðustu leiki á liðnu tímabili. Lallana var einnig hluti af enska landsliðinu um árabil, spilaði alls 34 leiki og fór með landsliðinu á HM 2014 og EM 2016. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Samningur hans við Southampton er að renna út um mánaðamótin og Lallana mun ekki leita sér að nýju liði. Hann tilkynnti ákvörðunina á samfélagsmiðlum í morgun og sagðist „fullur af þakklæti og stolti.“ View this post on Instagram A post shared by Adam Lallana (@officiallallana) Lallana er uppalinn hjá Southampton, sem bjó til marga mjög góða leikmenn á svipuðu aldursbili. Í akademíunni þar spilaði hann meðal annars með Gareth Bale, Theo Walcott, Nathan Dyer og Leon Best. Lallana þreytti frumraunina fyrir uppeldisfélagið árið 2007, var síðan sendur á lán til Bournemouth seinni hluta tímabils en átti fast sæti í liðinu eftir það. Árið 2012 var hann valinn fyrirliði eftir að hafa hjálpað Southampton að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir sjö ára fjarveru. Lallana fór til Liverpool og vann fjóra stóra titla. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Tveimur árum síðar var hann seldur til Liverpool, þar sem hann var næstu sjö ár. Á tíma sínum varð hann Englandsmeistari og vann Meistaradeildina, auk tveggja bikartitla. Þaðan lá leiðin til Brighton og síðan aftur heim til Southampton, þar sem Lallana spilaði sína síðustu leiki á liðnu tímabili. Lallana var einnig hluti af enska landsliðinu um árabil, spilaði alls 34 leiki og fór með landsliðinu á HM 2014 og EM 2016.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira