Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2025 20:50 Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður FÍOÓL. Vísir/Ívar Fannar Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. Frumvarp félags- og húsnæðisráðherra sem felur í sér að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda hefur nú verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Verði það að veruleika munu gæludýraeigendur ekki lengur þurfa að lúta reglum húsfélags um hunda- og kattahald og hafa stjórnarliðar sagst vongóðir um að málið verði samþykkt fyrir þinglok. Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður Félags íslenskra ofnæmislækna sína stétt hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Það sem mér finnst mikilvægt er að það sé staðið vörð um það að fólk sem er með mjög mikið ofnæmi geti ekki lent í því að þurfa að flýja húsnæðið sitt af þessum ástæðum og núverandi frumvarp er náttúrulega ekki þannig,“ segir Sólrún. Fólkið sé þannig sett í erfiða aðstöðu. „Þú getur ímyndað þér ef foreldrar eiga til dæmis lítið astmaveikt barn sem fær alvarlegan astma, ég held að flestir myndu í þessu tilfelli reyna að koma sér úr húsnæðinu ef þeir eiga þess kost, sem náttúrulega ekkert allir eiga heldur, þannig ef maður hefur ekkert um það að segja hvort það er dýr í húsnæðinu manns eða hvort dýr flytur inn í húsnæðið sem maður býr í, eða þá sameign eins og við erum að tala um, þá held ég að það geti sett marga í erfiða stöðu.“ Ofnæmisvaldar í sameign skipti miklu máli og hafi mikil áhrif, jafnvel þó gæludýrin eigi enga leið þar um og séu einungis inni í sínum eigin íbúðum. „Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir.“ Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Dýr Hundar Kettir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Frumvarp félags- og húsnæðisráðherra sem felur í sér að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda hefur nú verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Verði það að veruleika munu gæludýraeigendur ekki lengur þurfa að lúta reglum húsfélags um hunda- og kattahald og hafa stjórnarliðar sagst vongóðir um að málið verði samþykkt fyrir þinglok. Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður Félags íslenskra ofnæmislækna sína stétt hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Það sem mér finnst mikilvægt er að það sé staðið vörð um það að fólk sem er með mjög mikið ofnæmi geti ekki lent í því að þurfa að flýja húsnæðið sitt af þessum ástæðum og núverandi frumvarp er náttúrulega ekki þannig,“ segir Sólrún. Fólkið sé þannig sett í erfiða aðstöðu. „Þú getur ímyndað þér ef foreldrar eiga til dæmis lítið astmaveikt barn sem fær alvarlegan astma, ég held að flestir myndu í þessu tilfelli reyna að koma sér úr húsnæðinu ef þeir eiga þess kost, sem náttúrulega ekkert allir eiga heldur, þannig ef maður hefur ekkert um það að segja hvort það er dýr í húsnæðinu manns eða hvort dýr flytur inn í húsnæðið sem maður býr í, eða þá sameign eins og við erum að tala um, þá held ég að það geti sett marga í erfiða stöðu.“ Ofnæmisvaldar í sameign skipti miklu máli og hafi mikil áhrif, jafnvel þó gæludýrin eigi enga leið þar um og séu einungis inni í sínum eigin íbúðum. „Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir.“
Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Dýr Hundar Kettir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira