„Annars værum við ekki að leggja í þessar miklu aðgerðir“ Árni Sæberg og Smári Jökull Jónsson skrifa 23. júní 2025 12:25 Eiríkur Valberg fer fyrir hópi tíu íslenskra lögreglumanna sem vinna með írskum kollegum í vikunni. Vísir Íslenskir og írskir lögreglumenn stefna á að taka skýrslur af 45 einstaklingum í vikunni vegna rannsóknar á hvarfi Jón Þrastar Jónssonar í Dyflinni árið 2019. Að sögn Eiríks Valberg hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fimm írskir lögreglumenn komnir til landsins sem munu vinna með tíu manna hópi íslenskra lögreglumanna í vikunni. Þeir stefni á að taka skýrslur af 45 einstaklingum. Lögreglan á Írlandi hafi haft frumkvæði að skýrslutökunum, sem hafi hafist í morgun. Slá ekkert út af borðinu Á föstudag var greint frá því að fjölskylda Jóns Þrastar væri með tilgátu um að leigumorðingi hafi farið mannavillt og drepið hann í staðinn fyrir annan Íslending. Eiríkur segir að hann geti ómögulega rætt einstaka tilgátur en að ekkert hafi enn verið útilokað. „Í rauninni er allt möguleiki,“ segir hann. Íslendingar stýra ferðinni Hann segir að allar skýrslutökur verði undir stjórn og á ábyrgð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en að farið sé að mestu að tillögum Íranna hvað það varðar við hverja verður rætt. Stefnt sé að því að ljúka skýrslutökum yfir öllum 45 í vikunni. Þá muni Írarnir hafa tækifæri til að spyrja spurninga. Hann kveðst ekki vilja velta því upp hvernig fyrirkomulag handtaka yrði ef til þeirra kæmi. Loks segir hann að lögreglan sé í sjálfu sér alltaf bjartsýn og að vonast sé til þess að skýrslutökurnar muni leiða til upplýsinga og vísbendinga um hvarf Jóns Þrastar. „Annars værum við ekki að leggja í þessa miklu aðgerðir.“ Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Tengdar fréttir Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. 19. júní 2025 17:03 Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. 20. júní 2025 20:56 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Að sögn Eiríks Valberg hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fimm írskir lögreglumenn komnir til landsins sem munu vinna með tíu manna hópi íslenskra lögreglumanna í vikunni. Þeir stefni á að taka skýrslur af 45 einstaklingum. Lögreglan á Írlandi hafi haft frumkvæði að skýrslutökunum, sem hafi hafist í morgun. Slá ekkert út af borðinu Á föstudag var greint frá því að fjölskylda Jóns Þrastar væri með tilgátu um að leigumorðingi hafi farið mannavillt og drepið hann í staðinn fyrir annan Íslending. Eiríkur segir að hann geti ómögulega rætt einstaka tilgátur en að ekkert hafi enn verið útilokað. „Í rauninni er allt möguleiki,“ segir hann. Íslendingar stýra ferðinni Hann segir að allar skýrslutökur verði undir stjórn og á ábyrgð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en að farið sé að mestu að tillögum Íranna hvað það varðar við hverja verður rætt. Stefnt sé að því að ljúka skýrslutökum yfir öllum 45 í vikunni. Þá muni Írarnir hafa tækifæri til að spyrja spurninga. Hann kveðst ekki vilja velta því upp hvernig fyrirkomulag handtaka yrði ef til þeirra kæmi. Loks segir hann að lögreglan sé í sjálfu sér alltaf bjartsýn og að vonast sé til þess að skýrslutökurnar muni leiða til upplýsinga og vísbendinga um hvarf Jóns Þrastar. „Annars værum við ekki að leggja í þessa miklu aðgerðir.“
Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Tengdar fréttir Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. 19. júní 2025 17:03 Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. 20. júní 2025 20:56 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. 19. júní 2025 17:03
Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. 20. júní 2025 20:56