Aðgerðasinninn látinn laus en Hvíta húsið hyggst brottvísa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 09:17 Khalil útskrifaðist með meistaragráðu frá háskólanum og eignaðist son meðan hann sat inni. AP Mahmoud Khalil aðgerðasinni og forsprakki mótmæla fyrir Palestínu í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur verið látinn laus eftir að hafa setið í fangelsi í þrjá mánuði. Ríkisstjórn Trump segist hafa beint spjótum sínum að „rangri manneskju“ í tengslum við mótmæli háskólanema þar í landi. Khalil var handtekinn í byrjun mars og sakaður um gyðingaandúð vegna mótmæla sem hann stóð fyrir. Til stendur að vísa honum úr landi, þrátt fyrir að hann sé með varanlegt dvalarleyfi, eða svokallað „grænt kort“. Khalil hefur höfðað mál og sagt brotið á tjáningarfrelsi sínu. Í úrskurði Michael Farbiarz héraðsdómara frá því í gær segir að Khalil sé ekki hættulegur umhverfi sínu og því sé engin ástæða til að halda honum lengur í varðhaldi. Hann verður áfram á skilorði. „Réttlæti hefur verið náð, en það tók allt of langan tíma,“ sagði Khalil við blaðamenn fyrir utan fangelsið í Louisiana í gær eftir að honum var sleppt eftir 104 daga í varðhaldi. Þá gagnrýndi hann ríkisstjórn Trump fyrir að hafa vegið að tjáningarfrelsi hans með þessum hætti. „Það ætti enginn að þurfa að sitja inni fyrir að mótmæla þjóðarmorði.“ Í yfirlýsingu vegna málsins sakaði Abigail Jackson, talskona Hvíta hússins, Khalil um svik og rógburð auk þess að skaða hagsmuni Bandaríkjanna í utanríkismálum. Þá kom fram að Michael Farbiarz dómari hefði ekki valdheimildir til að fyrirskipa að Khalil yrði látinn laus. „Við gerum ráð fyrir að úrskurðinum verði snúið við eftir áfrýjun, og hlökkum til að brottvísa Khalil úr Bandaríkjunum.“ Háskólar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Khalil var handtekinn í byrjun mars og sakaður um gyðingaandúð vegna mótmæla sem hann stóð fyrir. Til stendur að vísa honum úr landi, þrátt fyrir að hann sé með varanlegt dvalarleyfi, eða svokallað „grænt kort“. Khalil hefur höfðað mál og sagt brotið á tjáningarfrelsi sínu. Í úrskurði Michael Farbiarz héraðsdómara frá því í gær segir að Khalil sé ekki hættulegur umhverfi sínu og því sé engin ástæða til að halda honum lengur í varðhaldi. Hann verður áfram á skilorði. „Réttlæti hefur verið náð, en það tók allt of langan tíma,“ sagði Khalil við blaðamenn fyrir utan fangelsið í Louisiana í gær eftir að honum var sleppt eftir 104 daga í varðhaldi. Þá gagnrýndi hann ríkisstjórn Trump fyrir að hafa vegið að tjáningarfrelsi hans með þessum hætti. „Það ætti enginn að þurfa að sitja inni fyrir að mótmæla þjóðarmorði.“ Í yfirlýsingu vegna málsins sakaði Abigail Jackson, talskona Hvíta hússins, Khalil um svik og rógburð auk þess að skaða hagsmuni Bandaríkjanna í utanríkismálum. Þá kom fram að Michael Farbiarz dómari hefði ekki valdheimildir til að fyrirskipa að Khalil yrði látinn laus. „Við gerum ráð fyrir að úrskurðinum verði snúið við eftir áfrýjun, og hlökkum til að brottvísa Khalil úr Bandaríkjunum.“
Háskólar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila